Síða 1 af 1

Leitar til hliðar í frammhjóladrifinu

Posted: 30.okt 2012, 20:04
frá Hfsd037
Sælir, hvað getur verið að hrjá jeppann minn í frammhjóladrifinu þegar hann leitar og breytir stefnu til hliðar þegar ég gef inn?
Hann þeytist bara til hliðar þegar ég gef inn, dinglar stýrinu einhvernveginn á milli, hann er fínn þegar hann er ekki í drifinu..
Getur þetta verið mismunadrifið að stríða mér eða slag í stýrisupphengjuni?

Þetta er mest í hálku og alveg þokkalega pirrandi í þungu færi líka, finn samt ekki jafn mikið fyfir því í þungu færi.

Re: Leitar til hliðar í frammhjóladrifinu

Posted: 30.okt 2012, 20:48
frá draugsii
Ég lenti einusinni í einhverju svipuðu og þá var hann orðinn innskeifur um 3 og hálfan sentimeter
spurning hvort það gæti verið vandamálið

Re: Leitar til hliðar í frammhjóladrifinu

Posted: 30.okt 2012, 20:53
frá karig
Leitar hann alltaf í sömu átt, er einhverskonar læsing í framdrifinu? kv, kári.

Re: Leitar til hliðar í frammhjóladrifinu

Posted: 30.okt 2012, 21:02
frá Hfsd037
draugsii wrote:Ég lenti einusinni í einhverju svipuðu og þá var hann orðinn innskeifur um 3 og hálfan sentimeter
spurning hvort það gæti verið vandamálið


Ég held að jeppinn sé þokkalega illa hjólastilltur, ætla með hann í hjólastillingu eftir endurnýjun á slitflötum.
kannski er það svarið.


karig wrote:Leitar hann alltaf í sömu átt, er einhverskonar læsing í framdrifinu? kv, kári.


Mér finnst eins og hann leiti aðallega til vinstri, ef ég stýri beint áfram á mjög hálu plani og gef honum svo snöggt inn á ferð þá er eins og hann hoppi aðeins til vinstri og taki akstursstefnuna eftir því, svona eins og ótemja.

Mig minnir að ég hafi tekið köggulinn út og ég hafi ekki séð neina læsingu, man það samt ekki

Re: Leitar til hliðar í frammhjóladrifinu

Posted: 30.okt 2012, 21:37
frá höddi82
Er hann öruglega í driflokunum báðum meginn?

Re: Leitar til hliðar í frammhjóladrifinu

Posted: 30.okt 2012, 21:45
frá Hfsd037
höddi82 wrote:Er hann öruglega í driflokunum báðum meginn?



Já, alveg 100%

Re: Leitar til hliðar í frammhjóladrifinu

Posted: 30.okt 2012, 21:46
frá karig
Ef önnur lokan virkaði ekki, tæki hann ekki á í framdrifinu nema með læst drif...

Re: Leitar til hliðar í frammhjóladrifinu

Posted: 30.okt 2012, 21:55
frá sean
Ég lenti í þessu með minn (4Runner)og var að verða geðveikur á þessu, og var einhvern veginn ekki að finna útúr þessu. Var búinn að hjólastilla og yfirfara og endurnýja allannnnnn hjólabúnaðinn, þar á meðal drifköggulinn með öllu, en ekkert kom útúr því. Var búnn að svissa slöngum í vacum draslinu fyrir sjálfvirku lokurnar, og enþá virkaði þetta ekki hjá mér og fór ég að fá mín fyrstu gráu hár á þessu tímabili.
Þá kom bara ekki annað til greina en að þetta sjálfvirkalokunardrasl væri e-d bilað, ég nennti ekki að spá í því lengur vegna fjölgunar á gráuhárunum og keypti mér bara manual-lokur og skipti út þeim hluta á drifkögglinum sem fylgir því systemi.

Og VOLA bíllinn varð eðlilegur í akstri í fjórhjóladrifinu. Þannig að það er e-d að vacum-dótinu í bílnum hjá þér og ég veit ekki hvað það er því ég nennti ekki að leita af því, og ef þú finnur út nákvæmlega hvað þetta er þá sendiru mér póst :-)

Re: Leitar til hliðar í frammhjóladrifinu

Posted: 30.okt 2012, 22:01
frá -Hjalti-
Held að skynsamlegasta lausnin í þessu sé frammhásing.

Re: Leitar til hliðar í frammhjóladrifinu

Posted: 30.okt 2012, 23:42
frá uxinn9
Minn vara svona altaf meðan hann var með klafa en eru dekkin ekkert mislitin minn skánaði á vetradekjunum en var skelfilegur á sumadekjunum.
annars á ég hásingu klára handa þér
kv Arnar

Re: Leitar til hliðar í frammhjóladrifinu

Posted: 31.okt 2012, 02:57
frá Hfsd037
sean wrote:Ég lenti í þessu með minn (4Runner)og var að verða geðveikur á þessu, og var einhvern veginn ekki að finna útúr þessu. Var búinn að hjólastilla og yfirfara og endurnýja allannnnnn hjólabúnaðinn, þar á meðal drifköggulinn með öllu, en ekkert kom útúr því. Var búnn að svissa slöngum í vacum draslinu fyrir sjálfvirku lokurnar, og enþá virkaði þetta ekki hjá mér og fór ég að fá mín fyrstu gráu hár á þessu tímabili.
Þá kom bara ekki annað til greina en að þetta sjálfvirkalokunardrasl væri e-d bilað, ég nennti ekki að spá í því lengur vegna fjölgunar á gráuhárunum og keypti mér bara manual-lokur og skipti út þeim hluta á drifkögglinum sem fylgir því systemi.

Og VOLA bíllinn varð eðlilegur í akstri í fjórhjóladrifinu. Þannig að það er e-d að vacum-dótinu í bílnum hjá þér og ég veit ekki hvað það er því ég nennti ekki að leita af því, og ef þú finnur út nákvæmlega hvað þetta er þá sendiru mér póst :-)



Minn kemur með handlokur orginal þannig að ég get strax útilokað þær, ég er farinn að hallast að því að hjólastillingin sé að valda þessu því að hann lét ekki svona í minninguni.
En ég vona að þetta hverfi að mestu eftir hjólastillinguna, hann er mun skárri út á þjóðvegi en mig grunaði.


-Hjalti- wrote:Held að skynsamlegasta lausnin í þessu sé frammhásing.


Mér finnst alveg nóg að vera búinn að eyða einni kúlu í jeppann á þessu ári, það er komið stopp í peningaútgjöld í þennan jeppa í bili..

Re: Leitar til hliðar í frammhjóladrifinu

Posted: 31.okt 2012, 08:21
frá Tómas Þröstur
Mín reynsla er að það séu aðallega dekkinn sjálf sem búi til aksturseiginleika bílsins. Ég á fjóra ganga af dekkjum undir þá tvo jeppa sem ég á - akstureiginleikar þessa tveggja bíla eru háðir því hvaða gangur er undir hverju sinni og er mikill munur á milli dekkja. Dekkin eru venjulega betri að aka á eftir því sem þau eru nýrri.