Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf

Postfrá Big Red » 09.des 2012, 21:07

*breytti upphafsnafni. ætla bara að hafa þennan þráð um bílinn. Svona fyrir þá sem nenna að fylgjast með svona kreppuverkefni og það þá þessari týpu af bíl sem er samt rosa ánægja með ;)

Sóttur á Hólmavík 30nóvember
búið að keyra á honum í 2 vikur núna 14,12'12
Hann var búinn að standa síðan fyrrihluta árs 2009. Búið að fara yfir allar olíur kassa og drif og allir vökvar í lagi og fínt enn sem komið er. Nema það gleymdist að skoða vökvann fyrir kúplinguna og sprakk neðri þrællinn í gær þegar átti að fara að sækja varahlutabílinn :/ því vökvinn var beond ónýtur. það var svört leðja í þessu öllu. Enn AB varahlutir áttu til gúmmísett í þetta merkilegt nokk og kostaði rétt um 2000 krónur. í umboði var hægt að panta það fyrir rétt um 15þúsund krónur :/ Held það verði ekki hringt meir þangað útaf varahlutum.

Enn síðan sóttur þá er búið að þurfa að skipta um kveikjulok, hamar, kertaþræði og núna laga kúplingsþrælinn. Fór svo hleðslan að haga sér leiðinlega með þessu í gær. alternatorinn hefur farið í einhverja fýlu yfir að þrællinn skildi yfirgefa samkvæmið. þannig hann verður tekinn úr og skoðuð kolin og fleira. Ætla að keyra hann í tvær vikur í viðbót og sjá hvort eitthvað fleira gefur sig. Ef ekki þá bara í skoðun og vona það besta og svo á 36".

9.1.'13
Hér eru nokkrar myndir:

Þegar sóttur, já vert er að taka framm að lagt var í þetta í upphafi því sagt var að hann væri dísel sem reyndist ekki þegar á staðinn var komið :/
Image
Image
Image
Og voða kózý að innan
Image
urðum okkur útum felgur og 33" dekk í skiptum fyrir túpusjónvarp, felgurnar reyndust mikið verr farnar enn var sagt og dekkin eins og svissneskir ostar.
Image
sandblásnar og málaðar
Image
Svissnesku ostunum hent og fengum 33" nánast gefins og aðeins skorið úr fyrir aftan frammdekk til að hægt væri að beygja að framan og fjaðra um leið. Verður hann svona þar til það eru komið er í hús kantar á hann, dekk og felgur. Augastaður er svo á rörastuðurum og er pæling í gangi með þá því original eru orðnir frekar slappir, enn verst þeir eru svo langt í burtu þannig séð(borgarnesi) uppá að máta ef þeir passa svo bílnum ekki :(
Image
Gamla afturrúðan, leiðindarleki eftir að húsið fór norður á Dalvík.
Image
Fannst ryð í fölsunum. Fölsin hreinsuð upp og grunnuð. (verður sveitamálaður í sumar)
Image
Grunnað og nýja rúðan komin í
Image
gamla rúðan
Image
Setti lukkuskeifuna á hann sem fylgdi fyrsta bílnum Ford Bronco 1974, var orðinn oxiteraður, svoooooo.... já einmitt, sandblásinn og málaður í sama lit og felgurnar. Er ekki jafn skakkur nú og á myndinni. Ákveðið hefur verið að allt auka á honum verður í sama lit og felgurnar.
Image

Svo er búið að taka ákvörðun um að heimasmíða pallgrind, líklegast tvöfaldan frammboga og svo skástífur aftur. Er verið að reyna að gera upp við sig hvort það verði veltigrind sem tengist í grind bílsins eða bara grind á pallinn uppá lúkkið með kösturum. spurning hvað mönnum finnst um það?
Hér er svo partabíllinn sem við fengum.
Ekki er hann fallegur greyið. Orðinn svolítið þreyttur.
Image
fengum þessa fínu heysátu með
Image
Enn undir öllu ryðinu og drullunni uppgötvuðust svo að segja gersemar. Polyurithan fóðringar í öllu og poly samsláttarpúðar. ásamt nýlegum handbremsubörkum, bremsurörum(vissum reyndar af því). Enn best af öllu var ástæðan sem við aðallega ákváðum að sækja hann voru bremsudælurnar að aftan og virðast þær vera mjög nýlegar og nýir klossa og borðar hringinn ásamt bremsudiskum. (slitnuðu boltarnir í dælunum og gúmmí ónýt þegar betur var að gáð, keyptar nýjar dælur, enn allt annað notað)
Image
Svo hafa þessi nagladekk líklegast verið nýleg kringum 2009 áður enn honum var lagt.

