Handbremsa á millikassa

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Maggi
Innlegg: 264
Skráður: 31.jan 2010, 00:32
Fullt nafn: Magnús Blöndahl
Bíltegund: WranglerScrambler

Handbremsa á millikassa

Postfrá Maggi » 10.des 2012, 23:48

Sælir

Hvað hafa menn verið a nota til að smíða sér handbremsur á millikassa?
Eru aðrið bílar en Patrol og Landrover með svona búnað?

Er með einn handbremsulausan CJ6 með NP208 sem ég ætla að mixa svona á.

kv
Maggi


Wrangler Scrambler

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Handbremsa á millikassa

Postfrá jeepcj7 » 11.des 2012, 00:01

Gamli jeep var með þetta á dana 18 kassanum.
En af yngra dótinu eru engir aðrir sem ég man eftir en patrol og rover sem er alveg merkilegt eins og þetta er þægilegur búnaður.
En er þetta ekki bara frekar létt mál að snikka með því að nota bara disk og dælu úr einhverju sem er með handvirkan/barka búnað sem handbremsu?
Þetta var alltaf á to do listanum þegar maður var með willys en það var bara svo margt annað sem fékk forgang þá að ekkert varð úr nema pælingin. ;o)
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Handbremsa á millikassa

Postfrá Kiddi » 11.des 2012, 00:13

Ég var einhvern tímann kominn af stað með disk undan Ford Focus og afturdælu úr Mazda 3 en þegar að því kom að sigra heiminn þá sá ég að gólfið við millikassann var fyrir og vel rúmlega það þannig að það varð ekkert úr þessu. Lofaði góðu samt fyrir utan hvað diskurinn var sennilega full þungur í þetta...

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Handbremsa á millikassa

Postfrá jeepcj7 » 11.des 2012, 00:23

'Ég var einhern tímann að spá í þetta og þá sagðist að mig minnir Raggi Róberts hafa rennt niður þykka álplötu sem disk í svona mix og bara virkað.
Heilagur Henry rúlar öllu.


S.G.Sveinsson
Innlegg: 62
Skráður: 18.okt 2011, 20:57
Fullt nafn: Sveinn Guðberg Sveinsson

Re: Handbremsa á millikassa

Postfrá S.G.Sveinsson » 11.des 2012, 00:40

Kiddi wrote:Ég var einhvern tímann kominn af stað með disk undan Ford Focus og afturdælu úr Mazda 3 en þegar að því kom að sigra heiminn þá sá ég að gólfið við millikassann var fyrir og vel rúmlega það þannig að það varð ekkert úr þessu. Lofaði góðu samt fyrir utan hvað diskurinn var sennilega full þungur í þetta...


Varðandi þingdina þá er bremsuskálin á LT 230 millikassanum sem er í Land Rover ekki beinlínis létt raunar er hún helvítiþung svo það hefur allavegana ekki verið vandamál þar hinsvegar vill drulla komast inn í skálinnina þeggar verið er að svamla og hafa bretarnir leist þetta með því að setja disk ístaðinn fyrir skál.
Mercedes Benz 230CE 1983 (farinn)
Land Rover 90 1987 fyrst dísel svo bensín V8 svo dísel aftur
Toyota Corolla XLI 1996
Land Rover Discovery 1997 fornaður á altari uppgerðar
Renault Megane 2003
Sími 8216406

User avatar

jongud
Innlegg: 2628
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Handbremsa á millikassa

Postfrá jongud » 11.des 2012, 08:56

það eru einhver fyrirtæki erlendis að smíða sett til að bolta aftaná millikassa,
prófaðu að gúggla "transfer case brake kit"

User avatar

bragi
Innlegg: 101
Skráður: 02.feb 2010, 01:55
Fullt nafn: Bragi Þór Jónsson
Bíltegund: Ford F-150 FX4
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Handbremsa á millikassa

Postfrá bragi » 27.feb 2013, 02:26

TSM sérhæfa sig í svona, sem og að breyta úr skálabremsum yfir í diska. Eflaust eru það fleiri. Ég las bara grein í 4Wheeler að mig minnir, þar sem þessir voru lofaðir í hástert fyrir vandaða vöru (CNC skorin bracket).
Hér má sjá kynningarmyndskeið þar sem skipt er úr skálum í diska

Sjálfur er ég mikið að spá í þetta en ég er að fara að setja Ford 10.25 undir og hefði viljað breyta yfir í diskabremsur en hafa handbremsuna á millikassanum.
Bragi (at) trukkurinn.com
http://trukkurinn.com


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Handbremsa á millikassa

Postfrá sukkaturbo » 27.feb 2013, 07:56

Sæll sá Dana 300 millikassa til sölu í gær hann var með handbremsu sem búið var að mixa á kveðja guðni


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir