Síða 1 af 1
Hilux turbo disel
Posted: 23.nóv 2012, 00:32
frá James
Er með hilux 99 módel sem er með smá leiðindi sem lýsa sér þannig að þegar èg er að keyra bílinn og hann er kominn í 2500 snúninga þà hættir hann að vinna missir allann kraft eins og allt stíflist, getur einhver sagt mér hvað gæti verið vandamàlið.
Kv. Brynjar
Re: Hilux turbo disel
Posted: 23.nóv 2012, 00:50
frá arniph
skoðaðu hráolíusíuna
Re: Hilux turbo disel
Posted: 23.nóv 2012, 00:52
frá James
Búinn að skipta um hráolíusíu
Re: Hilux turbo disel
Posted: 23.nóv 2012, 01:24
frá Gardstadir
Reykir hann þegar hann lætur svona, ef svo hvernig er reykurinn á litinn?
Re: Hilux turbo disel
Posted: 23.nóv 2012, 07:58
frá James
Já hann reykir aðeins og þá svörtum eða gráum reyk en aðallega þegar hann er kaldur og ég gef honum aðeins inn þà kemur svartur reykur en þegar hann er orðinn heitur þá kemur grár eða blágrár reykur
Re: Hilux turbo disel
Posted: 23.nóv 2012, 09:03
frá aggibeip
Hmm... Getur verið að túrbínan sé eitthvað að stríða þér?
Ertu búinn að ath þrýstinginn á túrbóhosunum?
Re: Hilux turbo disel
Posted: 23.nóv 2012, 11:30
frá James
búið að tékka á túrbínu og allt góðu með allann þrýsting engar lausar hosur og öll rör í lagi.
Er engin loftskynjari eða er pústið eitthvað að srtýða mér, en hvað með einhverjar síur, olíusíur.
Re: Hilux turbo disel
Posted: 23.nóv 2012, 16:16
frá James
Er virkilega engin hilux snillingur sem gæti hjálpað mér
Re: Hilux turbo disel
Posted: 23.nóv 2012, 20:14
frá Stebbi
Prufaðu að taka loftsíuna úr og taka hring, ef það kemur mikill svartur reykur þá bendir það til þess að það sé of mikil olía á móti lofti. Gætir jafnvel prufað að taka hosuna af túrbínuni til að finna út hvoru megin við túrbínuna tregðan er.
Re: Hilux turbo disel
Posted: 23.nóv 2012, 21:39
frá James
Ok byrja að prófa þetta
Re: Hilux turbo disel
Posted: 23.nóv 2012, 22:47
frá Bskati
fór nokkuð bensín á tankinn?
Re: Hilux turbo disel
Posted: 25.nóv 2012, 18:22
frá James
Ekkert bensín hefur farið á tankinn
Re: Hilux turbo disel
Posted: 25.nóv 2012, 21:00
frá jonogm
Gæti verið stífluð grófsía í tanknum.
Re: Hilux turbo disel
Posted: 26.nóv 2012, 11:30
frá JLS
Það er sía í olíuverkinu þar sem olían fer inná það, svipað og í 2.5 pajero, það er djúpt á hana en hún er þarna. Ættir að skoða hana.
Re: Hilux turbo disel
Posted: 26.nóv 2012, 17:39
frá aggibeip
Stíflaður hvarfakútur eða hljóðkútur ?