Þarf að smíða púst undir hann hvert er ódýrast að fara? Kútarnir til staðar sem á að nota undir hann.

þar til næsta update sem verður líklegast fóðringa og bremsur ;D


***UPPHAFSINNLEGG:
Er mikið að velta fyrir mér hlutföllunum í Nissaninum. Því eins og hann stendur núna á orignal er 1 gírinn nánast óþarfur nema í bröttum brekkum. Það er bara tekið að stað í 2 gír.

Þekkir þetta einhver? Er búið að leita á netinu að þessu. Svo virðist hann vera pinnlæstur bæði framan og aftan er það original? Tek framm að þetta er ameríkubíll ef það breytir einhverju.

Erum bara að velta þessu með hlutföllin fyrir okkur. bæði uppá hvernig hlutföll þarf að leita að, EF þess þarf þá miðað við hvernig hann er núna, þegar farið verður í 36" breytingu.
Síðast breytt af Big Red þann 17.nóv 2013, 16:56, breytt 14 sinnum samtals.


Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: hlutföll í Nissan King Cab?

Postfrá Big Red » 11.des 2012, 12:08

enginn??
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: hlutföll í Nissan King Cab?

Postfrá StefánDal » 11.des 2012, 15:44

Ég efast stórlega um það að það sé stórt úrval af hlutföllum í þessa bíla. Enda hafa þeir ekki verið vinsælir í breytingar eins og þú sérð á áhuganum hér:)
Ég myndi bara prufa að setja stærri dekk undir og sjá hvað gerist. Nei annars, ég myndi sennilega bara fá mér Hilux.

Hvernig færðu það út að hann sé 100% læstur bæði að framan og aftan?

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: hlutföll í Nissan King Cab?

Postfrá Óskar - Einfari » 11.des 2012, 18:00

Ertu viss að bíllin heiti King Cab... er það ekki frekar stærðin á bílnum (farþegarýminu). Ef þetta er Ameríkubíll þá þykir mér annsi líklegt að það séu til hlutföll í þetta en ég get kanski ekki alveg svarað því hvaða hlutföll eru í þínum bíl nema að vita nákvæmlega tegundina.

Þessir eru með hlutföll og hef ég keypt frá þeim 1:4875 hlutföll fyrir H233B
4x4parts
Þessir eru líka með hlutföll fyrir Ameríska Nissan jeppa
Rugged Rocks Offroad

Nissan drifin hafa öll doldið spes nöfn. Þau gefa í raun til kynna þvermál kampsins í millimetrum... doldið óþjálla en það sem við erum vanir að nota Dana-eitthvað eða ford-eitthvað :) H233B þíðir þá að kampurinn er 233mm. Á einni síðunni rakst ég á þennan nafnalista: H233B, M226, M205, C200, H190, R180, and R200A (þetta er ekki tæmandi listi yfir hvað til frá Nissan heldur bara hvað þessi verslun var að þjónusta) Ef þú getur fundið út hvað drifin í þínum bíl heita þá gæti það auðveldað þér leytina.

Kv.
Óskar Andri
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: hlutföll í Nissan King Cab?

Postfrá Big Red » 12.des 2012, 08:31

@stefán
nei kanski ekki það mest spennandi bíllinn fyrir breytingar enn af hverju ekki að vera öðruvísi. Höfum mikið gaman að honum.
Enn svo er því ekki að neita að hann virðist bara vera merkilega skemmtilegur bíll með þessum mótor. Og verður bara gaman að vera öðruvísi og sjá hvernig hann kemur út. Þurfa ekki allir að vera eins;)

Enn með læsingarnar þá er búið að prufa það,reyndar ekki búið að opna drifinn, enn hann virðist vera pinnlæstur. Spurning hvort það sé á gert eftir á eða hvort þeir komi svona ameríkutýpurnar.

@Óskar-Einfari
Skráður í umferðastofu Nissan King Cab og jú það vísar í stærð bílsins í raun. Í ameríkuhreppi heitir hann Nissan Hardtop D16 eða D21 er ekki alveg viss hvort, enn yfirleitt er vísað í D21 á þeim síðum sem höfum verið að gramsa í.
Hér má lesa sér til um þá. Þó svo ég efist um að mikil áhugi sé fyrir því ;)
http://en.wikipedia.org/wiki/Nissan_Hardbody_Truck
Síðast breytt af Big Red þann 16.nóv 2013, 17:08, breytt 2 sinnum samtals.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: hlutföll í Nissan King Cab?

Postfrá Óskar - Einfari » 12.des 2012, 09:42

Ég skil... ég er svosem enginn nissan sérfræðingur :)

En mér sýnist að Nissan Hardbody sé með H233B afturhásingu sem er sama drif og er í patrol að aftan. Mér gengur ekki alveg að átta mig á því hvað er undir honum að framan en það fer líklegast eftir því hvernig vél er í honum. En það eru allavega einhverjir valmöguleikar hjá 4x4parts.... amk 4.875 hlutföll og 5.142

4.875 hlutföll fyrir Nissan Hardbody

5.142 hlutföll fyrir Nissan Hardbody

Svo fór ég að googla eitthvað meira og það gæti þessvegna verið að þú sért með ennþá lægri hlutföll en þetta. Það á samt að vera hægt að finna "axle code" á einhverjum miða eða spjaldi einhverstaðar í bílnum... þetta kom framm á einni síðu "The axle code is located on the door jamb sticker on Nissans". Þetta er allavega rosalega misjafnt hjá Nissan hvað þeir nota eftir gerðum af bílum... hvort það er single cap, double cap, king cap, hvaða vél er notuð, hvaða skipting o.sfrv....

Kv.
Óskar Andri
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: hlutföll í Nissan King Cab?

Postfrá Stebbi » 12.des 2012, 11:22

Er þetta ekki X-tra cab útgáfa af Nissan Pickup með áberandi King Cab merkingu við aftari rúðuna. Þetta er bara sami bíll og Nissan Double Cab nema styttra hús með sjálfstæða fjöðrun að framan.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: hlutföll í Nissan King Cab?

Postfrá Big Red » 12.des 2012, 11:25

Okay held það sé örugglega enn til uppí hillu splunkuný 4.88 (ef minnið er ekki að bregðast) hlutföll fyrir patrol. Spurning um að bera þau þá saman þegar byrjað verður á þessu.

Enn já Svopni eyðslan er merkilega lág. reyndar náttúrulega bara á 31" núna spurning hvernig það verður á 36" enn það er í langkeyrslu fór hann með 30lítra á 320km leið +/- 10km. tel það nú nokkuð gott á svona apparati
Síðast breytt af Big Red þann 21.feb 2013, 09:53, breytt 1 sinni samtals.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: hlutföll í Nissan King Cab?

Postfrá Big Red » 12.des 2012, 12:16

Já hann er skemmtilegur. Var búinn að standa síðan fyrrihluta árs 2009 rauk í gang út að keyra og búið að keyra hann í sirka 2 vikur núna. Búið að þurfa að laga pústið skipta um kveikju,hamar og þræði. Keyra hann í 2 vikur í viðbót fara svo í skoðun og sjá hvað kemur úr því. Reyndar er ljósatakkinn með gelgjustæla enn það er ekkert alvarlegt nema hann kostar nýr úr umboði 34þúsund takk fyrir. Skýringuna fyrir því gáfu þau að væri að hann væri svo gamallog búinn að liggja lengi hjá þeim uppí hillu! Já einmitt, þetta nær nánast verðgildi bílsins svo að segja o.O

Enn með cruise controlið hef ég aldrei skilið í beinskiptum bíl....
Síðast breytt af Big Red þann 16.nóv 2013, 17:09, breytt 1 sinni samtals.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 framhaldslíf??

