Síða 1 af 1

að færa 2.9d vél yfir í 3.2 bensín Musso

Posted: 23.nóv 2012, 20:42
frá rammur
ég er að forvitnast,er þetta mikið mál að setja 2.8 musso díselvél yfir í 3.2l bénsín bílinn,fæ vélatölvuna með og svo hvort skiptingin og millikassinn sem er við 3.2l vélinni passi saman við 2.8l dísel vélina,ég veit að það þarf að breyta svolitlu en aðalspurningin er hvort kassinn og millikassinn gangi á milli.

kv.Tony

Re: að færa 2.8d vél yfir í 3.2 bensín Musso

Posted: 23.nóv 2012, 20:59
frá Gormur
Ertu ekki að meina 2.9l 5 cyl. Bens vélina?

Re: að færa 2.8d vél yfir í 3.2 bensín Musso

Posted: 24.nóv 2012, 01:09
frá rammur
nei stærri díselvélina

Re: að færa 2.8d vél yfir í 3.2 bensín Musso

Posted: 24.nóv 2012, 01:15
frá StefánDal
Ég held þú þurfir að afla þér aðeins meiri upplýsingna áður en lengra er haldið :)

Re: að færa 2.8d vél yfir í 3.2 bensín Musso

Posted: 27.nóv 2012, 11:31
frá kjartanbj
Eina díselvélin sem kom í Musso er 2.9 5cyl , með eða án turbo
svo komu þeir 2.3 bensín með sama mótor og úr 230E benz
og 3.2 Bensín svo

Re: að færa 2.8d vél yfir í 3.2 bensín Musso

Posted: 27.nóv 2012, 11:45
frá Grímur Gísla
Mússóinn kom með 2,3 diesel og 2,9 diesel bæði með og án túrbínu.

Re: að færa 2.8d vél yfir í 3.2 bensín Musso

Posted: 27.nóv 2012, 11:56
frá HaffiTopp
Og 2,7 í Rexton.

Re: að færa 2.8d vél yfir í 3.2 bensín Musso

Posted: 27.nóv 2012, 12:02
frá kjartanbj
er nokkuð viss um að þessi 2.3 dísel vél hafi ekki komið í bílum hér.. að minnsta kosti aldrei séð þannig hér á landi

Re: að færa 2.8d vél yfir í 3.2 bensín Musso

Posted: 27.nóv 2012, 12:22
frá Kiddi
Jú þeir eru til og fleiri en einn og fleiri en tveir

Re: að færa 2.8d vél yfir í 3.2 bensín Musso

Posted: 27.nóv 2012, 12:46
frá StefánDal
kjartanbj wrote:er nokkuð viss um að þessi 2.3 dísel vél hafi ekki komið í bílum hér.. að minnsta kosti aldrei séð þannig hér á landi


Alveg slatti til af þessum 2.3 dísel bílum. Þeir eru gjörsamlega kraftlausir. Og þá meina ég alveg kraftlausir.

Re: að færa 2.8d vél yfir í 3.2 bensín Musso

Posted: 27.nóv 2012, 17:21
frá kjartanbj
ég hef átt 2 svona bíla, ég hef Aldrei séð 2.3 dísel bíl hér á landinu, séð helling af 2.3 bensín, og 2.9 dísel, en aldrei 2.3 dísel, guð minn góður hvað það hlýtur að vera máttlaust

Re: að færa 2.8d vél yfir í 3.2 bensín Musso

Posted: 27.nóv 2012, 19:38
frá olihelga
Jú þeir komu 2,3 dísel og þeir eru hættulega kraftlitlir ættu eiginlega að vera bannaðir

Kveðja Óli

Re: að færa 2.8d vél yfir í 3.2 bensín Musso

Posted: 27.nóv 2012, 19:47
frá Grímur Gísla
2,3 var70 hö túrbínulaus átti og á slíkann bíl, ók 70,000,km fyrstu 14 mánuðina og náði meiri segja hraðasekt á þjóðvegi 1. Það er komin 2,9 túrbó í bílinn, nennti ekki að hlaupa með upp brekkur hehehehe. Bílaleiga Akureyrar flutti inn um 70 ónotaða 4 ára mussó um 98, flestir 2,3 diesel túrbó lausir.

2,3 td var 101 hö. og 215 nm inn fluttur af Benna, var örugglega Daewoo Musso. Það komu slatti af þessum bílum inn.

Re: að færa 2.8d vél yfir í 3.2 bensín Musso

Posted: 29.nóv 2012, 17:30
frá rammur
ok en passar skiptingin af 3.2 yfir á 2.9 vélina og er þetta ægilegt maus í kringum þetta,mér er sagt að ég þurfi að skipta um mælaborð en hugmindin er að setja rofa fyrir glóðastýringuna(hitarann) og passar millikassinn af 3.2 yfir á 2.9 skiptinguna??

kv.Tony