Síða 1 af 1
Að breyta rafmagnslás í loftlás
Posted: 05.feb 2010, 16:22
frá SævarM
Sælir ég er með 80 cruiser sem er með ónýtan mótor á læsingunni og líkla búin að steikja stjórntölvuna líka.
Er einhver sem hefur gert þetta hérna eða getur frætt mig um það.
Kv Sævar
Re: Að breyta rafmagnslás í loftlás
Posted: 05.feb 2010, 19:05
frá ofursuzuki
Þetta á ekki að vera flókið. Það er settur lofttjakkur í staðin fyrir mótorinn en það er smíðað stykki til að festa tjakkinn í staðinn fyrir mótorinn.
Ég veit að þeir hjá K2M á Akureyri hafa átt allt í þetta, tjakkana og festingarnar og þetta er held ég ódýrara en að fá nýjan mótor því þeir eru víst dýrir.
Re: Að breyta rafmagnslás í loftlás
Posted: 06.feb 2010, 02:18
frá KarlHK
Ég hef líka heyrt af því að menn hafa verið að breyta þessu í barkalæsingu.
Ef ég mundi gera svoleiðis , þá mundi ég finna mér handbremsujúnit úr bíl og nota það.
Kv. Kalli
Re: Að breyta rafmagnslás í loftlás
Posted: 06.feb 2010, 11:11
frá ellisnorra
Ég er einmitt að fara í þetta fljótlega. Gaman væri að sjá myndir hjá þeim sem hafa gert þetta.
Re: Að breyta rafmagnslás í loftlás
Posted: 13.feb 2010, 20:10
frá Phantom
vélaverkstæði kristjáns í borgarnesi, kostaði mjög lítið. Ath með þá
Re: Að breyta rafmagnslás í loftlás
Posted: 13.feb 2010, 20:45
frá Ingaling
Kjartan í mosó lét græja svona lofttjakk í Grandinn sem ég átti. Ljónstaðabræður sáu um alla þá smíði. Þá var skipt úr barkadrifi yfir í loft.
Re: Að breyta rafmagnslás í loftlás
Posted: 14.feb 2010, 09:53
frá ellisnorra
En á enginn myndir af þessu fyrir mig?
Re: Að breyta rafmagnslás í loftlás
Posted: 14.feb 2010, 15:13
frá dabbi
Sælir,
Hérna er mynd af þessu eins og það er hjá mér á LC90, þetta var gert af K2 Akureyri, er mjög sáttur við þessa lausn.
kostaði bara 1/3 af því sem nýr mótor kostaði
mbk
Dabbi
PS. þú getur komið að skoða þetta hjá mér ef þú villt. sláðu bara á þráðin 770 1058 er i Moso
Re: Að breyta rafmagnslás í loftlás
Posted: 14.feb 2010, 15:53
frá Polarbear
ég persónulega myndi gera smá hlífar utanum þetta, en á eftir að sannfæra Dagbjart um nauðsyn þess :) það væri leiðinlegt að stúta þessu fína kerfi í krapasulli t.d.
Re: Að breyta rafmagnslás í loftlás
Posted: 14.feb 2010, 16:10
frá dabbi
ég er búinn að smíða hlíf yfir þetta,
á bara eftir að afreka að koma henni á :D en það er eins og margt annað Lalli minn :P
kv
Dabbi
Re: Að breyta rafmagnslás í loftlás
Posted: 14.feb 2010, 19:54
frá ellisnorra
Já svona er þetta, ég hafði einmitt hugsað mér hvort þetta væri ekki líka sniðugt en tjakkurinn sem ég fékk fyrir lítið hentar illa fyrir þetta, hann er með 5cm færslu (sem þarf kannski ekki að nota alla). Er stöðugt loft á annari slöngunni til að halda honum ólæstum? Ef svo er þá er það vesen, þá þarf alltaf að vera loft á kerfinu sem maður notar kannski bara örsjaldan. Ég hafði hugsað mér að vera með einhvern arm á öxlinum sem sem snýst í 90°, en það gæti verið hálfgert húmbúkk. Sennilega er þetta besta lausnin bara, það þarf meira mekkanó fyrir mína hugmynd, auk þess sem það er opnara.
Re: Að breyta rafmagnslás í loftlás
Posted: 14.feb 2010, 21:01
frá dabbi
elliofur wrote:Já svona er þetta, ég hafði einmitt hugsað mér hvort þetta væri ekki líka sniðugt en tjakkurinn sem ég fékk fyrir lítið hentar illa fyrir þetta, hann er með 5cm færslu (sem þarf kannski ekki að nota alla). Er stöðugt loft á annari slöngunni til að halda honum ólæstum? Ef svo er þá er það vesen, þá þarf alltaf að vera loft á kerfinu sem maður notar kannski bara örsjaldan. Ég hafði hugsað mér að vera með einhvern arm á öxlinum sem sem snýst í 90°, en það gæti verið hálfgert húmbúkk. Sennilega er þetta besta lausnin bara, það þarf meira mekkanó fyrir mína hugmynd, auk þess sem það er opnara.
Ég er nú venjulega ekki með loft til að halda honum opnum (enda færist hann ekki inn nema með Lofti)
ég er bara með tvo rafmangsloka á loftinu annar default opinn og hinn default lokaðan, tengda inn á Orginal ARB lúmið ég er nú ekki viss hvað færslan er mikil þarna, en eflaust eu 5cm allt of mikið hann stoppar bara þegar hann er kominn í lás væntanlega.
mbk
Dabbi
Re: Að breyta rafmagnslás í loftlás
Posted: 14.feb 2010, 21:22
frá ellisnorra
Færslan þarna er uþb 10-15mm ef augað man það rétt. Tjakkurinn minn hentar bara ekki í þetta, sennilegast er best að fá sér annan tjakk í þetta bara. Takk fyrir þessar hugmyndir :)
Re: Að breyta rafmagnslás í loftlás
Posted: 26.feb 2010, 10:55
frá Phantom
Ein slanga og svo gormur inn í tjakknum til að halda norma opnu, það er einfalt.
Re: Að breyta rafmagnslás í loftlás
Posted: 26.feb 2010, 11:32
frá ellisnorra
Já það var líka planið að nota gorm.