Postfrá Big Red » 17.des 2012, 14:53

Jæja búið að gera upp neðri þrælinn og kúplingin farin að virka.

Enn nú er annað. hvernig er með innsog á svona bílum er það sjálfvirkt og ekkert hægt að stilla það? Eftir að skipt var um kveikjulok, hamar og þræði og kertin aðeins blásin. þá fór hann að ganga á 2100snúningum kaldur enn dettur niður í 900-1000þegar hann er búinn að hitna aðeins.

Hálf ómögulegt að hafa hann þannig.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Nissan King Cab 1991 framhaldslíf??

Postfrá Svenni30 » 17.des 2012, 15:05

Hvað viltu að hann gangi ? það á að vera stilli skrúfa sem hægt er að fikta í til að auka eða mínka hraðan.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: hlutföll í Nissan King Cab?

Postfrá villi58 » 17.des 2012, 15:45

Hjónakornin wrote:@stefán
nei kanski ekki það mest spennandi bíllinn fyrir breytingar enn af hverju ekki að vera öðruvísi. Við höfum gaman að honum og svo erum við með gamlan góðan 1gen X-cab Ranger sem verður svona "alvöru" seinna meir með tíð og tíma. Tala nú ekki um peningum ;) Nissan er meira svona "þangaðtilRangerertilbúinnþvíhannvaródýrogferþvíekkimikilupphæðíhann" hahaa
Enn svo er því ekki að neita að hann virðist bara vera merkilega skemmtilegur bíll með þessum mótor. Og verður bara gaman að vera öðruvísi og sjá hvernig hann kemur út. Þurfa ekki allir að vera eins;)

Enn með læsingarnar þá er búið að prufa það,reyndar ekki búið að opna drifinn, enn hann er pinnlæstur. Spurning hvort það sé á gert eftir á eða hvort þeir komi svona ameríkutýpurnar.

@Óskar-Einfari
Skráður í umferðastofu Nissan King Cab og jú það vísar í stærð bílsins í raun. Í ameríkuhreppi heitir hann Nissan Hardtop D16 eða D21 er ekki alveg viss hvort, enn yfirleitt er vísað í D21 á þeim síðum sem höfum verið að gramsa í.
Hér má lesa sér til um þá. Þó svo ég efist um að mikil áhugi sé fyrir því ;)
http://en.wikipedia.org/wiki/Nissan_Hardbody_Truck


Er hann ekki bara Esab læstur ?

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: hlutföll í Nissan King Cab?

Postfrá jongud » 17.des 2012, 15:52

Hjónakornin wrote:Já hann er skemmtilegur. Var búinn að standa síðan fyrrihluta árs 2009 rauk í gang út að keyra og búið að keyra hann í sirka 2 vikur núna. Búið að þurfa að laga pústið skipta um kveikju,hamar og þræði. Keyra hann í 2 vikur í viðbót fara svo í skoðun og sjá hvað kemur úr því. Reyndar er ljósatakkinn með gelgjustæla enn það er ekkert alvarlegt nema hann kostar nýr úr umboði 34þúsund takk fyrir. Skýringuna fyrir því gáfu þau að væri að hann væri svo gamall! haha já einmitt þetta nær nánast verðgildi bílsins svo að segja o.O

Enn með cruise controlið hef ég aldrei skilið í beinskiptum bíl....


Það er mjög þægilegt að vera með cruise-control í hvaða bíl sem er (svo lengi sem það virkar)
Fyrsta skipti sem ég ók með c-c á mínum beinskipta Ford Ranger fyrrverandi var á Vatnajökli í draumaharðfenni frá Snæfelli í Grímsvötn á 80+ km/t
á beinskiptum bíl virkar það yfirleitt bara á langkeyrslu á tiltölulega beinum þjóðvegum.


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 framhaldslíf??

