Pústsmíði undir Y61 patrol

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá Refur » 30.nóv 2012, 16:34

Ég ók útúr húsnæði Frumherja á Akranesi með grænann miða áðan, stærsta ástæðan er sú að púströrið er orðið ansi lúið.
Hvert á maður að snúa sér til að fá smíðað púströr sem kostar ekki hvítuna úr augunum, 3" að sjálfsögðu.

Kv. Villi



User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá Járni » 30.nóv 2012, 21:26

Ég fékk mitt á sínum tíma hjá BJB en þú gætir líka athugað hjá BetraPústi, svona til að nefna einhverja.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá Refur » 30.nóv 2012, 21:41

Kannaði verð áðan, Einar og BJB eru á mjög svipuðu róli, betra púst er með örlítið lægra verð. En þetta er í kringum 100 þúsundin

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá Járni » 30.nóv 2012, 23:17

Mig minnir að þetta hafi kostað um 40þ þegar ég keypti þetta, gaman að þessu.
Land Rover Defender 130 38"


trooper
Innlegg: 114
Skráður: 29.mar 2010, 20:12
Fullt nafn: Hjalti Steinþórsson

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá trooper » 30.nóv 2012, 23:19

Refur wrote:Kannaði verð áðan, Einar og BJB eru á mjög svipuðu róli, betra púst er með örlítið lægra verð. En þetta er í kringum 100 þúsundin


100 þúsund? er þetta úr ryðfríu. Andsk. verð er þetta. Eins gott að þetta fari ekki að detta inn.
Santa Fe
35" Patrol - Seldur
35" Trooper - Seldur
35" CrewCab - Seldur

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá jeepson » 30.nóv 2012, 23:24

trooper wrote:
Refur wrote:Kannaði verð áðan, Einar og BJB eru á mjög svipuðu róli, betra púst er með örlítið lægra verð. En þetta er í kringum 100 þúsundin


100 þúsund? er þetta úr ryðfríu. Andsk. verð er þetta. Eins gott að þetta fari ekki að detta inn.


Þetta er kanski smíðað úr gulli. Ég var nú að skoða pústið undir mínum patrol í sumar. Og það er kanski sniðugast að kaupa bara rör og smíða þetta sjálfur þegar að þetta er orðið svona dýrt. Maður virðist vera á fínu tímakaupi við að smíða þetta. Veit einhver hvað 3" rör kostar?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá ellisnorra » 30.nóv 2012, 23:35

Ég hef verið að smíða svona púst undir bíla, 2.5 tommu tvisvar undir minn, fyrst 2007 og svo setti ég nýtt undir hann núna í vor þar sem þetta var orðið dálítið mikið öðruvísi alltsaman undir honum þannig að ég setti nýtt rör alla leið. Rörið kostar ca 12 þúsund, 2x3metrar (meira en nóg) og svo set ég svona krumphólk eða liðamótahólk eða hvað það nú heitir fram við vél. Ég smíða samsetningaflánsa sjálfur og er í kringum einn góðan dag að smíða þetta undir. Engar samanpressaðar beyjur þar sem 2.5 tommu rör fer niður í 2 tommur (eins og íslensk pústverkstæði gera) heldur sker ég rörið í sundur með 15° skurði þannig að úr verða allt að 30° beyjur, svo set ég nokkrar svoleiðis saman og sýð saman eftir hentugleika, hvaða krókaleið sem er. Ég smíðaði líka undir terrano hjá frænda mínum í sumar og hann er ekkert nema sáttur. Ég sleppi þessu kútadóti og það hefur aldrei verið vandamál í skoðun.
Ef menn hafa áhuga þá get ég smíðað kerfi sem er ekki á þessum ógeðslegu okurprísum með samanpressuðum rörum. Ég spyr líka, er flaskan eitthvað sverari en flöskuhálsinn þegar kemur að flæði?
http://www.jeppafelgur.is/


Kalli
Innlegg: 410
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

.

Postfrá Kalli » 30.nóv 2012, 23:58

.
Síðast breytt af Kalli þann 08.nóv 2014, 13:38, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Höfundur þráðar
Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá Refur » 01.des 2012, 00:33

Ég talaði við Betra Púst, 80-90 þúsund hjá þeim.

Er kannski réttast í stöðunni að fá Ofur púst?
Vesen að þetta skyldi ekki gerast fyrir hálfu ári þegar patrolinn stóð meira og minna í túnfætinum hjá þér Elli :)

Kv. Villi brúarsmiður

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá Stebbi » 01.des 2012, 01:37

Ástæðan fyrir verðinu er sú að þetta er hrikaleg vinna að beygja þetta allt saman fram og til baka til að fá pústið til að passa undir svona bíl. Þetta er ca. dagur á verkstæði ef það þarf að smíða allt frá grunni.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá Refur » 01.des 2012, 01:43

Já, mér skildist á þeim öllum að þetta væri talsverð vinna, en eitthvað minna vesen ef það væri 3" púst undir bílnum fyrir, en af þeim aðilum sem ég talaði við gátu bara 3 skotið á ca tölu, aðrir hengdu sig á original dót og þorðu ekki að skjóta á tölu út í bláinn, sem er í sjálfu sér virðingarvert.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá Stebbi » 01.des 2012, 01:53

Refur wrote:Já, mér skildist á þeim öllum að þetta væri talsverð vinna, en eitthvað minna vesen ef það væri 3" púst undir bílnum fyrir, en af þeim aðilum sem ég talaði við gátu bara 3 skotið á ca tölu, aðrir hengdu sig á original dót og þorðu ekki að skjóta á tölu út í bláinn, sem er í sjálfu sér virðingarvert.


