Að handmála bíl ?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Að handmála bíl ?

Postfrá aggibeip » 29.okt 2012, 18:55

Ég ætla mér að handmála jeppann minn og var að spá hvað er best að nota?

Hvaða grunn?
Hvaða lakk?
Þarf að glæra?
Ef svo er, hvaða glæru?

Hvaða aðferð er þæginlegust?

Grunnurinn - Spreyja/Rúlla/Pensla ?
Lakkið - Rúlla/Pensla?
Glæra - Spreyja/Rúlla/Pensla?

Bíllinn er svolítið ryðgaður, er einhver grunnur sem er betri en annar hvað varðar að koma í veg fyrir ryð ?

Takk Fyrir !


Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Að handmála bíl ?

Postfrá jeepson » 29.okt 2012, 19:30

Enginn grunnur stoppar ryð. Það er best að sandblása og grunna svo með tveggjaþátta grunni. epoxy grunnurinn er mjög góður.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


hrappatappi
Innlegg: 123
Skráður: 11.feb 2010, 22:13
Fullt nafn: Hjalti Melsted

Re: Að handmála bíl ?

Postfrá hrappatappi » 30.okt 2012, 00:28

Farðu niðrí slippfélag og fáðu akryl þakmálninguna og grunnin sem fylgir henni. Alveg dúndur efni en þú verður að vera snöggur að mála því hún þornar á no time. :)


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Að handmála bíl ?

Postfrá Oskar K » 30.okt 2012, 17:57

fínnt svo að henda lakkdollunni á ofn áður en hún er notuð (ofn til húsahitunar þá) og skrúfa alla ofna í botn í húsnæðinu sem þetta er gert í og hafa nógu andskoti heitt þar
svo nota bara fína svamprúllu
1992 MMC Pajero SWB

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Að handmála bíl ?

Postfrá aggibeip » 30.okt 2012, 22:38

Þegar þú segir að það sé ekki til ryðstoppandi grunnur þá langar mig bara að spyrja: hvað er þá ryðvarnargrunnur ? er það kanski ekkert sniðugt eða ?
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Að handmála bíl ?

Postfrá jeepson » 30.okt 2012, 22:54

Ryðvarnar grunnur að minni bestu vitund er settur á þegar að það er búið að sandblása En hann stoppar ekkert ryð sem að þú málar yfir. Stjáni hérna á spjallinu getur frætt þig um þetta alt þar sem að pabbi hans er bílasprautari og stjáni hefur nú einnig brasað í þessu í mörg ár.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Að handmála bíl ?

Postfrá aggibeip » 31.okt 2012, 09:59

Já okei, það var einmitt það sem ég var að pæla í, að ná öllu ryði í burtu og nota ryðvarnargrunn svona sem einskonar ryðgetnaðarvörn :) Pælingin var ekki að mála yfir ryðið :) ætla að vanda mig við þetta svo hann verði fallegur næstu árin :)
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Að handmála bíl ?

Postfrá Startarinn » 31.okt 2012, 11:44

Ég byrjaði að handmála minn bíl í áföngum, bara til að stoppa ryð eftir því sem ég hafði tíma.

Ég nota Hempels unigrunn undir á sandblásnu blettina og mála svo yfir með Hempathane, tveggja þátta epoxy málningu.
Þegar ég var að mála toppinn rak ég handlegginn í blauta málninguna, það var ennþá málning á hárunum á handleggnum eftir 2 mánuði, svo ég er nokkuð sáttur við valið á málningunni

Ef þú ferð þessa leið skaltu skaltu vera viðbúinn því að það er SVAKALEGA sterk lykt af málningunni, mæli með loftskipti grímu, eða MJÖG vel loftræstu húsnæði
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Að handmála bíl ?

Postfrá Stebbi » 31.okt 2012, 13:33

Oskar K wrote:........svo nota bara fína svamprúllu



Ekki nota svamprúllu hún ýrir upp lakkið þegar þú ert að rúlla og skilar verri áferð. Það eru til sérstakar lakkrúllur og það er það sem þú átt að nota, byrjaðu á því að tala við einhvern fagmann.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: Að handmála bíl ?

Postfrá gaz69m » 31.okt 2012, 14:43

ekki nota svamp rúllu nema að þú viljir hafa túngl áferð á bílnum þínum , og þú verður að sandblása allt ryð í burtu , setja svo tveggjaþátta grun yfir þá er alveg lokað fyrir raka , einþátta grunnar anda , td gerði tilraun á að hreinsa ryð af plötu og svo málaði ég yfir með bit ætigrunn og það ryðgar undir svoleiðis . lakk rúlla er málið , ég svamprúllaði fyrstabílin minn og hann var kallaður tungli á eftir
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Að handmála bíl ?