Postfrá Big Red » 17.des 2012, 17:25

Svenni30 wrote:Hvað viltu að hann gangi ? það á að vera stilli skrúfa sem hægt er að fikta í til að auka eða mínka hraðan.

Já veit af þessari stilliskrúfu, Hann gengur fínan hægagang þegar orðin heitur. þá um 900-1000 snúninga og virðist það bara vera fínn hægagangshraði.
Enn kaldur er eins og hann hoppi bara í 2100snúninga. skiptir engu hvað gert er við þessa stilliskrúfu. Því er pæling hvort hægt væri að stilla hann einhvernveginn öðruvísi með það í huga að þá sé á honum sjálfvirkt innsog sem við erum ekki að átta okkur á, eða hvort kveikjan sé jafnvel vitlaus? henni hafi kanski verið flýtt til að láta hann ganga betur með ónýta kveikjulokinu og hamrinum. Bara pælingar sem fínt er að spyrja að áður enn farið er að gera stóraðgerðir.

svopni wrote:Já það er spurning hvað menn tækju fyrir að geyma rofa í 20 ár á lager. Það er fokdýrt að lyggja með svona hluti í jafnvel áratugi :)

hahahaaa já það er spurning virðast vera góðir vextir á því alla vega.

villi58 wrote:Er hann ekki bara Esab læstur ?

Meinaru þá allt mauksoðið. nei er reyndar ekki viss með það. enn kemuyr í ljós þegar drifin verða opnuð í vikunni


Enn já svo virðist sem alternatorinn sé að gefa upp öndina greyið :/
Síðast breytt af Big Red þann 21.feb 2013, 09:55, breytt 2 sinnum samtals.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


flækingur
Innlegg: 110
Skráður: 04.okt 2011, 18:46
Fullt nafn: þórólfur Almarsson

Re: Nissan King Cab 1991 framhaldslíf??

Postfrá flækingur » 17.des 2012, 17:47

er ekki TPI innspíting á honum ??? það ætti að vera á honum ef þetta er v6 3,0 ameríku bíll. ef svo er þá er hitanemi sem stjórnar innsoginu..


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 framhaldslíf??

Postfrá Big Red » 17.des 2012, 17:55

og er það alveg normal að hann fari í 2100snúninga og ekkert hægt að minnka það neitt? Eða þá er þessi hitanemi kanski í ruglinu og þarf að skipta honum út?
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


flækingur
Innlegg: 110
Skráður: 04.okt 2011, 18:46
Fullt nafn: þórólfur Almarsson

Re: Nissan King Cab 1991 framhaldslíf??

Postfrá flækingur » 17.des 2012, 18:06

þetta veltur allt á hvort það er búið að setja blöndung á hann. ef það er TPI er neminn sennilega að rugla soldið, jafnvel gæti verið búið að skrúfa upp þrýsting á henni sem er gert aftan á innspýtingunni með sexkannt.


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 framhaldslíf??

Postfrá Big Red » 17.des 2012, 18:30

Það er ekki búið að setja blöndung á hann. er með TPI. Enn ætla að prófa að fikta í þessari þrýstiskrúfu takk fyrir þetta
Síðast breytt af Big Red þann 21.feb 2013, 09:56, breytt 1 sinni samtals.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159

User avatar

SvavarM
Innlegg: 35
Skráður: 29.okt 2012, 23:34
Fullt nafn: Svavar Þór Magnússon
Bíltegund: Trooooooper

Re: hlutföll í Nissan King Cab?

Postfrá SvavarM » 17.des 2012, 20:23

Hjónakornin wrote:
Enn með cruise controlið hef ég aldrei skilið í beinskiptum bíl....


hvað er ekki að skilja við það ?


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 framhaldslíf??

Postfrá Big Red » 17.des 2012, 21:00

því á ssk þá skiptir hann sér niður til að halda ávallt jöfnum hraða til að mynda í brekkum. Enn á bsk þá þarftu að sjá um skiptingar sjálfur og þá finnst mér þægindin við cruisið horfið, enn svo eins og annar bennti á þá í góðu færi/vegi er þetta kanski mjög þægilegt ;)
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 framhaldslíf??

