Síða 1 af 1
Pólíhúðun á pústkerfi
Posted: 29.nóv 2012, 21:50
frá BjarniThor
Góðan daginn
Var að smíða nýtt pústkerfi undir jeppann. Er að velta fyrir mér hvort hentugt geti verið að pólíhúða til að verja gegn ryði og hámarka endingu.
Til eru hitaþolin duftlökk, t.d getur pólýhúðun á Smiðjuvegi boðið upp á efni með uppgefið hitaþol 500 °C. Þeir hafa að egin sögn notað það á
pústgreinar með góðum árangri. Pólíhúðun er ekki dýr, þeir á Smiðjuveginum skutu á 15 þús fyrir heil pústkerfi. Þeir hafa samt ekki (ennþá) húðað
heilt pústkerfi. Hefur einhver prófað svona lagað?
Annar möguleiki væri að nota hitaþolið lakk sem til er t.d hjá N1 (bílanaust) á spreybrúsum. Ýminda mér samt að slíkt lakk myndi líklega ekki endast lengi,
en pólíhúðun ef til vill lengur. Hvað halda menn almennt um þetta?? Ábendingar vel þegnar.
Re: Pólíhúðun á pústkerfi
Posted: 29.nóv 2012, 22:27
frá höddi82
Ég er ekki viss um að þetta sé sniðug lausn, pólíhúðuninn er svo stökk að við steinkast springur hún .
Re: Pólíhúðun á pústkerfi
Posted: 30.nóv 2012, 00:45
frá Freyr
Fyrst þú ert í svona hugleiðingum, af hverju ekki að heit galvanisera? Þolir vel steinakast og annað en þó húðin gefi sig hér og þar ver samt zinkið stálið vegna spennuraðarinnar (zink fórnar sér fyrir stál).
Re: Pólíhúðun á pústkerfi
Posted: 30.nóv 2012, 03:07
frá ellisnorra
Alveg 100% miklu frekar að galvanisera. Ég zink spraya þau púst sem ég hef smíðað á þessu ári og þetta zink er alveg lygilega sterkt miðað við að vera bara spray. Allra best væri held ég að dýfa þessu í heitt.
Þeir segja 500 gráður í pólíhúðuninni, það er ca meðalhiti eftir túrbínu á 2lt hjá mér. Ég á eftir að setja egt mæla í nissan mótorinn hjá mér, þeir duttu bara inn með póstinum hjá mér í dag :)
Re: Pólíhúðun á pústkerfi
Posted: 30.nóv 2012, 10:15
frá Startarinn
Zink bráðnar við 419,5°C, svo það hentar ekki í þetta, allavega ekki á sjálfar greinarnar
Re: Pólíhúðun á pústkerfi
Posted: 30.nóv 2012, 15:37
frá ellisnorra
Startarinn wrote:Zink bráðnar við 419,5°C, svo það hentar ekki í þetta, allavega ekki á sjálfar greinarnar
Þá verð ég að játa að ég hélt að það væri mun hærra :)
Re: Pólíhúðun á pústkerfi
Posted: 30.nóv 2012, 18:09
frá firebird400
Re: Pólíhúðun á pústkerfi
Posted: 30.nóv 2012, 18:12
frá jeepson
En afhverju að zinkhúða eða pólýhúða? Ég myndi þá frekar smíða þetta úr ryðfríu þó svo að það sé margfalt dýrara og pústið auðvitað þyngra. En svo er smurning um hvort að það borgi sig ekki með tímanum að smíða þetta úr ryðfríu þó svo að það sé dýrara.
Re: Pólíhúðun á pústkerfi
Posted: 01.des 2012, 18:23
frá höddi82
Ég hef eina spurningu um þessi riðfríukerfi sem menn eru að smíða,,, Riðfrítt stál leiðir mjög illa hita ,hafa menn ekkert pælt í því???
Re: Pólíhúðun á pústkerfi
Posted: 01.des 2012, 20:32
frá hrappatappi
Svo hafa menn i útlandinu verið að ceramic húða púst og vélarhluti. Fyrir örugglega margfaldan pening og riðfrítt kostar. Held að það sé samt engin ofn nógu stór í þetta hérna heima.
http://Www.jet-hot.com
Re: Pólíhúðun á pústkerfi
Posted: 01.des 2012, 20:34
frá villi58
höddi82 wrote:Ég hef eina spurningu um þessi riðfríukerfi sem menn eru að smíða,,, Riðfrítt stál leiðir mjög illa hita ,hafa menn ekkert pælt í því???
Hvað hefurðu fyrir þér í því að það leiði illa hita.
Re: Pólíhúðun á pústkerfi
Posted: 01.des 2012, 21:01
frá Kiddi
Það er nú reyndar rétt að ryðfrítt stál leiðir illa hita (bara efnisfræði sem liggur þar að baki, er ekki með tölurnar í kollinum) en spurningin er bara hvort það komi að sök í pústkerfi?
Re: Pólíhúðun á pústkerfi
Posted: 01.des 2012, 21:21
frá Stjáni
Skemmtileg pæling hér strákar :) en tilhvers að vera eiga við greinarnar sjálfar? er það ekki bara í góðu lagi að þær séu ryðbrúnar á litinn ég veit ekki um eitt dæmi til þess að þær hafi verið að ryðga í sundur en auðvita gegnir öðru hvað flækjur varðar.... en varðandi sjálft pústkerfið þá fer það nú yfirleitt fyrst í kringum suður þó svo rörið sem slíkt geti enn verið í nokkuð góðu lagi en polyhúðun á púst hef ég enga trú á þar sem ég hef séð polyhúðaðar felgur eftir steinkast og þá koma td. mjög ljót og djúp sár sem erfitt getur verið að laga og púst er undir miklu meira steinkastálagi heldur en felgur, þekki ekki keramik húðun mjög vel en veit að maður getur verslað keramikhúðaðar flækjur og væri til í að heira af einhverri reynslu varðandi það :)
kv. Stjáni
Re: Pólíhúðun á pústkerfi
Posted: 29.jan 2013, 11:18
frá Anthon Berg
Kiddi wrote:Það er nú reyndar rétt að ryðfrítt stál leiðir illa hita (bara efnisfræði sem liggur þar að baki, er ekki með tölurnar í kollinum) en spurningin er bara hvort það komi að sök í pústkerfi?
Sumir segja að það sé betra að hafa gasið sem heitast í pústinu. Keramikhúðun einangrar og heldur gasinu heitu. (Það er tilgangurinn með "header wrap" líka.) Pælingin er að halda hitanum inni í pústinu og senda hann út svo hann hiti ekki upp vélarrýmið. Því hefur verið fleygt að það hægist á gasinu þegar það kólnar og þess vegna skili einangrað púst meira afli. Slæ því ekki föstu ...
(Fyrsti póstur - sælinú)
Re: Pólíhúðun á pústkerfi
Posted: 29.jan 2013, 13:34
frá jongud
Af hverju að setja hlutina í ofn?
Þetta er jú rör og ég myndi halda að það væri sniðugast að tengja bara stillanlega hitabyssu við annan endann
Re: Pólíhúðun á pústkerfi
Posted: 30.jan 2013, 23:43
frá íbbi
hef keypt nokkur keramikhúðuð sett af flækjum að utan, hefur komið nokkuð vel út bara en alltaf ryðgað á endanum