Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá 66 Bronco » 07.nóv 2012, 13:58

Halló.

Snýst í kringum sjálfan mig í hugleiðingum um hvort skyldi velja í óbreyttan 4 Runner til að nota sem frúarbíl.

2LT þekki ég vel og líkar hún vel, veit hvað hún eyðir og hvernig hún virkar.

Hinsvegar væri hitt líka ansi gaman..

Einhver prófað hvorutveggja?

Kveðja,

Hjörleifur.




Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá 66 Bronco » 07.nóv 2012, 14:01

2LT er sennilega ekkert minna mál, það er jú allt ,,hinumegin" miðað við bensínvélina..

Svo er aftur væntanlega mun meiri loomvinna á 1KZ úr Cruiser, nýtt mælaborð og læti..

Snúið..

H

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá ellisnorra » 07.nóv 2012, 14:44

Ef ég skil þig rétt þá ertu að spá í swappi, er bensínvél í hjá þér núna? Hvort er það 3.0 eða 2.4?

Mikið til er þetta spurning um veskisþykkt. Þú getur fengið ca 3 2lt í staðinn fyrir eina 1kz.
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá 66 Bronco » 07.nóv 2012, 17:43

Bensín, já, V6.

Sé kostnaðurinn tekinn út fyrir sviga langar mig öllu meira í 1KZ. En hún eyðir eitthvað meira og sennilega er stærra ævintýri að mjaka henni í. Ég hef í raun ekkert undan 2LT að kvarta, hún væri fín í óbreyttan heimilisbíl. Sem þetta yrði.

Hvort myndirðu gera granni ef aurinn væri tekinn út fyrir sviga?

Kveðja,

Hjörleifur.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá StefánDal » 07.nóv 2012, 17:58

Ég myndi halda að 1kz sé með svipaða eyðslu ef ekki minni en 2lt. Þá aðalega ef það er búið að skrúfa eitthvað í 2lt vélinni.
Toyota mótorar eru að mínu mati alltof dýrir miðað við hestöfl, eyðslu og gæði (nú verð ég drepinn....).
Ég myndi hiklaust skoða aðra mótora í þetta. Ég hef verið að skoða mótor sem heitir 4JG2 (3.1TD Isuzu). Hann fæst á minni pening en 2lt og 1kz, eyðir minna, stálhedd (sem mér finnst kostur) og er kraftmikill.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá ellisnorra » 07.nóv 2012, 18:00

Ég þekki ekki 1kz persónulega og er ekki með á hreinu hvort kúplingshús passsi á gírkassann en ég held reyndar að það passi ekki saman. Einhver má gjarna leiðrétta mig ef ég fer með rangt mál. Þá myndir þú þurfa að skipta um gírkassa líka.
2lt passar við bensínkassann, ef þú notar kúplingshúsið af hilux dísel. Gírhlutföllin eru reyndar ekki alveg þau sömu en það var aldrei fyrir mér, og keyrði ég minn uþb 150þús km með 2lt. Svo fór ég í td27eti (terrano 2.7) og ég er himinglaður með það. Það var reyndar soldið dunderí, mikið rafkerfi en annars ekkert stórmál miðað við margt sem maður hefur gert. Það er þráður hérna einhverstaðar um þetta púslerí mitt.

Eyðslumun þekki ég ekki, en það liggur örugglega á svipuðum stað en 1kz kraftar samt muuun meira.

Einfaldast væri að ná sér í 70 krúser og nota mótorinn úr honum, þar færðu original turbo mótor sem passar beint í mótorfestingarnar og á gírkassann ef þú finnur þér kúplingshús úr hilux. Rafkerfið er hundeinfalt, plús á olíuverk og svo náttúrulega alternator tengingar og skynjarar.

1kz er til bæði með rafmagnsolíuverki og mekanísku.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá StefánDal » 07.nóv 2012, 18:35

elliofur wrote:Ég þekki ekki 1kz persónulega og er ekki með á hreinu hvort kúplingshús passsi á gírkassann en ég held reyndar að það passi ekki saman. Einhver má gjarna leiðrétta mig ef ég fer með rangt mál. Þá myndir þú þurfa að skipta um gírkassa líka.
2lt passar við bensínkassann, ef þú notar kúplingshúsið af hilux dísel. Gírhlutföllin eru reyndar ekki alveg þau sömu en það var aldrei fyrir mér, og keyrði ég minn uþb 150þús km með 2lt. Svo fór ég í td27eti (terrano 2.7) og ég er himinglaður með það. Það var reyndar soldið dunderí, mikið rafkerfi en annars ekkert stórmál miðað við margt sem maður hefur gert. Það er þráður hérna einhverstaðar um þetta púslerí mitt.

