Að breyta Pajero ´01 3,2 DID ?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Snorri
Innlegg: 229
Skráður: 07.mar 2010, 22:49
Fullt nafn: Snorri Jónsson

Að breyta Pajero ´01 3,2 DID ?

Postfrá Snorri » 13.nóv 2012, 23:38

Jæja gott fólk, nú langar mig að vita hvort hér er einhver fróður um breytingar á svona bíl en hann er óbreyttur hjá mér núna.
Bíllinn er MMC Pajero langur 3,2 DID sjálfskiptur.
Ég er búinn að eiga þennan bíl í rúmt ár og hef verið sáttur með hann svona en langar að fara í breyttan bíl.
Er að velta fyrir mér möguleikanum að breyta þessum bíl fyrir 35" allavega, eða að losa mig við hann og kaupa breyttan bíl.
Langar samt svolítið að prufa að gera breytingu á svona bíl, hef aðallega fiktað við nokkrar toyotur og 1 patrol hingað til í breytingum :)
Endilega ef þið hafið einhverja punkta til að deila með mér verð ég kátur með það.

Kv Snorri.


MMC Pajero ´01 3,2 DID
Toyota Yaris ´99 1,0 Sparibaukur


Höfundur þráðar
Snorri
Innlegg: 229
Skráður: 07.mar 2010, 22:49
Fullt nafn: Snorri Jónsson

Re: Að breyta Pajero ´01 3,2 DID ?

Postfrá Snorri » 14.nóv 2012, 21:55

Enginn sem hefur reynslu af svona breytingu?
MMC Pajero ´01 3,2 DID
Toyota Yaris ´99 1,0 Sparibaukur

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Að breyta Pajero ´01 3,2 DID ?

Postfrá HaffiTopp » 14.nóv 2012, 22:35

Tommuhækkunarsett ofaná gorma allann hringinn. Stálspacera milli efri spyndills og spyrnu að framan. Klippa úr og mála/loka sárum. Setja brettakanta fyrir 35", færð þá hjá Brettakantar.is málaða í þeim lit sem þarf.
Láta hjólastilla á öllum hjólum, setja hraðamælaleiðréttara. Hann verður hastari sérstaklega að framan en finnur miklu minna fyrir því að framan þar sem öxlarnir þar hafa miklu meira fjöðrunartravel en að framan. Mátt jafnvel búast við að gróf dekk nuddist í boddýið við fulla beygju ef illa er barið til eða skorið úr.
Kemst held ég bara minnst 16" felgur undir þetta, en ef þú vilt 15" háar þarf að gera einhverjar breytingar eða aðlaganir á bremsum held ég, ef þá stýrisendinn leifir það.

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Að breyta Pajero ´01 3,2 DID ?

Postfrá DABBI SIG » 14.nóv 2012, 23:04

Ég held reyndar að bílarnir sem komu fram til 2003 (þ.e. áður en þeir fengu smá andlitslyftingu) hafi gengið með 15" háum felgum t.a.m. þessi hér: http://www.bilasolur.is/CarDetails.aspx ... &schpage=1

Er nokkuð viss um að þetta séu 15" háar felgur en hef ekkert fyrir mér í því.
-Defender 110 44"-


Höfundur þráðar
Snorri
Innlegg: 229
Skráður: 07.mar 2010, 22:49
Fullt nafn: Snorri Jónsson

Re: Að breyta Pajero ´01 3,2 DID ?

Postfrá Snorri » 15.nóv 2012, 00:13

Sælir og takk fyrir þetta.

Ég veit að það komast 15" felgur undir þennan bíl, ég hef mátað það en þær mega ekki vera mikið innvíðar.
Eins eru margir af þessum 33"-35" breyttu bílum til ´03 á 15" felgum.
Ég hef aðstöðu til að smíða mér eitt og annað í þetta og ætti að gera rennt klossana í þetta sjálfur en ég er að velta fyrir mér hvort stálmillileggið á spindilinn þarf að vera jafn þykkt og klossarnir ofan á gormana, veistu það Haffi?

Kv Snorri.
MMC Pajero ´01 3,2 DID
Toyota Yaris ´99 1,0 Sparibaukur

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Að breyta Pajero ´01 3,2 DID ?

Postfrá HaffiTopp » 15.nóv 2012, 00:35

Já ætli það ekki bara, veit það ekki alveg. Getur prófað að tala við Arnór hjá AT. (söluskoðuninni) Eða Magnús hjá Heklu, 5905533 og spurt hann. Svo þarftu náttúrulega lengri bolta fyrir spindlana útaf millilegginu. Gætir örugglega fengið þessi millilegg hjá Breyti ásamt upplýsingum þar. Aron skillst mér að sé hreinræktaður Pajero aðdáandi.


Höfundur þráðar
Snorri
Innlegg: 229
Skráður: 07.mar 2010, 22:49
Fullt nafn: Snorri Jónsson

Re: Að breyta Pajero ´01 3,2 DID ?

Postfrá Snorri » 18.nóv 2012, 01:59

Takk fyrir þessar upplýsingar, ég mun hafa samband við einhvern af þessum aðilum í vikunni býst ég við.
Ég gæti svo sett hérna inn upplýsingar jafnóðum ef ég fer í þetta verkefni einhvern tímann :)
Ég ætla að byrja á að gera kostnaðaráætlun eða einskonar verðkönnun til að vita hvað ég kemst af með í peningum til að viða að mér því sem ég myndi þurfa til að framkvæma þetta.

Kv Snorri.
MMC Pajero ´01 3,2 DID
Toyota Yaris ´99 1,0 Sparibaukur


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur