Síða 1 af 1
Færsla á boddýfestingu - Hilux
Posted: 30.jún 2010, 22:20
frá EBG
Daginn
Ég ætlaði að athuga hversu mikið maður þarf að færa boddýfestinguna fyrir aftan framhjólin á 2004-5 Hilux til að koma 35" dekkjum undir?
Er einhver hérna sem getur frætt mig um slíka framkvæmd?
Re: Færsla á boddýfestingu - Hilux
Posted: 05.júl 2010, 00:36
frá Stebbi
Ætlarðu að boddýhækka bílinn eða er búið að því? Oft þegar að menn setja kubba undir boddýið þá hafa þessar verið færðar upp á grindini og kubbunum sleppt. Miðað við hvað menn hafa verið að hækka þessa bíla þá ættu 50mm held ég að duga. Ef það dugar ekki þá má sneiða aðeins úr festinguni þar sem dekkið rekst í hana.
Þú ættir líka að sjá það á nuddinu hvað þarf að færa hana mikið upp.
Re: Færsla á boddýfestingu - Hilux
Posted: 05.júl 2010, 00:55
frá EBG
Já ok, ég var að spjalla við mann hjá Arctic um daginn og hann var að mæla með að skera bara úr fyrir 35" en vera ekki að hækka upp boddýið en þá grunaði mig bara að maður þyrfti að færa þessa ákveðnu festingu...
En félagi minn var að skoða þetta aðeins og hann vill meina að það þurfi ekki að færa hana nema maður sé að fara í 38" en þá myndi maður færa hana upp einsog þú ert að tala um.
Annars ætlum við að láta reyna á þetta ef við finnum aðstöðu til að fara í þessar aðgerðir þá ætlum við að skera úr og sjá hvort og þá hvar dekkin rekast í og vinna út frá því, eða svo skildist mér... annars er ég alveg grænn í þessu og hef ekki komið að svona breytingum áður svo þetta verður allt nýtt fyrir mér!
Re: Færsla á boddýfestingu - Hilux
Posted: 05.júl 2010, 13:18
frá Brjótur
Það þarf aðeins að sneiða af henni fyrir 35 breytinguna.
kveðja Helgi