Eyðslumun þekki ég ekki, en það liggur örugglega á svipuðum stað en 1kz kraftar samt muuun meira.

Einfaldast væri að ná sér í 70 krúser og nota mótorinn úr honum, þar færðu original turbo mótor sem passar beint í mótorfestingarnar og á gírkassann ef þú finnur þér kúplingshús úr hilux. Rafkerfið er hundeinfalt, plús á olíuverk og svo náttúrulega alternator tengingar og skynjarar.

1kz er til bæði með rafmagnsolíuverki og mekanísku.


Ekki gleyma helvítis olíupönnuni Elli ;)

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá ellisnorra » 07.nóv 2012, 18:36

Ég gleymi henni ekkert Stebbi.

:)
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá 66 Bronco » 07.nóv 2012, 19:16

Já, ég þekki nokkra spennandi kosti aðra en Toyota mótora. Ég er bara haldinn blæti frá barnæsku. Þannig er nú það barasta.

Ég held að ofaná yrði 2LT með diesel kúplingshúsi. Sem ég á til.. Seinna mætti svo ráðast í einhvern eðalmótor með sjálfskiptingu.

Á einhver 2LT ?

Hjörleifur.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá ellisnorra » 07.nóv 2012, 20:43

Svakalega ertu óheppinn, mér áskotnaðist bíll með svona mótor í síðustu viku, besti svona mótor sem ég hef haft undir höndum. En ég lofaði honum í fyrradag þannig að hann er svo gott sem seldur. En það eru einhverjir hérna auglýstir á spjallinu.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá Startarinn » 07.nóv 2012, 21:03

Gírkassinn við v-6 bensín vélina passar við 3.0 cruiser diesel ef þú notar kúplingshús af cruiser, það er amk 1 cruiser útbúinn þannig á Króknum, það var einfaldasta leiðin held ég til að færa úttakið á millikassanum fyrir framhásinguna
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá -Hjalti- » 07.nóv 2012, 22:54

það er ekki hægt að líkja 2LT saman við 1KZ.. 1kz hefur allt frammyfir.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá ellisnorra » 08.nóv 2012, 06:14

Hjalti átt þú ekki 1kz handa honum?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá -Hjalti- » 08.nóv 2012, 12:23

elliofur wrote:Hjalti átt þú ekki 1kz handa honum?


jú jú mikið rétt
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá Stebbi » 08.nóv 2012, 18:41

-Hjalti- wrote:það er ekki hægt að líkja 2LT saman við 1KZ.. 1kz hefur allt frammyfir.


Minni eyðsla og meiri kraftur ekki spurning, það er bara tímasóun að fara að skrúfa grútmáttlausan 2L-t ofaní bílinn. Þegar þú ert loksins orðin ánægður með vinnsluna eftir að hafa skrúfað hann til þá eyðir hann eins og 3.0 vélin sem var í honum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá HaffiTopp » 08.nóv 2012, 23:04


User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá ellisnorra » 02.jan 2013, 22:51

Ertu kominn að einhverri niðurstöðu með vélarval? :)
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá 66 Bronco » 04.jan 2013, 09:41

Sælir.

Já, ég er að svipast um eftir góðri 2LT. Runnerinn er á original hlutföllum og með 31" breytingunni, svo ég ætla að hafa hann á litlum dekkjum og nota sem frúarbíl á heimilinu. 2LT með cooler dugir prýðilega til þess, auk þess sem ég kann þá vél utanbókar. Svo er ég gamaldags og ferkantaður og vil gjarnan að vél þurfi rafmagn í startið en lítið annað..

Annars er þetta fínasti Runner sem ég verslaði af Sigfúsi hér á spjallinu, alheill bíll í topplagi. Sennilega eru ekki margir óbreyttir eftir í því ástandi.

Er 2LT á gólfinu hjá þér granni sæll?

Hjörleifur.


Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá 66 Bronco » 04.jan 2013, 09:46

Verra er að ég fattaði ekki að grindarhækkunin aftast hækkar gólfið fyrir aftan bekkinn. Hafði hugsað mér hundabekk aftast til að fá hann 7 manna en sá bekkur verður bara fyrir yngstu deildina eða afar fíngert fólk.. Sem verður þá bara að duga.

H

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá ellisnorra » 04.jan 2013, 12:44

Nei ég er ekki með neitt dótarí núna..
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá -Hjalti- » 04.jan 2013, 13:49

Ertu komin með þennan ?

