Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

kolatogari
Innlegg: 157
Skráður: 23.okt 2010, 20:27
Fullt nafn: Hjalti Búi Kristbjörnsson
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf Litla Rauðs

Postfrá kolatogari » 09.apr 2013, 17:25

Hjónakornin wrote:aðstöðu og peningaleysi er að stoppa það í bili, enn patrolhaugurinn er kominn í hlað svo að segja, á gormafjöðrum og fíneríi. Body handónýt sem og grind.. Enn fínasti gangur rýkur í gang og keyrir fínt og flott. Þannig þetta er ekki spurning um hvort lengur heldur hvenar.


já ég kannast við þetta með aðstöðu og tímaleisið. En þetta kemur nú allt með komandi tíð vonandi.



User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf Litla Rauðs

Postfrá Hr.Cummins » 13.apr 2013, 21:09

Flott plan, líst vel á þetta..
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf

Postfrá Big Red » 18.apr 2013, 22:01

lítið update enn pallgrindin er nánast tilbúin. Skástífurnar komnar upp og fastar á bara eftir að taka hana af aftur og shine-a hana til og mála. svo eru komnir 4 ferkantaðir KC floodlights 100w kastarar í hús. verður forvitnilegt að vita hvernig það kemur út svo verða tveir PIAA spotlight 55w kastarar á stuðaranum að framan og svo verða tvö vinnuljós á sitthvorri skástífuni sem vísa aftur.

Öll loftnet verða einnig á grindinni. CB, útvarp, gps og svo einhvertíma kanski vhf hver veit
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf

Postfrá Big Red » 15.aug 2013, 23:04

Já aðeins búið að vinna í bílnum í sumar nema það kom í ljós að frambrettin voru ónýt svo verið er að leita að öðrum eða finna leið til að gefa þessum gömlu möguleika á að lifa smá tíma lengur. Pallurinn var tekin og ryðhreinsaður sem mest mátti, á eftir að taka hann í gegn að innan, þar sem ekki er búið að ákveða hvort verður sett í hann svona gúmmíkvoðuefni eða hvað sem þetta kallast frá Arctic truck. Eða hreinlega bara ryðhreinsað, vinnuvélalakkað og svo makað koppafeiti yfir allt saman, þarsem það er plastskúffa í pallinum sem færi yfir allt saman. Menn meiga endilega segja sína skoðun á því!

Enn allar rúður (já líka topplúgan) voru teknar úr og allt ryð hreinsað burt. Á eftir að ryðhreinsa milli palls og hús þar sem það verður gert þegar upphækkunarklossarnir verða settir í hann. Allir þéttilistar voru teknir burt og öll föls ryðhreinsuð og máluð. Þetta var allt málað með bláu vinnuvélalakki með gljástigi 90 frá Hörpu ;) Kemur alveg svakalega vel út. Allt auka á bílnum verður hvítt, pallgrind, speglar, húnar, kantar og svo framvegis. Það á eftir að taka hurðarnar í gegn sem og frambrettin og ristina fyrir neðan framrúðuna.

svo er búið að setja í hann AC dælu sem mun þjóna tilgangi loftdælu. Fengum eiginlega gefins gamlan 36" breyttann 1985 S-10 blazer sem er á 4link og gormum, með 9" að aftan og detroit locker, enn D-44 að framan með tregðulæsingu einhverskonar. Planið er að koma því öllu undir Nissaninn með tíð og tíma.

