Síða 1 af 1
næ ekki disco 2 í gang eftir að hann varð dísel laus..
Posted: 30.okt 2012, 20:00
frá stubbur312
næ ekki disco 2 í gang eftir að hann varð dísel laus.. hvað get ég gert til að redda þessu?, þetta er 2002 árgerð, buinn að lesa nokkur forums en ekkert að viti.
Re: næ ekki disco 2 í gang eftir að hann varð dísel laus..
Posted: 30.okt 2012, 20:03
frá HaffiTopp
Loftæma eldsneytiskerfið. Nema það geri það sjálfkrafa.
Gætir þurft að losa loftunartappa á hráolíusíuhúsinu áður en þú pumpar út loftinu.
Re: næ ekki disco 2 í gang eftir að hann varð dísel laus..
Posted: 30.okt 2012, 20:22
frá stubbur312
HaffiTopp wrote:Loftæma eldsneytiskerfið. Nema það geri það sjálfkrafa.
Gætir þurft að losa loftunartappa á hráolíusíuhúsinu áður en þú pumpar út loftinu.
hvar er það staðsett?. mer var bent á að finna pumpu undir húddinu en hún er ekki til staðar, heyri í dæluni.
Re: næ ekki disco 2 í gang eftir að hann varð dísel laus..
Posted: 30.okt 2012, 22:08
frá Stebbi
stubbur312 wrote:HaffiTopp wrote:Loftæma eldsneytiskerfið. Nema það geri það sjálfkrafa.
Gætir þurft að losa loftunartappa á hráolíusíuhúsinu áður en þú pumpar út loftinu.
hvar er það staðsett?. mer var bent á að finna pumpu undir húddinu en hún er ekki til staðar, heyri í dæluni.
pumpan ætti undir eðlilegum kringumstæðum að vera það sem þú skrúfar hráolíusíuna í. Þar er hnappur ofaná sem er pumpan og svo 6mm bolti sem þarf að losa til að koma loftinu út þegar það er pumpað.
Re: næ ekki disco 2 í gang eftir að hann varð dísel laus..
Posted: 30.okt 2012, 22:11
frá reyktour
HaffiTopp wrote:Loftæma eldsneytiskerfið. Nema það geri það sjálfkrafa.
Gætir þurft að losa loftunartappa á hráolíusíuhúsinu áður en þú pumpar út loftinu.
stundum að tala ekki út um rassgatið. Land rover er altaf simple. svissa á svissa af og bíða í 20 sek. Endurtakið þetta 3. vúpti bíllinn í gang.
Re: næ ekki disco 2 í gang eftir að hann varð dísel laus..
Posted: 30.okt 2012, 22:15
frá Fetzer
semsasgt land rover verður að vera simpel,. því eigendurnir eru "sérstakur" hópur manna :) þaggi
Re: næ ekki disco 2 í gang eftir að hann varð dísel laus..
Posted: 30.okt 2012, 22:18
frá ordni
Ef þetta er td5 þá þarftu að svissa á bílinn og leifa dælunni að ganga þar til að hún hættir (tekur um 15-20 sek). Endutaka þetta þrisvar sinnum og þá ætti kerfið að vera búið að lofttæma sig og hann ætti að fara í gang. En þar sem þeir geta verið tregir við að fara í gang ef það er búið að starta honum mikið þá er málið að verða sér úti um silikon sprey og losa turbo hosuna sem gengur upp á soggreinina og fá einhvern til að starta fyrir þig og dæla smá af speyinu inn í soggreinina til að fá hann til að þjappa og Volahh allt í gang og voða gaman.
Gangi þér vel. Kv: Össi.
Re: næ ekki disco 2 í gang eftir að hann varð dísel laus..
Posted: 30.okt 2012, 22:20
frá reyktour
Fetzer wrote:semsasgt land rover verður að vera simpel,. því eigendurnir eru "sérstakur" hópur manna :) þaggi
E það er ekki hægt að redda draslinu með sleggju, ducktapi, sparki og klór í haus jú 13 fastur lykill kemur sterkur inn, ef ekkert af þessu virkar þá er bíllin hættur að vera land rover.
össi þú ert með þetta. ég hringdi í þjáningarbróðir minn og leiðbeindi honum í gegnum þetta. hann hrökk í gang.
Re: næ ekki disco 2 í gang eftir að hann varð dísel laus..
Posted: 30.okt 2012, 22:27
frá HaffiTopp
reyktour wrote:HaffiTopp wrote:Loftæma eldsneytiskerfið. Nema það geri það sjálfkrafa.
Gætir þurft að losa loftunartappa á hráolíusíuhúsinu áður en þú pumpar út loftinu.
stundum að tala ekki út um rassgatið. Land rover er altaf simple. svissa á svissa af og bíða í 20 sek. Endurtakið þetta 3. vúpti bíllinn í gang.
Enda sagði ég "
NEMA ÞAÐ GERI ÞAÐ SJÁLFT"
Veit svo sem ekkert um LR, enda hef ég ekki komið nálæg þannig bílum og hef mjög takmarkaðann áhuga á að gera það nokkurn tímann ;)
Re: næ ekki disco 2 í gang eftir að hann varð dísel laus..
Posted: 30.okt 2012, 22:56
frá stubbur312
þetta hrökk í gáng! :) þakka öllum fyrir svörinn ! (H) hann sem hringdi í mig ég vill þakka honum kærlega fyrir! :)
Re: næ ekki disco 2 í gang eftir að hann varð dísel laus..
Posted: 30.okt 2012, 23:09
frá reyktour
Enda sagði ég "NEMA ÞAÐ GERI ÞAÐ SJÁLFT"
Veit svo sem ekkert um LR, enda hef ég ekki komið nálæg þannig bílum og hef mjög takmarkaðann áhuga á að gera það nokkurn tímann ;)[/quote]
Augljóslega enginn jeppadella hjá þér. :)
Re: næ ekki disco 2 í gang eftir að hann varð dísel laus..
Posted: 30.okt 2012, 23:18
frá HaffiTopp
Hef ekið (eða reynt að aka) einum LR Defender. Það var eins og að reyna að stjórna afkvæmi hests og gamalls legubekks.
Svo hef ég keyrt svona Range Rover 3 cirka 30 metra. Það var reyndar þæginlegt að sitja í honum og temmilega flott að innann. Lengra nær það ekki og ekki mikið til að hrópa húrra fyrir að mínu mati :)
Gott að rellan fór í gang.
Re: næ ekki disco 2 í gang eftir að hann varð dísel laus..
Posted: 31.okt 2012, 08:20
frá Stebbi
Þetta eru greinilega allt of flóknir bílar til að teljast alvöru jeppar.
Engin olía, kaupa olíu, svissa á, svissa af, svissa á, bíða smá, svissa á, hringja í vin, grenja smá, svissa af, berja í mælaborðið, starta í gang.
Ég hélt að þetta væru notendavænar dráttarvélar?
Re: næ ekki disco 2 í gang eftir að hann varð dísel laus..
Posted: 01.nóv 2012, 17:15
frá íbbi
í flestum tilfellum þegar um land rover er að ræða. eru þessir miklu kostir þeirra oftar en ekki bundnir við eigeindurna, en ekki bíla sem slíka