Síða 1 af 1
Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 29.nóv 2012, 21:24
frá ellisnorra
Mér datt í hug að henda inn upplýsingabanka um toyota hásingar. Mest veit ég persónulega um hilux og lc70 og ætla ég að deila þeirri vitneskju minni hér.
Maður hefur tekið eftir því að það sem margir stimpla sem 8" drif gangi á milli í allt þá er það nú ekki alveg svo einfalt.
Ég hef reyndar ekki verið mikið í að hræra í drifum og innstillingum sjálfur en fyrir ca 2 árum þá hrundi pinjónslega hjá pabba í 84 hilux og kamburinn steiktist. Ég átti handa honum drif úr nýrri bíl (í kringum 90 árgerð) en þar sem hann er með loftlæsingu þá vildi hann að sjálfsögðu nota hana og ætlaði bara að fá kamb og pinjón hjá mér. Það fór þannig að það gekk engan veginn saman í gamla húsið og fór þannig að hann notaði nýrra húsið með þessum hlutföllum og gamla loftlásinn sinn.
Þetta er því greinilega ekki allt eins. Einnig er ég með inn á gólfi hjá mér drif úr 89 dc hilux (hásingabíll) og líka drif úr lc70 og kamburinn á hiluxnum er miklu þykkari en lc70 kamburinn.
Eitthvað er líka sterkara í v6 bílunum, voru það ekki bara legurnar eða var það eitthvað fleira? (spekulering)
Breiddir eru líka nauðsynlegar, hásingabílarnir eru að ég held allir uþb 144cm á milli felgubotna og klafabíllinn 149cm. Hægt er að breikka framhásinguna með því að nota nöfin úr klafabílnum og smella þeim beint á því allt annað fyrir utan bremsur er eins, þe legur og öxlar. Nafstúturinn er eins þar sem nafið sest á en er allt öðruvísi festingar fyrir nafstútinn á klöfum eða hásingu og gengur því ekki á milli. Færa þarf bremsudiskinn og helst nota bremsudisk úr lc60 í þetta combo svo sem best verði. Betri upplýsingar og mydnir um þetta fann ég einusinni í myndasafni Sigurþórs Þórissonar á f4x4 og leyfi ég mér að setja link á það hér.
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfu ... mId=247704Þetta er hluti af minni persónulegu reynslu af þessu dóti og er eftir besta minni og vona ég að þetta sé allt rétt hjá mér.
Höldum umræðunni mestmegnis við þetta efni og gerum greinarmun á því sem við höldum og því sem við vitum. Spekuleringar, ágiskanir og upplýsingar frá þriðja aðila endilega velkomnar líka, en tökum það bara fram að það séu ekki staðfestar upplýsingar nema við vitum betur :)
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 29.nóv 2012, 22:26
frá smaris
Einnig er hægt að breikka Hilux hásingar um 5cm til viðbótar með því að nota styttri öxulinn úr LC60 og lengja rörið þeim megin um 5cm.
Kv. Smári
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 30.nóv 2012, 10:24
frá Startarinn
Ég breytti bremsunum á LC70 hásingunni hjá mér þannig að ég setti LC60 diska og bremsudælur úr IFS Hilux við LC70 nöfin, þetta er því sem næst plug and play, eina breytingin er að klippa pínu úr hlífinni bakvið diskinn og beygja bremsulagnir lítillega. Bæði eru bremsunranr orðnar MIKLU betri en LC70 bremsurnar og töluvert betri en IFS bremsurnar þar sem LC60 diskurinn er 12 mm stærri í þvermál en IFS diskurinn en dælan hittir þannig á hann að hún er eins utarlega og hún getur verið án þess að klossin lendi utan við disk
Sjá hér:
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.1590432134136.79853.1635848940&type=1&l=691cbd6ee6
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 30.nóv 2012, 17:18
frá gislisveri
Þetta er mjög áhugavert. Ertu með V6 hásingu að aftan?
Kv.
Gísli.
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 30.nóv 2012, 18:00
frá BragiGG
það eru til tvær þykktir af kömbum, þú getur notað spacer á þunna drifið til að koma því í hitt húsið en þú kemur aldrei þykku drifi í "þunna húsið" nema með einhverji rennismíði og veseni..
gömlu bílarnir (fyrir 89) voru með rosanlega mikið kónískar pinions legur... hliðarlegurnar eru hinsvegar alveg eins fram að nýjasta hilux boddyinu, þá stækka þær, getur samt sett læsingu úr þannig drifi í gömlu keisingarnar með sérstökum legum frá timken og fleirum, síðan er líka annar rillufjöldi á pinioninum á nýjasta hiluxboddyinu, þannig þegar þú ferð í lægra hlutfall þá þarftu líka annan flángs og pinion pakkdós....
vona að þetta hjálpi einhvað...