Postfrá Big Red » 30.des 2012, 03:24

Jæja alternatorinn er alveg búinn að yfirgefa samkvæmið. Enn er komin með partabíl og þökkum HaffaTopp kærlega fyrir og alla aðstoðina sem hann veitti strákunum við að sækja bílinn.

Enn spurningin er getum við notast við alternator úr svona 4 cylendra blöndungsbíl, enn við með 6 cylendra innspýttann?

Þessi er King Cab 1987 módel. Og ef einhverjum vantar parta þá endilega hafa samband, fengum hann svo að segja á slikk og svínerí ;) Væri fínt að ná upp kostnaðnum við að sækja hann og ekki var hann mikill. þannig allt á lítið sem ekkert, ef þá það ;)

(það er að segja það sem ekki verður notað í Litla Rauð)
Síðast breytt af Big Red þann 21.feb 2013, 09:57, breytt 1 sinni samtals.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 framhaldslíf??

Postfrá Big Red » 04.jan 2013, 23:43

fékk 4 10"breiðar felgur sem voru orðnar frekar oxideraðar held ég að það sé skrifað.
Langaði að láta sandblása þær og polyhúða enn það er of dýrt miðað við að þessi bíll og breytingar mega ekki kosta neitt nema hann kosti sig sjálfur ;) Og þar sem þær fengust í skiptum fyrir gamalt verðlaust túpusjónvarp var ákveðið að taka bara sénsinn og gera þetta sjálf. Ef það myndi mistakast eru engir tapaðir fjármunir.

Sandblés þær, zinkhúðaði, málaði og lakkaði með rispufrírri glæru.

Felga fyrir: Þessi var eiginlega best farin af þeim öllum. Byrjaði á þeirri verst förnu.
Image

Felga eftir: Þessi var verst farin af þeim öllum og þó þetta sé ekki fullkomið er þetta nokkuð gott.
Image
Síðast breytt af Big Red þann 16.nóv 2013, 17:14, breytt 2 sinnum samtals.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


kolatogari
Innlegg: 157
Skráður: 23.okt 2010, 20:27
Fullt nafn: Hjalti Búi Kristbjörnsson
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nissan King Cab 1991 framhaldslíf??

Postfrá kolatogari » 05.jan 2013, 03:11

þetta er nú bara nokkuð huggulegt. lítið hægt að kvart undan þessu.


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 framhaldslíf??

Postfrá Big Red » 09.jan 2013, 21:59

Jæja bíllinn stendur orðið á 33" og með aðra afturrúðu þar sem að rúðan með opnanlega faginu var "biluð". Hefur hjá fyrri eiganda einhvertíma brotnað önnur rúðan í opnanlega faginu og sett plexigler í staðinn. Sem féll ekki alveg saman við hitt opnanlega fagið og lak þar inn. Tók því rúðuna úr partabílnum sem er bara heil rúða og setti í svo var bunað á þetta með brunaslöngu og voila engin leki enn uppgötvaðist leki með frammrúðu :/ Þannig næst á dagskrá er að taka frammrúðuna úr partabílnum og setja í Nissan, því hún var nýleg og með nýjum listum. Losa gömlu rúðuna úr Nissan og hreinsa upp ryðið í fölsunum og setja nýju í.

Merkilegt nokk þá er topplúgan í tip top. Gúmmíkanturinn var losaður af til að sjá hvernig væri þarna undir og það bara sést ekki á þessu o.O eins og nýtt. sem verður að teljast merkilegt miðað við þetta gamlan bíl og að þetta sé bara topplúga yfir höfuð. Enn er að vinna í að setja myndir í fyrsta póst. kemur á eftir ;)
Síðast breytt af Big Red þann 16.nóv 2013, 17:16, breytt 2 sinnum samtals.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 myndir komnar

Postfrá Big Red » 09.jan 2013, 23:31

komnar myndir
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 myndir komnar

Postfrá Big Red » 10.jan 2013, 10:26

Nú á að fara með bílinn í skoðun hvar fást svona gúmmíkantar eins og margir eru með. Svona rétt aðeins til að breikka 32" kantanna?
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf Litla Rauðs

Postfrá Hr.Cummins » 11.jan 2013, 18:05

Þetta er bara nokkuð snyrtilegt project...