Postfrá Oskar K » 31.okt 2012, 16:42

ég náði nú bara flottri áferð á gamlan subaru með skipalakki og svamprúllu
1992 MMC Pajero SWB


Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Að handmála bíl ?

Postfrá Stjáni » 31.okt 2012, 20:45

Það eru til ótal margar gerðir af grunn sem er góður yfir bert stál td. þar sem ryð hefur verið hreinsað burt en ég nota helst
bara einhvern 2ja þátta epoxy grunn td. frá dupoint eða glasurit þetta er nú allt ósköp svipað held ég þegar kemur að gæðum þegar um er að ræða stálgrunn "ætlaðann" bílum og já bara fínt að nota skipalakkið td frá hempel þar yfir til að loka grunninum en mundu bara að grunnurinn sem einn og sér gerir ekkert gagn það verður að loka honum með lakki hvaða lakki sem þú kýst að nota :)

ps. Annars mæli ég hiklaust með bílaverkstæðinu (Reddum Bílnum) við vagnhöfða 7 á sama plani og stál og stansar

kv. Stjáni


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Að handmála bíl ?

Postfrá Ofsi » 31.okt 2012, 21:36

Stálgrunnurinn sem Kristján talar um er öðru nafni kallaður Wash primer (sýrugrunnur) stundum stálgrunnur, þar sem hann er málaður eða sprautaður á bletti sem hafa verið slípaðir niður á beran málminn. Grunnurinn er mjög þunnur til þess að hann smjúgi betur inn í efnið. Af þessum grunn þarft þú lítið, enda bara borinn á þá bletti sem eru opnir eftir spörslun. Síðan ættir þú að nota þann grunn sem passar við það lakk sem þú hefur valið þér að nota til þess að rúlla bílinn. (þekki þau efni ekki) enda eru 30 ár frá því rúllaði síðast og þá með Kraftlakki. Þá tókum við reyndar eina 5 pikkuppa í röð fyrir vestan, máluðum þá alla Kraftlakk bláa :-) , Svo notar þú litla rúllu með stuttum og þéttum hárum, með því móti er minnst af loftbólum. Og eins og Stebbi segir, gott að hafa góðan yl í skúrnum svo lakkið fljóti vel. Svo getu þú bara komið við Aggi minn, þú ratar er það ekki :-)
kv J Snæland

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Að handmála bíl ?

Postfrá Startarinn » 31.okt 2012, 22:36

Það sem hefur vikrað best fyrir mig með Hempathane málninguna er svamprúlla, ég hafði einmitt áhyggjur af loftbólumyndun og byrjaði með fínni lakkrúllu, húddið lítur út eins og hraun.
Toppinn tók ég með svamprúllu og heppnaðist bara vel, hempathane er MIKIÐ þynnra en gömlu vinnuvéla og kraftökkin
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Að handmála bíl ?

Postfrá StefánDal » 31.okt 2012, 23:00

Ég hef oft viðrað þá hugmynd við hann karl faðir minn að rúlla bíla. Hann er gamall bílasprautari með meiru og heldur því fram að það sé svipað mikil vinna fólginn í því að rúlla bíl eða sprauta. Að sprauta sé fljótlegra ef eitthvað er.

Nú trúi ég yfirleitt öllu sem hann segir en hvað segið þið sem hafið reynslu af hvoru tveggja?


reyktour
Innlegg: 183
Skráður: 25.sep 2011, 17:13
Fullt nafn: Sveinbjörn Karvelsson
Bíltegund: Land Rover

Re: Að handmála bíl ?

Postfrá reyktour » 31.okt 2012, 23:17

Eru menn ekki að handmála vegna þess að það virkar fljòtlegra.
ef menn gefa sér tíma og vanda til verka er miklu betra að sprauta.

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Að handmála bíl ?

Postfrá aggibeip » 01.nóv 2012, 14:44

Einhvernveginn held ég bara að handmálun sé margfalt ódýrari bæði efnislega séð og maður getur gert þetta sjálfur án aðkeyptrar vinnu.. Tíminn er ekki málið hjá mér í þessum efnum heldur peningarnir :)

Já og Nonni, ég kíki við hjá þér um leið og ég fæ númerin á hann :)
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Að handmála bíl ?

Postfrá Startarinn » 01.nóv 2012, 19:13

Ástæðan fyrir því að ég ákvað að rúlla minn bíl er að mér dettur ekki í hug að leggja þá vinnu í undirvinnuna sem þarf að gera fyrir sprautun, bíllinn er 22ja ára gamall og fjallabíll.

Ég get þá líka get þetta í áföngum án langra stoppa eftir því sem ég hef tíma til að sinna þessu

Ég hef ekki nokkurn áhuga á að vera á bíl sem er búið að leggja svo mikla vinnu í útlitið á að maður leggst í fósturstellinguna og sýgur þumalinn ef það kemur rispa, bíllin er gamall, notaður sem slíkur og má alveg sjá á honum, svo lengi sem hann ryðgar ekki, þetta er vinnuhestur, ekki sunnudagsrúntari
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Að handmála bíl ?