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 25.mar 2013, 17:42
frá ellisnorra
Startarinn wrote:Ég breytti bremsunum á LC70 hásingunni hjá mér þannig að ég setti LC60 diska og bremsudælur úr IFS Hilux við LC70 nöfin, þetta er því sem næst plug and play, eina breytingin er að klippa pínu úr hlífinni bakvið diskinn og beygja bremsulagnir lítillega. Bæði eru bremsunranr orðnar MIKLU betri en LC70 bremsurnar og töluvert betri en IFS bremsurnar þar sem LC60 diskurinn er 12 mm stærri í þvermál en IFS diskurinn en dælan hittir þannig á hann að hún er eins utarlega og hún getur verið án þess að klossin lendi utan við disk
Sjá hér:
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.1590432134136.79853.1635848940&type=1&l=691cbd6ee6
Ég hringdi áðan í toyota og var að spá og spekulera í að fá mér 60 krúser diska til að uppfæra bremsurnar hjá mér vegna þess að ég er ennþá með handónýtu lc70 bremsurnar. Þá var mér sagt að það væru sömu diskar í lc60 og hilux með hásingu 89-97 og þá varð ég voða glaður því ég á fína svoleiðis diska upp í hillu :) Ég á líka ifs diska uppí hillu þannig að nú er bara að fara að bera þetta saman og henda þessu undir.
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 25.mar 2013, 18:19
frá Startarinn
IFS diskarnir passa ekki án millileggs, en IFS dælurnar eru MUN öflugri en LC 70 dælurnar, svo endilega föndraðu þær á, það er alveg hlægilega auðvelt
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 25.mar 2013, 18:24
frá ellisnorra
Já ég á ifs dælur, meira að segja uppgerðar og ónotaðar eftir upptekt.
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 25.mar 2013, 19:13
frá sukkaturbo
Sælir takk fyrir þetta Elli þetta sparar manni ýmislegt. kveðja guðni
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 25.mar 2013, 19:16
frá Rúnarinn
Hvernig með hásingar undir 60 og 80 krúser viti þið breiddirnar á þeim?
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 27.mar 2013, 10:15
frá Svenni30
Nú er ég að vesenast með 8" framdrif, er með 4:88 og keypti af ellaofur annað hlutfall. sem koma úr standart rotation köggli.
Ég er með hásingu undan dísel hilux 90 árg.
Það sem ég fékk frá ella er undan 89 hilux dísel
Þetta er ekki að passa saman hjá mér, snýr öfugt. Hvað er málið
Læt fylgja með myndir
Það sem ég fékk núna er hægra meginn



Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 27.mar 2013, 10:21
frá hobo
Þetta virðist vera reverse hlutföll sem þú varst með undir hjá þér.
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 27.mar 2013, 10:32
frá Svenni30
Já það er málið held ég. Hvar fæ ég hlutföll í þetta hjá mér sem kostar ekki handlegg og nýra
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 27.mar 2013, 11:09
frá hobo
BragiGG wrote:það eru til tvær þykktir af kömbum, þú getur notað spacer á þunna drifið til að koma því í hitt húsið en þú kemur aldrei þykku drifi í "þunna húsið" nema með einhverji rennismíði og veseni..
vona að þetta hjálpi einhvað...
Þessi þunni kambur er bara til í 4.88:1 og frá orginal framleiðanda í Toyota, og passar bara í eina gerð af keisingu. Þetta kom í ákveðnum v6 4runnerum með sjálfskiptingu, í ákveðnum árgerðum. Pinioninn er einfaldlega nær kambnum.
Keisingin þekkist af tveimur styrkingum á hvorri hlið, í stað þriggja eða fjögurra eins og tíðkast á öðrum 4 og 6cyl toyotum.
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 27.mar 2013, 11:19
frá villi58
elliofur wrote:Mér datt í hug að henda inn upplýsingabanka um toyota hásingar. Mest veit ég persónulega um hilux og lc70 og ætla ég að deila þeirri vitneskju minni hér.
Maður hefur tekið eftir því að það sem margir stimpla sem 8" drif gangi á milli í allt þá er það nú ekki alveg svo einfalt.
Ég hef reyndar ekki verið mikið í að hræra í drifum og innstillingum sjálfur en fyrir ca 2 árum þá hrundi pinjónslega hjá pabba í 84 hilux og kamburinn steiktist. Ég átti handa honum drif úr nýrri bíl (í kringum 90 árgerð) en þar sem hann er með loftlæsingu þá vildi hann að sjálfsögðu nota hana og ætlaði bara að fá kamb og pinjón hjá mér. Það fór þannig að það gekk engan veginn saman í gamla húsið og fór þannig að hann notaði nýrra húsið með þessum hlutföllum og gamla loftlásinn sinn.