Er þá nokkuð annað að gera en að fá lánaða beygjuvél og byrja að snikka pústið undir. Ef að efniskostnaðurinn er ekki nema 10þús kall þá ertu á fínu kaupi við þetta þó þú sért 8-12 tíma að klúðra þessu undir.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá AgnarBen » 01.des 2012, 08:27

Síðast þegar ég lét smíða púst undir Patrol (ekki þinn Villi :) þá var það hjá Einari og það púst er ennþá undir þeim nú 10 árum seinna, ágæt ending það ! Ég myndi samt aldrei versla við Einar í dag en það er önnur saga ....

Athugaðu líka Villi að ef pústið er lagt rétt þá er hægt að koma öðrum aukatanki undir Pattann.

kveðja
Agnar
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá jongunnar » 01.des 2012, 08:52

ER allt pústið orðið ónýtt??? eða þarftu bara að græja einhvern hluta af því?
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim

User avatar

Höfundur þráðar
Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá Refur » 01.des 2012, 10:44

jongunnar wrote:ER allt pústið orðið ónýtt??? eða þarftu bara að græja einhvern hluta af því?


Já, meira og minna held ég, beygjan við mótorinn er að verða botnlaus, kútur sem er aftarlega er að missa botninn, og aftasta upphengjan hefur sagt skilið við rörið.
AgnarBen wrote:Athugaðu líka Villi að ef pústið er lagt rétt þá er hægt að koma öðrum aukatanki undir Pattann.


Það er spurning með fleiri tanka, það rífur nú nóg í að fylla þessa 170-180 lítra sem fara á hann nú þegar :)
Komst að því að það var smíðað 3" kerfi hjá BJB árið 2002, það hefur varla verið skipt um það í millitíðinni...

Stebbi wrote:Er þá nokkuð annað að gera en að fá lánaða beygjuvél og byrja að snikka pústið undir. Ef að efniskostnaðurinn er ekki nema 10þús kall þá ertu á fínu kaupi við þetta þó þú sért 8-12 tíma að klúðra þessu undir.


Þetta er allt spurning, mig vantar aðallega tíma og aðstöðu, og suðukunnáttu, það væri samt fróðlegt að prófa!


hrappatappi
Innlegg: 123
Skráður: 11.feb 2010, 22:13
Fullt nafn: Hjalti Melsted

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá hrappatappi » 01.des 2012, 11:52

Image

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá ellisnorra » 01.des 2012, 14:03

Refur wrote:Ég talaði við Betra Púst, 80-90 þúsund hjá þeim.

Er kannski réttast í stöðunni að fá Ofur púst?
Vesen að þetta skyldi ekki gerast fyrir hálfu ári þegar patrolinn stóð meira og minna í túnfætinum hjá þér Elli :)

Kv. Villi brúarsmiður


Ég var í öðru þá :)
En þú veist af mér.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Bóndinn
Innlegg: 197
Skráður: 02.maí 2010, 10:28
Fullt nafn: Sigurgeir Runólfsson

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá Bóndinn » 01.des 2012, 14:11

Sæll
Ég er með púst undan y61 til sölu gert ráð fyrir lógír var á 4,2 vélinni.
En mjög heillegt og vel smíðað Þú getur fengið það fyrir 50 þúsund
Kv Geiri 8960204
Nissan Patrol 5.9 Cummins twin turbo 46"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá ellisnorra » 22.des 2012, 18:56

Ég smíðaði púst undir bílinn hjá Villa og það tók 16 tíma með öllu. Mun lengri tími heldur en ég gerði ráð fyrir og þykir mér það vonbrigði, ekkert droll var á ferðinni og haldið vel áfram, en ég slæ ekkert af því að vanda mig við þetta og það verður þá bara að hafa það þó það fari aðeins meiri tími í þetta, ekki vill ég að menn skilji við mig annað en sáttir í viðskiptum sem öðru. Þetta er frekar flókin leið að fara, mjög vont að komast að upp við mótor og knappt að fara yfir afturhásinguna. Í gær fóru 10 tímar í að rífa undan og forma rörið og koma því alla leið eins og ég vildi hafa það og 6 tímar í dag í að sjóða saman, græja upphengjur og allt sem fylgir.

Ef Villa er sama þá set ég inn einhverjar myndir síðar.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá Refur » 22.des 2012, 22:45

Nú bíð ég bara spenntur eftir að sjá útkomuna. Í góðu lagi mín vegna að setja inn myndir.

Kv. Villi

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá jeepcj7 » 22.des 2012, 23:40

Þá er það bara stóra spurningin sem brennur á flestum trúi ég,hvað kostar svona ofurpúst svo með öllu saman?
Heilagur Henry rúlar öllu.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá kjartanbj » 22.des 2012, 23:48

Hvernig er það samt með að græja bara sílsapúst , þarf eitthvað að vera fara alla leið aftur með öllum þessum beygjum í kringum afturhásinguna og það vesen , bara svona almenn pæling
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá ellisnorra » 23.des 2012, 00:06

Image

Image

Image

Image
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá ellisnorra » 23.des 2012, 00:33

jeepcj7 wrote:Þá er það bara stóra spurningin sem brennur á flestum trúi ég,hvað kostar svona ofurpúst svo með öllu saman?


Ég tek þetta bara á tímagjaldi + efni án álagningar, til að lágmarka kostnað og vera ódýrari. Þetta er svosem lítið ódýrara heldur en það sem Villi nefndi hér að ofan undir þennan bíl svona alla leið en hægt er að spara sér kostnað með að fara bara undir miðjan bíl. Rörið kostaði uþb 15 þúsund (6 metrar, það var rúmur meter í afgang) og svo tínist til, upphengjur, vírliðurinn, pakkningar, zink spray ofl.

kjartanbj wrote:Hvernig er það samt með að græja bara sílsapúst , þarf eitthvað að vera fara alla leið aftur með öllum þessum beygjum í kringum afturhásinguna og það vesen , bara svona almenn pæling


Það er auðvitað einfaldara eins og ég segi hér að ofan, en ég persónulega vill fara alla leið á mínum bíl en sitt sýnist hverjum.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

bennzor
Innlegg: 36
Skráður: 30.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Benedikt Bj. Kristjánsson
Bíltegund: '91 Explorer
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá bennzor » 23.des 2012, 00:37

er nú ekki hægt að segja annað en að það er alveg þvílík listasmíði þarna á ferðinni, en eru augun mín að blekkja eða er þetta úr ryðfríu? var þá ekki efniskostnaðurinn ágætlega hár?

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá ellisnorra » 23.des 2012, 00:52

bennzor wrote:er nú ekki hægt að segja annað en að það er alveg þvílík listasmíði þarna á ferðinni, en eru augun mín að blekkja eða er þetta úr ryðfríu? var þá ekki efniskostnaðurinn ágætlega hár?



Þakka þér fyrir.
Þetta er bara úr svörtu venjulegu pústefni úr N1.

Kosturinn við þetta að þarna eru engar þrengingar. Sama hvar farið er með skíðmálið (eða skífumál eins og sumir segja) þá er rörið alltaf fullar 3".
Þegar rörin eru beygð svona eins og gengur og gerist á íslandi þá þrengjast beyjurnar í öllum tilfellum og eru oft í kringum 2.5". Flaskan er aldrei víðari en hálsinn, er það?
Eini staðurinn sem er þröngt í þessu röri er fremst, þar sem original stúturinn kemur út úr túrbínunni tæpir 5cm, en þar eru hvirfiláhrifin og lofthraðinn það mikill að það hefur ekki eins mikil áhrif eins og það myndi gera aftar í kerfinu. Eða það er allavega ágætt að segja það þegar maður nennir ekki að svera upp túrínuna :) Auðvitað væri best að svera alveg inn að túrbínu og það gerði ég á 2l-t mótornum hjá mér, þó ég hafi ekki nennt að standa í því á nissan mótornum sem ég er með í hjá mér núna.
Sjá hér
Image
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá íbbi » 28.des 2012, 13:58

glæsilegt elli!
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá Hfsd037 » 28.des 2012, 14:19

Þegar ég lét smíða kerfið undir bílinn minn þá bað ég smiðinn sérstaklega um að hafa heilar beygjur..

Ég er með aukatank, 4 link og bað hann um að gera ráð fyrir Ló gírnum og það má ekki miklu muna að það rekist utan í eitthverstaðar en það kostaði um 90 þús og ég er virkilega sáttur með smíðina
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá ellisnorra » 29.des 2012, 21:05

Nú ætlar Villi að sækja bílinn á morgun og vonandi verður hann sáttur við smíðina hjá mér þegar hann sér þetta undir bílnum :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá HaffiTopp » 29.des 2012, 21:14

elliofur wrote:Nú ætlar Villi að sækja bílinn á morgun og vonandi verður hann sáttur við smíðina hjá mér þegar hann sér þetta undir bílnum :)


Já og kemur á mínum í staðinn, sem þú ætlar að smíða rörabút undir í staðinn fyrir óþarfann kvarfakútinn :D

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Pústsmíði undir Y61 patrol

Postfrá ellisnorra » 29.des 2012, 21:22

HaffiTopp wrote:
elliofur wrote:Nú ætlar Villi að sækja bílinn á morgun og vonandi verður hann sáttur við smíðina hjá mér þegar hann sér þetta undir bílnum :)


Já og kemur á mínum í staðinn, sem þú ætlar að smíða rörabút undir í staðinn fyrir óþarfann kvarfakútinn :D


Haha! :)
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 20 gestir