Image
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá 66 Bronco » 04.jan 2013, 21:11

Sé ekki myndina.

Hvítur Runner, sótti hann á Þórshöfn.

H


Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá 66 Bronco » 14.jan 2013, 23:17

Jæja..

Öll kát og glöð?

Höldum aðeins áfram með þessar hugleiðingar. Ef 1KZ verður fyrir valinu er tölva, loom, mælaborð og tengingar sennilega léttur hausverkur. Mér leikur hugur á að vita ca hversu snúið þetta er. Mér skilst að menn hafi komist framhjá lyklakubbnum með einhverjum ráðum, en forhitunarbúnaður þyrfti sennilega að koma úr donor bíl, og ég veit ekki hvað og hvað.. Sennilega er ég að fiska eftir hversu snúin gerning er um að ræða og hve mikið annað en vélin og áfastir hlutar hennar þarf að vera til staðar?

Kveðja,
Hjörleifur.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá -Hjalti- » 14.jan 2013, 23:19

66 Bronco wrote:Jæja..

Öll kát og glöð?

Höldum aðeins áfram með þessar hugleiðingar. Ef 1KZ verður fyrir valinu er tölva, loom, mælaborð og tengingar sennilega léttur hausverkur. Mér leikur hugur á að vita ca hversu snúið þetta er. Mér skilst að menn hafi komist framhjá lyklakubbnum með einhverjum ráðum, en forhitunarbúnaður þyrfti sennilega að koma úr donor bíl, og ég veit ekki hvað og hvað.. Sennilega er ég að fiska eftir hversu snúin gerning er um að ræða og hve mikið annað en vélin og áfastir hlutar hennar þarf að vera til staðar?

Kveðja,
Hjörleifur.


Það er engin tölva i 1kzt úr 4runner , það er hinsvegar í LC90
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Gardstadir
Innlegg: 28
Skráður: 25.feb 2012, 19:06
Fullt nafn: Brynjar Örn Þorbjörnsson

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá Gardstadir » 14.jan 2013, 23:26

Ef þú ert með 1kz-te úr krúser er hægt að losna við allt rafmagnsraslið með því að skipta út olíuverkinnu og taka inngjafardraslið af sogreininni og setja bara flangs sem er opinn í gegn og þá ertu kominn með 1kz-t
Brynjar Örn


Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá 66 Bronco » 14.jan 2013, 23:58

Já, ég vissi þetta með tvær vélatýpur, en einhvernveginn er ég hræddur um að 1KZ úr Runner liggi ekki á lausu.. Hitt vissinég ekki að ég gæti í raun losnað við tölvuna og inngjafardraslið. Þá gæti maður jafnvel verið með forhitun í rofa og losnað við mælaborðs og svisskipti? Er raunhæft að verða sér út um þetta olíuverk? Spurning um eyðslumun á rafmagshrúgaldi vs rafmagnsfría útgáfan?

Góða nótt!

Hjörleifur.


Gardstadir
Innlegg: 28
Skráður: 25.feb 2012, 19:06
Fullt nafn: Brynjar Örn Þorbjörnsson

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá Gardstadir » 15.jan 2013, 00:28

þú notar enþá allt sem tengist glóðarhitara í hiluxnum. það er að segja sértu með disel rellunna í með öllu tilheyrandi.
Brynjar Örn


Gardstadir
Innlegg: 28
Skráður: 25.feb 2012, 19:06
Fullt nafn: Brynjar Örn Þorbjörnsson

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá Gardstadir » 15.jan 2013, 00:31

og já ég var nú búinn að kanna þetta með olíuverk og fann útí bretlandi minnir mig að það hafi verið verk á held ég um 50kallinn hingað komið. Ensvo er það nú annað mál að verðið á þessum land cruiser mótorum er lítið skárra.

Með eyðslu og það þá var vinnslann á electroniska dótinnu einhvað betri á lágasnúningnum eyðslann mjög líklega svipuð en munurinn er varla svo mikill að vert sé að tala um. Hvorki í eyðslunni né vinnslu.
Brynjar Örn

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá Hfsd037 » 15.jan 2013, 15:12

Bara svo það sé á hreinu að þá er jafn mikið mál að swappa 1kz-t og 2l-t :)
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá Stebbi » 16.jan 2013, 09:13

Gardstadir wrote:Með eyðslu og það þá var vinnslann á electroniska dótinnu einhvað betri á lágasnúningnum eyðslann mjög líklega svipuð en munurinn er varla svo mikill að vert sé að tala um. Hvorki í eyðslunni né vinnslu.