Verst er að það gleymdist alveg að taka myndir af ryðhreinsuninni og sparslvinnunni enn þökkum guði fyrir juðara það er á hreinu ;)
látum myndir fylgja af þessu:
Grindin máluð og fín
Image

Nýja húddið sem er óbeyglað og óryðgað. Líka öðruvísi look á því. Erum enn að melta það.
Image

Nýja húddið komið á erum ekki alveg búin að ákveða hvort við notum það eða málum gamla bara.
Image

Hérna var enn verið að vinna í að mála fölsin
Image

Og hér er eftir að búið vara að raða saman aftur og mála kantanna hvíta og setja grindina á pallinn.
Image

Enn hér er ástæða þess að allt er stopp. Okkur vantar ný frambretti. Hérna er búið að pússa þau upp, brjóta upp gamla sparslið og aðeins að slípa það til til að sjá hvort hægt væri að redda þessu svona. Enn það þarf að skera bæði bretti upp að bodylínunni til að losna við allt ryð úr þeim.
Image

Þetta kemur allt hægt og rólega. Enda má þetta ekki kosta neitt nema vinnu þar sem þetta er kreppuverkefni.
Fengum allt lakk, sparsl og þess háttar gefins nema gerðum ein mistök, keyptum tilboðsmálningarrúllu í BYKO sem voru stór mistök því hún tættist með í lakkið helvítið af henni. Svo það þarf að slípa yfir og fara eina umferð aftur. Nema að þessu sinni gert með dýrari rúllunni ;)

Já og þessar felgur verða notaðar fyrri 35" dekk því þær koma ágætlega út og 35" passar undir kantanna með þessum felgum og hægt að beygja fulla beygju í báðar átti og fjaðrar vel í sundur. Þetta eru 16" terrano felgur nema þær eru 10" breiðar.
Síðast breytt af Big Red þann 18.sep 2013, 13:01, breytt 1 sinni samtals.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf

Postfrá Hr.Cummins » 18.sep 2013, 03:47

töff stöff !
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf

Postfrá Big Red » 01.okt 2013, 17:46

Þökk sé ábendingu frá Haukurmcbaren fundum við stráheil frambretti á bílinn í Vöku og þökkum við honum kærlega fyrir. Frábært þegar fólk hjálpast svona að með ábendingar og annað.

En þessi bretti eru svo að segja ryðlaus og komumst við að ástæðunni þegar við vorum að skrúfa þau af. Einhvertíma hefur einhver snillingurinn tekið þessi bretti líklegast af og makað þykku lagi af koppafeiti innan í þau. Það eru 3 ryðbólur á þeim að utanverðu en það er allt og sumt fyrir utan náttúrulega gatið fyrir loftnetið. En þvi verður hvort eð er lokað alveg.
Image
Image
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf

Postfrá Big Red » 01.nóv 2013, 22:39

Jæja þar sem við erum með í húsi góð 36" dekk sem pæling er að versla af gamla bara sjálf. Þá er núna pæling í gangi að búið er að skera úr svo hálfslitin 35" passar undir. nagar aðeins í beygju og fullri fjöðrun. Vorum því að pæla að hækka aðeins á body. hversu háa hækkun mæla menn með og hvar er ódýrast að verða sér útum svoleiðis? Erum að gæla við að komast kanski í litlunefndarferðina núna næstu helgi þó hann verði nú kanski enn mislitur greyið. En eins og einn sagði þá er það ferðin ekki endastöðin sem er skemmtilegust og það er búið að vera gaman að grúska í þessu verkefni, þó bílaáhugamál hafi aldrei verið minn tebolli þá er þetta svona smá smitandi. Og alveg finnst mér merkilegt hversu oft er hægt að skipta um skoðun í þessu.

Hætt var við kram pælingar úr Blazer-num sem við fengum og var hann "gefinn" áfram og skilst hann verði sameinaður að mestu við gamlan 2 dyra rauðan Explorer fyrir norðan held ég hann hafi verið. En haldið verður í þá von að koma þessu Patrol gramsi einhvertíma í hann. Það yrði nú skemmtilegt og þá kanski farið í eitthvað stærra en 38". 42" yrði gaman og hugsa alveg yfirdrifið nóg en það eru seinnitíma pælingar. Núna langar okkur bara að gera hann ferðafæran fyrir veturinn svo hægt sé að hafa smá gaman í vetur á honum.
Síðast breytt af Big Red þann 16.nóv 2013, 17:22, breytt 1 sinni samtals.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf

Postfrá Big Red » 10.nóv 2013, 16:19

Smá hérna af hliðarverkefninu með þessu.
Partabíllinn var rifin og ákveðið að smíða kerru úr honum. sem hægt er að dröslast með hingað og þangað. undir kerrunni verða 2 original tankar 80l. svo hún mun einnig gegna því hlutverki að vera eldsneytisgeymsla í þeim ferðum sem hún verður tekin með í, auka 160litrar ekki amalegt það. en hér eru einhverjar myndir hún er ekki tilbúin ennþá en þetta kemur allt með kalda vatninu. Hér er bölvað því á hverjum degi að hafa ekki bílskúr til að dunda sér í. En hér er kerrusmíðin í nokkrum myndum ;)

(verðið að klikka á þær til að sjá þær full size :/ )
Nágrannarnir voru rosalega glaðir á tímabili með allt þetta drasl þarna fyrir framan hús :/
Image
Á þessari mynd sést sá hluti hússins sem skorin var af og verður bætt framan á beislið á kerrunni til að útbúa geymslukassa og þyngja hana aðeins að framan.
Image
hér sést hvernig skorið var í grindina og hún svo beygð saman. Þá voru "hornin" skorin burt af samskeytunum og allt látið fitta saman rosaflott.
Image
Image
eins og þið sjáið á grindinni að þá fengu bodypúðafestingarnar að halda sér því þær verða færðar aðeins framar. Ástæða þess er að partur hússins sem notaður verður áfram verður snúið við og fest við grind með gömlu festingunum og svo soðið við kerruna.
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Svo fengum við þetta fína pallhús sem var sett á kerruna svo hún er lokuð og fín.
Image

En það á enn eftir að fínesera hana og klára.
Svo í næsta update-i þá verður hann vonandi komin á 36" og vonandi búið að fara prufurúnt á honum.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf

Postfrá Big Red » 16.nóv 2013, 17:35

Jæja lítið update og smá spurning með.

36" er komin undir með górði hjálp frá heimasætunni
Image
Stendur orðið í öll hjól
Image
hér sést hvernig þetta fittar nokkurnvegin í hjólskálina
Bílstjórmegin:
Image
Farþegamegin:
Image
Það þarf ekki að skera mikið úr að aftan og í fljótu bragði virðast kantarnir sem við fengum af 1982 Hilux ganga upp alla vega að aftan.

En hér eru spuninganar, hvernig er best að leysa núningin við "gólfið" semsagt aftast í hjólskálinni. Er nóg að berja það inn eða þarf að skera úr og sjóða nýja bót?
Og á myndinni af hjólskálinni farþegamegin sést í gúmmípjötlu sem er orðin ónýt er í lagi að taka hana bara burt, hafa ekkert og fá kanski meiri loftkælingu eða borgar sig að hafa eitthvað til að hlífa vélinni frá drullu og viðbjóð?
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf

Postfrá Haukur litli » 16.nóv 2013, 18:46

Kaupið bara pakkningagúmmí og lokið á milli grindar og innribretta þegar öllum breytingum er lokið. Það er ekki mikil loftkæling þarna, frekar að hafa nógu vel opið að framan og pláss fyrir loftið út aftast í vélarsalnum, hvort sem er ristar á húddi eða nóg pláss með hvalbak, sem er ekki vandamál í bíl með orginal mótor..

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Nissan King Cab 1991 - Framhaldslíf

Postfrá StefánDal » 16.nóv 2013, 19:38

Ég myndi vilja hafa þetta lokað. Það gerir alla vinnu í kringum vélina snyrtilegri.

Hvað hvalbakin varðar þá myndi ég berja hann inn á þessum tiltekna bíl.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Majestic-12 [Bot] og 7 gestir