Þetta er því greinilega ekki allt eins. Einnig er ég með inn á gólfi hjá mér drif úr 89 dc hilux (hásingabíll) og líka drif úr lc70 og kamburinn á hiluxnum er miklu þykkari en lc70 kamburinn.
Eitthvað er líka sterkara í v6 bílunum, voru það ekki bara legurnar eða var það eitthvað fleira? (spekulering)
Breiddir eru líka nauðsynlegar, hásingabílarnir eru að ég held allir uþb 144cm á milli felgubotna og klafabíllinn 149cm. Hægt er að breikka framhásinguna með því að nota nöfin úr klafabílnum og smella þeim beint á því allt annað fyrir utan bremsur er eins, þe legur og öxlar. Nafstúturinn er eins þar sem nafið sest á en er allt öðruvísi festingar fyrir nafstútinn á klöfum eða hásingu og gengur því ekki á milli. Færa þarf bremsudiskinn og helst nota bremsudisk úr lc60 í þetta combo svo sem best verði. Betri upplýsingar og mydnir um þetta fann ég einusinni í myndasafni Sigurþórs Þórissonar á f4x4 og leyfi ég mér að setja link á það hér.
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfu ... mId=247704Þetta er hluti af minni persónulegu reynslu af þessu dóti og er eftir besta minni og vona ég að þetta sé allt rétt hjá mér.
Höldum umræðunni mestmegnis við þetta efni og gerum greinarmun á því sem við höldum og því sem við vitum. Spekuleringar, ágiskanir og upplýsingar frá þriðja aðila endilega velkomnar líka, en tökum það bara fram að það séu ekki staðfestar upplýsingar nema við vitum betur :)
Eitt sem ég komst að þegar ég ætlaði að setja köggul með rafmagnslás í rörið á afturhásingunni (Hilux disel "90.árg. þá er opið á rörinu ekki eins, tekið úr gatinu þeim megin sem lásinn er og gatadeiling ekki sú sama, þannig að ég notaði rör sem köggullinn var í.
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 27.mar 2013, 11:45
frá sukkaturbo
Ég hef sett rafköggla í 89 og 90 hásingar og tekið úr fyrir kögglinum með gradda og borað og snittað gat fyrir boltann kveðja guðni
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 27.mar 2013, 11:48
frá villi58
sukkaturbo wrote:Ég hef sett rafköggla í 89 og 90 hásingar og tekið úr fyrir kögglinum með gradda og borað og snittað gat fyrir boltann kveðja guðni
Já Guðni það er hægt en ef menn hafa passandi rör þá er svo fljótlegt að skipta um það líka.
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 27.mar 2013, 11:59
frá Benedikt Egilsson
Sæll Svenni
drifið sem er í Hiluxnum þínum er original framdrif úr double cab með ARB loftlás nýrri gerð (6bolta)
hlutfallið er 4.88:1
getur ekki verið að þetta drif sem þú fékkst sé reverse
þetta þekkist mjög vel í sundur á því hvar pinioninn kemur inná kambinn (ofan eða neðan)
þetta var svona þegar bíllin fór frá okkur bræðrum og hefur örugglega ekki breyst.
læt þig vita ef ég finn hlutfall gæti verið að ég eigi 1stk nýtt.
kveðja Benni
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 27.mar 2013, 12:08
frá villi58
Benedikt Egilsson wrote:Sæll Svenni
drifið sem er í Hiluxnum þínum er original framdrif úr double cab með ARB loftlás nýrri gerð (6bolta)
hlutfallið er 4.88:1
getur ekki verið að þetta drif sem þú fékkst sé reverse
þetta þekkist mjög vel í sundur á því hvar pinioninn kemur inná kambinn (ofan eða neðan)
þetta var svona þegar bíllin fór frá okkur bræðrum og hefur örugglega ekki breyst.
læt þig vita ef ég finn hlutfall gæti verið að ég eigi 1stk nýtt.
kveðja Benni
Úr hvaða árgerð af Hilux double cab er reverse köggull og hlutföll, veit ekki til að þessir bílar hafi komið þannig en ég veit ekki allt, harði diskurinn er ekki óskeikull.
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 27.mar 2013, 12:21
frá Benedikt Egilsson
ég held nú að reverse hafi aldrei komið í Hilux, kom bara í LC70 og LC80
og veit ekki til að það sé til lægra hlutfall en 4.88 í reverse.
Svenni
ég átti við hlutfallið sem þú fékkst notað -- getur ekki verið að það sé reverse.
kv. Benni
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 27.mar 2013, 13:19
frá Polarbear
það er til 5.29:1 fyrir reverse. en ekki 5.71:1.
sjá m.a. hér:
http://www.justdifferentials.com/index. ... e61cbe4093
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 27.mar 2013, 14:01
frá Svenni30
Sæll Benni.
Svo virðist vera að flugmaðurinn sem átti bílinn í millitíðinni hafi eitthvað breytt þessu og tekið úr honum 6 bolta lásinn og sett í hann reverse drif úr LC70 já eða 80 og annan lás.
Edit, náði af manninum sem átti hann, það var búið að setja í hann reverse drif úr LC70 til að mínka hallan á skaftinu sagði hann.
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 27.mar 2013, 15:29
frá Benedikt Egilsson
sæll Svenni
ok þá er ekki nema von að þetta passi ekki enn þá verður bara að finna svoleiðis hlutfall
ég er nú ekki enn búin að fara og skoða það sem ég á.
læt þig vita kv. Benni
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 27.mar 2013, 15:48
frá Polarbear
þú getur tekið þennan köggul úr og sett hvaða 8" venjulegan köggul í í staðin, ef þú finnur svoleiðis með 4.88:1 hlutfalli til að redda þér í bili.
4.88:1 kom t.d. orginal í gamla 70 krúser dísel og ætti að vera til í haugum hérna :)
eina sem breytist er hallinn á drifskaftinu hjá þér.
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 27.mar 2013, 17:43
frá hobo
Hvernig er með olíumál þegar maður tekur út gamla köggulinn og setur svona high pinion dót í? Kemst olían almennilega að pinionlegunum?
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 27.mar 2013, 17:58
frá Polarbear
hobo wrote:Hvernig er með olíumál þegar maður tekur út gamla köggulinn og setur svona high pinion dót í? Kemst olían almennilega að pinionlegunum?
jamm. hann notar kambinn til að moka olíu í átt að pinion. það er nú örugglega enginn voðalegur sullugangur þarna inni í margra tíma hjakki á engum hraða í ískulda, en nóg held ég til að legur og slíkt lifi af... allavega átti ég bíl með svona high pinion og hann þoldi allar ferðir sem ég fór í eins vel og afturdrifið virtist vera.
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 27.mar 2013, 18:31
frá Forsetinn
Þið talið um handónýtar bremsur í 70cruiser...
Bíllinn hjá mér var með "handónýtar bremsur" og eftir smá pælingar þá kom á daginn að bremsudiskarnir voru komnir í undirmál..
Voru lala með nýjum borðum en þegar þeir slitnuðu var bíllinn nánast bremsulaus þegar á reyndi.
Nýjir diskar í og þá nær hann að læsa 38" hjólum á þurru...
kv. Halldór
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 27.mar 2013, 22:25
frá Svenni30
Polarbear wrote:þú getur tekið þennan köggul úr og sett hvaða 8" venjulegan köggul í í staðin, ef þú finnur svoleiðis með 4.88:1 hlutfalli til að redda þér í bili.
4.88:1 kom t.d. orginal í gamla 70 krúser dísel og ætti að vera til í haugum hérna :)
eina sem breytist er hallinn á drifskaftinu hjá þér.
Takk, ætla að redda mér venjulegum köggli í þetta.
Skiptir það einhverju máli þó að hallinn breytist ?
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 28.mar 2013, 09:19
frá Startarinn
Svenni30 wrote:Polarbear wrote:þú getur tekið þennan köggul úr og sett hvaða 8" venjulegan köggul í í staðin, ef þú finnur svoleiðis með 4.88:1 hlutfalli til að redda þér í bili.
4.88:1 kom t.d. orginal í gamla 70 krúser dísel og ætti að vera til í haugum hérna :)
eina sem breytist er hallinn á drifskaftinu hjá þér.
Takk, ætla að redda mér venjulegum köggli í þetta.
Skiptir það einhverju máli þó að hallinn breytist ?
Ef Benni og Unnar smíðuðu þetta svona með venjulegum köggli og engu öðru var breytt þarftu ekki að hafa áhyggjur af skaftinu, þeir hafa ekki hikað hingað til við að breyta því sem betur má fara í bílunum þeirra, allavega hefur mér sýnst öll vinnubrögð vera til fyrirmyndar hjá þeim
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 28.mar 2013, 10:33
frá Svenni30
Já satt segir þú. Þetta eru snillingar það er bara þannig.
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 31.mar 2013, 22:51
frá Raggi Magg
Er það rétt að lc 70 komi bara með 4:88 reverse?
ef svo er þá á ég svona til
Hef þá talið vitlaust hélt að þetta væri 4:56
kv
Raggi
Re: Upplýsingar um hásingar - toyota
Posted: 01.apr 2013, 00:32
frá Svenni30
Original í 70 krúser eru 4.56 í bensínbílnum og 4.88 í díselbílnum
4:88 er 39 tennur kampur og 8 pinjón 39 deilt með 8 = 4,875 ef þú er í efa