Myndi halda að ef að 1gírinn er mjög hár (stuttur) sé alveg óhætt að negla 36" undir og nota þá bara 5gír í þjóðvegakeyrslu..

Hvaða snúning eruð þið að sjá á 90kmh í 5gír núna ?
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf Litla Rauðs

Postfrá Big Red » 11.jan 2013, 20:51

Takk fyrir það

Hann hefur bara ekki verið keyrður yfir 80 og lítið pælt í því, enn er yfirleitt bara í 4gír á 2400 í 80 sirka heldur hann o.O

Enn annars þá er búið að beygja í pallgrindina ;)
Síðast breytt af Big Red þann 21.feb 2013, 10:03, breytt 1 sinni samtals.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf Litla Rauðs

Postfrá Hr.Cummins » 12.jan 2013, 05:45

Ef að þið eruð að sjá yfir 2000rpm í 5gír á 90kmh þá held ég að ykkur sé alveg óhætt að nota 36" undir hann á þessum hlutföllum..

Það er nú eitt sinn þannig að þessi V6 mótor hjá Nissan er ekki ætlaður í hrærivél líkt og V6 frá Toyota !

Poweband í V6 Toyota er vonlaust, þessi Nissan mótor togar þó og virkar aðeins betur :)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf Litla Rauðs

Postfrá Big Red » 12.jan 2013, 10:48

hmm okay takk fyrir þetta :D
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf Litla Rauðs

Postfrá Big Red » 18.jan 2013, 21:10

Þá er búið að fara með Nissan í skoðun og sett útá óþétt púst, demparagúmmí, bremsulagnir og breidd kanta á eftir að setja gúmmírenninga á þá.
Og benti vinsamlega á að það þyrfti að skipta um frammrúðu líka.

svo þar sem splunkuný frammrúða var í partabílnum var hún rifin úr og skellt í litla rauð og hreinsað upp ryðið sem byrjað var að myndast í fölsum. var það aðeins verra enn búist var við. Næst er að athuga ástand dempara í partabílnum og rífa úr honum nýju bremsulagnirnar og allt það og henda yfir í litla rauð. þá ætti hann eftir hjólastillingu að vera orðinn lekafrír og nokkuð góður.

Enn nýjasta vandamálið sem upp er komið, er að hann eyðir ÖLLU sem sett er á hann. Hann var ekki svona, byrjaði bara í gær og búið er að útiloka leka. enn einnig er eins og það vanti orðið allt power í hann. Þegar stigið er á bensíngjöf gerist ekkert hann bara mallar rólega upp í hraða. getur þetta verið eitthvað skynjaravesen. skítur í innspýtingu eða eitthvað þvíumlíkt því CO2 reyndist frekar hátt í honum einnig við skoðun? erum að spá hvort hann sé að dæla of miklu bensíni inná mótor. eitt kerti var tekið úr og miðað við þau eru ný þá er frekar mikil sót á þeim.
Síðast breytt af Big Red þann 16.nóv 2013, 17:17, breytt 1 sinni samtals.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf Litla Rauðs

Postfrá Big Red » 02.feb 2013, 12:44

búið er að laga pústið og var bara 2" alla leið. með aftasta kút undan patrol og hljómar hann frekar patrollegur orðið ;)

Settur nýr pústskynjari og virðist eyðslan vera komin í lag aftur
Síðast breytt af Big Red þann 11.feb 2013, 14:31, breytt 1 sinni samtals.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf Litla Rauðs

Postfrá Big Red » 07.feb 2013, 22:21

Jæja komnar nýjar bremsur allan hringinn allt nýtt að aftan, handbremsubarkinn einnig og nýir diskar og klossar að framan ásamt uppteknum dælum.

Ya eða svona nánast nýtt, var sett undir partabílinn (Sá ekki á dótinu eins og hann hafi verið keyrður þangað sem honum var lagt eftir bremsuviðgerðina) stóð síðan fyrrihluta 2009. Nema dælurnar að aftan eru splunkunýjar og dælurnar að framan Nýuppgerðar, aftur að virðist vera ;)

Svo stendur á samsláttarpúðunum og dempurunum að aftan í partabílnum (Rancho high performance suspension) og við frekari skoðun virðist þetta dót einnig vera nýtt og ónotað svo að segja..

Enn hvar fær maður gúmmíbreikkun á kantanna?
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf Litla Rauðs

Postfrá Big Red » 16.feb 2013, 11:33

Nú eru komnar stórhugapælingar í gang hjá karlpungnum o.O. Get fengið 2.8 Patrol með illa förnu body-i og grind, enn er 38" breyttur, með gormum og 4-link. Mótor og allt virðist vera í fínu lagi. Er mikið að spá og spekúlera að taka ALLT kramið úr þessum Patrol og setja yfir í Litla Rauð og gera hann 38" með patrol hásingum og mótor og öllu sem því fylgir.

Enn á móti eru komnar pælingar þá að taka Litla Rauð 100% í gegn svo hvort hann verði kreppuverkefni mikið lengur er spurning.

Enn hvað segja fræðimenn hér. er þetta möguleiki, meina mun þetta komast fyrir í Nissan
Síðast breytt af Big Red þann 16.nóv 2013, 17:18, breytt 3 sinnum samtals.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


kolatogari
Innlegg: 157
Skráður: 23.okt 2010, 20:27
Fullt nafn: Hjalti Búi Kristbjörnsson
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf Litla Rauðs

Postfrá kolatogari » 16.feb 2013, 16:22

Hjónakornin wrote:Nú eru komnar stórhuga pælingar í gang. Kallinn getur fengið 2.8 Patrol með illa förnu body-i og grind enn er 38" breyttur og mótor og allt virðist vera í fínu lagi. Hann er mikið að spá og spekúlera að takka ALLT kramið úr þessum Patrol og setja yfir í Litla rauð og gera hann 38" með patrol hásingum og mótor og öllu sem fylgir.

Enn hvað segja fræðimenn hér. er þetta möguleiki, meina mun þetta komast fyrir í litla rauð



Mér líst alveg frábærlega á þetta. þetta verður nú sjálfsagt svoldið föndur. en til þess er nú gamanið gert.

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf Litla Rauðs

Postfrá Hr.Cummins » 19.feb 2013, 15:33

Ætti ekki að vera mikið vesen, ég segi GO-FOR-IT...

Spurning um að setja pinnbolta til að klemma niður heddið og blása þetta aðeins betur...
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf Litla Rauðs

Postfrá Big Red » 19.feb 2013, 16:10

Já er eitthvað að melta þetta. reyna að reikna gróflega vinnu og þess háttar við þetta, er eitthvað að mæla og pæla. Enn það nýjasta er að Nissan er kominn með nýuppgerðan alternator. Svo hann hleður orðið eins og engin sé morgundagurinn ;)
Síðast breytt af Big Red þann 16.nóv 2013, 17:18, breytt 1 sinni samtals.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf Litla Rauðs

Postfrá Big Red » 04.apr 2013, 19:28

Jæja kominn með fulla skoðun athugarsemdarlaust
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


kolatogari
Innlegg: 157
Skráður: 23.okt 2010, 20:27
Fullt nafn: Hjalti Búi Kristbjörnsson
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf Litla Rauðs

Postfrá kolatogari » 05.apr 2013, 13:04

glæsilegt. Hvernig ganga patrol krams pælingar?


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf Litla Rauðs

Postfrá Big Red » 05.apr 2013, 16:59

aðstöðu og peningaleysi er að stoppa það í bili, enn patrolhaugurinn er kominn í hlað svo að segja, á gormafjöðrum og fíneríi. Body handónýt sem og grind.. Enn fínasti gangur rýkur í gang og keyrir fínt og flott. Þannig þetta er ekki spurning um hvort lengur heldur hvenar.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 16 gestir