Síða 1 af 1
vantar upplisingar um lc90
Posted: 21.nóv 2012, 19:32
frá Rúnar Þór
hæhæ var að kaupa lc 90 td. það var að koma auka hljóð sem ég kann ekki skil á
lýsir sér þannig þegar ég starta honum kemur hátiðni hljóð sem eikst þegar gefið er í
en minkar eftir 3000sn og virðist fara þegar hann er orðin heitur
Re: vantar upplisingar um lc90
Posted: 21.nóv 2012, 19:37
frá hobo
Er þetta ekki bara hvinurinn í túrbínunni?
Re: vantar upplisingar um lc90
Posted: 21.nóv 2012, 19:48
frá Rúnar Þór
nei þetta er allt of hátt til að vera eðlilegt
minnir helst á þegar það vantar þéttir í útvarpið
en er ekki það
Re: vantar upplisingar um lc90
Posted: 21.nóv 2012, 19:50
frá hobo
Kemur hljóðið frá vélinni?
Re: vantar upplisingar um lc90
Posted: 21.nóv 2012, 19:57
frá Rúnar Þór
er ekki viss heiri vel þegar ég er inn í bíl og hljomar frá vél
en heiri ekki í því þegar ég stend við vélina
Re: vantar upplisingar um lc90
Posted: 21.nóv 2012, 20:16
frá biggibest
Er þetta ekki svona hljóð frá útvarpinu eins og þegar altinatorinn truflar, hættir þegar það er slökkt á útvarpinu.
Re: vantar upplisingar um lc90
Posted: 21.nóv 2012, 20:18
frá Rúnar Þór
nei var buinn að profa það
Re: vantar upplisingar um lc90
Posted: 21.nóv 2012, 20:22
frá jeepcj7
Það getur komið alveg ótrúlega leiðinlegt ýlfur af gamalli harðri viftureim sem stundum lagast eða lækkar þegar hún hitnar eða álagið á hana minnkar td. eftir að eftirhitunin er búin.
Re: vantar upplisingar um lc90
Posted: 21.nóv 2012, 20:54
frá Arnþór
Er með Galloper 2,5 dísel sem ýlir undir álagi og það kemur frá pakkningu sem á milli pústgreinar og túrbínu.
Kv Ak
Re: vantar upplisingar um lc90
Posted: 21.nóv 2012, 22:47
frá Sævar Örn
hef tvisvar lagað ýlfur í hægagangi í lc90 og í bæði skiptin var það brotin klemma utanum pústið sem heldur því við gírkassabita, þegar pústið titraði þá myndaðist rosalega fínt hátíðnihljóð þarna alveg skerandi, sauð saman og hljóðið hætt.