Postfrá StefánDal » 01.nóv 2012, 19:34

Nú spyr ég enn eins og sauður. Er hægt að bóna svona rúllaða bíla og hafa þá sæmilega?

User avatar

joisnaer
Innlegg: 482
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

Re: Að handmála bíl ?

Postfrá joisnaer » 01.nóv 2012, 20:33

varðandi ryð, þá prófaði ég að rust converter sem fæst í N1. pússaði ryðið svona létt upp með vírbursta (á slípirokk reyndar)
setti rust converter efnið á með pensli, eða setti góða slummi yfir blettinn og dreifði með pensli. málaði svo yfir.

mér fannst þetta svoldið auðveld leið til að gera þetta með "rassgatinu" en þetta virðist halda ryðblettnum alveg nokkuð góðum, ótrúlegt en satt.

mæli með þessu efni ef maður er bara að bjarga ryðblettum ef maður ætlar ekkert að vera að gera þetta mjög fagmannlega og er ekki mikið að pæla í útliti.
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur


Raggi B.
Innlegg: 83
Skráður: 05.sep 2010, 20:48
Fullt nafn: Ragnar Ingi Bjarnason

Re: Að handmála bíl ?

Postfrá Raggi B. » 01.nóv 2012, 21:08

Hef notað svona Rust-Converter frá N1 (Bílanaust), hreinsaði stálið niður í hreint stál (sandblés) smellti svo smá skvettu af rust convertenrum á. Svo epoxy grunn, svo lakki og þar næst glæru. Þetta hljóp upp aftur á bílnum þar sem þetta var gert, skil ekki því þetta gékk ekki því það var dundað full lengi í að gera þetta ágætt.

Já það var notaður sandpappír, trefjamottur og silikonhreinsir á milli umferða....
LC 120, 2004

User avatar

joisnaer
Innlegg: 482
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

Re: Að handmála bíl ?

Postfrá joisnaer » 01.nóv 2012, 21:11

Raggi B. wrote:Hef notað svona Rust-Converter frá N1 (Bílanaust), hreinsaði stálið niður í hreint stál (sandblés) smellti svo smá skvettu af rust convertenrum á. Svo epoxy grunn, svo lakki og þar næst glæru. Þetta hljóp upp aftur á bílnum þar sem þetta var gert, skil ekki því þetta gékk ekki því það var dundað full lengi í að gera þetta ágætt.

Já það var notaður sandpappír, trefjamottur og silikonhreinsir á milli umferða....


þetta efni er náttúrulega hannað til að vinna með ryði, virkar eflaust ekki á hreint stál.
það verður víst einhver efnabreyting þegar þetta kemst í snertingu við ryð sem myndar sterka og góða vörn gegn ryði og hindrar að
hlutinn fari ekki að ryðga meira.
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur


Raggi B.
Innlegg: 83
Skráður: 05.sep 2010, 20:48
Fullt nafn: Ragnar Ingi Bjarnason

Re: Að handmála bíl ?

Postfrá Raggi B. » 02.nóv 2012, 10:05

joisnaer wrote:
Raggi B. wrote:Hef notað svona Rust-Converter frá N1 (Bílanaust), hreinsaði stálið niður í hreint stál (sandblés) smellti svo smá skvettu af rust convertenrum á. Svo epoxy grunn, svo lakki og þar næst glæru. Þetta hljóp upp aftur á bílnum þar sem þetta var gert, skil ekki því þetta gékk ekki því það var dundað full lengi í að gera þetta ágætt.

Já það var notaður sandpappír, trefjamottur og silikonhreinsir á milli umferða....


þetta efni er náttúrulega hannað til að vinna með ryði, virkar eflaust ekki á hreint stál.
það verður víst einhver efnabreyting þegar þetta kemst í snertingu við ryð sem myndar sterka og góða vörn gegn ryði og hindrar að
hlutinn fari ekki að ryðga meira.


Já það var notað líka á ryð sem var búið að kroppa mesta lausa af og skvett svo á.

Þetta virkar bara illa finnst mér, það gæti verið rétt að þetta virki alls ekki vel á bert stálið.
LC 120, 2004


Gunnar
Innlegg: 226
Skráður: 31.des 2010, 20:09
Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
Bíltegund: Wranger YJ 38"

Re: Að handmála bíl ?

Postfrá Gunnar » 02.nóv 2012, 12:11

rust converter virkar ekki á bert stál, bara ryðgað, það þarf sýrugrunn held ég til að loka beru stáli fyrir málningu.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 21 gestur