HaffiTop wrote:http://forum.ih8mud.com/diesel-tech-24-volts-systems/536516-1kz-t-no-longer-te-mitsu-4m40-pump-swap.html
Kemur málinu lítið við, en áhugavert engu að síður.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá 66 Bronco » 16.jan 2013, 10:45

Snilld..

Takk fyrir þráðinn, veit ekki afhverju hann fór fram hjá mér í upphafi.
Mig langar orðið sárlega í "tölvulausan" 1KZ, mig vantar bara lottóvinning. Stjarnfræðileg verðlagning..

Mætti ég biðja einhvern kunnugan að setja hér niður, mér og öðrum til upplýsingar, létta útlistun á ferli og íhlutum sem koma við sögu við að koma 1KZ með tölvustýringu í Runner eða sambærilegan bíl?

Mikið djöfull er þetta mögnuð síða fyrir okkur grúskarana og heill ykkur sem nennið að svara hér fyrirspurnum.

Kveðja góð,

Hjörleifur.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá Stebbi » 16.jan 2013, 17:18

66 Bronco wrote:Mig langar orðið sárlega í "tölvulausan" 1KZ, mig vantar bara lottóvinning. Stjarnfræðileg verðlagning..


Þetta er einn af leindardómum alheimsins, sjálfsagt einhver dýrustu hestöfl sem hægt er að kaupa hérna heima.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá ellisnorra » 16.jan 2013, 18:06

Stebbi wrote:
66 Bronco wrote:Mig langar orðið sárlega í "tölvulausan" 1KZ, mig vantar bara lottóvinning. Stjarnfræðileg verðlagning..


Þetta er einn af leindardómum alheimsins, sjálfsagt einhver dýrustu hestöfl sem hægt er að kaupa hérna heima.


Nákvæmlega.
Hjörleifur hefur þér dottið í hug eitthvað annað, fyrst þú ert nú að hugsa um swap á annað borð að fara slóð sem ég tróð, nissan 2.7? Hana er hægt að fá fyrir mun minni pening heldur en 1kz, hvort sem þú vilt rafmagnsolíuverk eða mekkaníst (breytist 97-98). Þar er tímagír (ekki keðja heldur tannhjól) sem aldrei þarf að hugsa um, þar er stálhedd svo maður þarf ekki að vera með lífið (heddið) í lúkunum ef hann hitnar örlítið og svo hafa þessir mótorar enst gríðar vel. Ég er ekkert nema himinsáttur við minn td27eti sem kemur luxanum veeel áfram. Ég á reyndar eftir að finna einhvern með 1kz á sambærilegum bíl í spyrnu við mig, en nissaninn er skráður 125 hestöfl og virka þau öll mjög vel.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá Stebbi » 16.jan 2013, 19:55

elliofur wrote:Ég á reyndar eftir að finna einhvern með 1kz á sambærilegum bíl í spyrnu við mig, en nissaninn er skráður 125 hestöfl og virka þau öll mjög vel.


Þetta er örugglega á pari við 1kz-t í vinnslu. Ég er ennþá smá súr útí þig fyrir að hafa ekki smeygt 6.2 í lúxann. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá Hfsd037 » 16.jan 2013, 21:40

elliofur wrote:
Stebbi wrote:
66 Bronco wrote:Mig langar orðið sárlega í "tölvulausan" 1KZ, mig vantar bara lottóvinning. Stjarnfræðileg verðlagning..


Þetta er einn af leindardómum alheimsins, sjálfsagt einhver dýrustu hestöfl sem hægt er að kaupa hérna heima.


Nákvæmlega.
Hjörleifur hefur þér dottið í hug eitthvað annað, fyrst þú ert nú að hugsa um swap á annað borð að fara slóð sem ég tróð, nissan 2.7? Hana er hægt að fá fyrir mun minni pening heldur en 1kz, hvort sem þú vilt rafmagnsolíuverk eða mekkaníst (breytist 97-98). Þar er tímagír (ekki keðja heldur tannhjól) sem aldrei þarf að hugsa um, þar er stálhedd svo maður þarf ekki að vera með lífið (heddið) í lúkunum ef hann hitnar örlítið og svo hafa þessir mótorar enst gríðar vel. Ég er ekkert nema himinsáttur við minn td27eti sem kemur luxanum veeel áfram. Ég á reyndar eftir að finna einhvern með 1kz á sambærilegum bíl í spyrnu við mig, en nissaninn er skráður 125 hestöfl og virka þau öll mjög vel.



Ég spyrnti við 2008 38" Hilux um daginn og ég hélt vel í hann og það var áður en ég tengdi intercoolerinn við vélina, ég á það samt eftir að skrúfa upp í olíuverkinu, en það væri gaman að sjá muninn á okkur tveimur.
En ég er líka alveg á því að 1kz-t eyðir minna af olíu heldur en 2l-t því að 1kz-t hefur svo miklu miklu minna fyrir hlutunum.
En ef maður spáir aðeins í þessu þá er gríðarlega einfalt að láta 1kz-t ofan í húddið ef 2l-t var fyrir, ef maður myndi láta 2.7 ofan í dísel Hilux á verkstæði þá væri tímavinnan við það örugglega vel yfir mismuninn á verði 1kz-t og 2.7 í tímavinnu
Ég var um 40 tíma að láta 1kz-t ofan í húddið hjá mér, hvað varst þú lengi með þinn Elli?
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá ellisnorra » 16.jan 2013, 22:59

Ég var fjandi lengi að koma þessum mótor ofaní hjá mér, en mestur tíminn fór í rafkerfisvinnu og svo fór talsverður tími í pönnusmíði líka. Á að giska var ég svona 50 tíma í saumaskapnum sjálfum, að sauma vélina ofaní og koma öllu fyrir og þessháttar, og rafkerfisvinnan var töluvert fjandi mikil :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá Hfsd037 » 17.jan 2013, 13:27

elliofur wrote:Ég var fjandi lengi að koma þessum mótor ofaní hjá mér, en mestur tíminn fór í rafkerfisvinnu og svo fór talsverður tími í pönnusmíði líka. Á að giska var ég svona 50 tíma í saumaskapnum sjálfum, að sauma vélina ofaní og koma öllu fyrir og þessháttar, og rafkerfisvinnan var töluvert fjandi mikil :)


Þar liggur nefnilega smá dýrmætur munur á sem er tími. Hvað kostaði þetta swapp þig allt í allt Elli?
Annars er ég alveg á því að næsta vélarævintýri verði M50 línu sexa með einhverju léttu utan á, ekkert allt of stórum dekkjum samt! :)
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá -Hjalti- » 17.jan 2013, 14:51

Hfsd037 wrote:
elliofur wrote:Ég var fjandi lengi að koma þessum mótor ofaní hjá mér, en mestur tíminn fór í rafkerfisvinnu og svo fór talsverður tími í pönnusmíði líka. Á að giska var ég svona 50 tíma í saumaskapnum sjálfum, að sauma vélina ofaní og koma öllu fyrir og þessháttar, og rafkerfisvinnan var töluvert fjandi mikil :)


Þar liggur nefnilega smá dýrmætur munur á sem er tími. Hvað kostaði þetta swapp þig allt í allt Elli?



10 tíma munur á þessum swöppum þykir mér nú ekki mikið
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá ellisnorra » 17.jan 2013, 16:14

Kostnaður var nú svosem ekki mikill, ég fékk mótorinn upp í vinnu (kringum 90 þúsund) keyrður 187þúsund og gírkassarnir báðir sem ég þurfti til að púsla saman í einn með framdrifi réttu megin kostaði 30 þúsund. Annar kostnaður liggur bara í vinnu fyrir utan eitthvað smá dótarí sem var bara til í skúrnum, fyrir utan nýja fóðringu fyrir gírstöngina upp á ca þúsundkall :)
En þeir voru djöfull margir dagarnir sem fóru í rafkerfið, því neita ég ekki. Og þetta 50 tíma gisk var bara gisk, ég hélt tímafjölda við þetta verkefni ekki saman.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá Hfsd037 » 17.jan 2013, 18:33

-Hjalti- wrote:
Hfsd037 wrote:
elliofur wrote:Ég var fjandi lengi að koma þessum mótor ofaní hjá mér, en mestur tíminn fór í rafkerfisvinnu og svo fór talsverður tími í pönnusmíði líka. Á að giska var ég svona 50 tíma í saumaskapnum sjálfum, að sauma vélina ofaní og koma öllu fyrir og þessháttar, og rafkerfisvinnan var töluvert fjandi mikil :)


Þar liggur nefnilega smá dýrmætur munur á sem er tími. Hvað kostaði þetta swapp þig allt í allt Elli?



10 tíma munur á þessum swöppum þykir mér nú ekki mikið



Ég er að tala um að ég þurfti sirka 40 tíma til að koma henni ofan í og keyra.. En það sér hver maður að það er meiri vinna í vélinni sem Elli lét ofan í Hiluxinn sinn, breytingar á pönnu og rafkerfið eitt og sér hlýtur að telja tímana marga
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur