Síða 1 af 1
Reykur úr 80 cruiser
Posted: 03.des 2012, 08:12
frá SUDDI
er búinn að vera i veseni eftir að olíuverkið og spíssar voru teknir upp,málið er að hann reykir alveg skuggalega mikið í lausagangi og þetta mun vera blár reykur og alveg nóg af honum ekki verandi í kringum bílinn,gæti þetta verið stillingaratriði á olíuverkinu eða er motorinn kannski bara farinn að segja eitthvað til sín,væri gamann að fá að vita ef eitthverjir þekkja svona vandamál
Re: Reykur úr 80 cruiser
Posted: 03.des 2012, 08:20
frá Þorri
Ég myndi skjóta á túrbínuna fyrst reykurinn er blár. Blár reykur þýðir yfirleitt smurolíubruni og mér þykir líklegast að fóðringin í túrbínunni sé orðin slitin. Svo gæti þetta verið eitthvað allt annað.
Re: Reykur úr 80 cruiser
Posted: 03.des 2012, 12:01
frá helgis
Ef að bíllinn var í lagi áður en átt var við olíuverk og spíssa væri gott að skoða það betur. Var olíuverkið tekið úr? Var það sett á rétt tímamerki?
Kv. Helgi