Síða 1 af 1

MMC framhásingar??

Posted: 19.okt 2012, 14:51
frá sonur
sælir

fann þetta ekki með leitarvélinni í fljótu bragði en hvaða MMC kemur á hásingum að framan?
og hvaða stærð af köggli koma þær með?

Re: MMC framhásingar??

Posted: 19.okt 2012, 16:40
frá HaffiTopp

Re: MMC framhásingar??

Posted: 19.okt 2012, 17:15
frá helgiaxel
Ég smíðaði mér bara framhásingu sjálfur undir Galloperinn min

Kv
Helgi Axel

Re: MMC framhásingar??

Posted: 19.okt 2012, 18:51
frá siggisigþórs
það er einfaldast að setja hilux hásingu undir þær eru að vísu ekki alveg jafn breiðar en speiserar laga það ,kvaða hlutfall ert þú með

Re: MMC framhásingar??

Posted: 19.okt 2012, 19:09
frá Stebbi
siggisigþórs wrote:það er einfaldast að setja hilux hásingu undir þær eru að vísu ekki alveg jafn breiðar en speiserar laga það ,kvaða hlutfall ert þú með


Þá þarftu að snúa hásinguni og það er ekkert svo einfalt nema maður hafi góða aðstöðu.

Re: MMC framhásingar??

Posted: 19.okt 2012, 19:21
frá siggisigþórs
Stebbi wrote:
siggisigþórs wrote:það er einfaldast að setja hilux hásingu undir þær eru að vísu ekki alveg jafn breiðar en speiserar laga það ,kvaða hlutfall ert þú með


Þá þarftu að snúa hásinguni og það er ekkert svo einfalt nema maður hafi góða aðstöðu.

er kúlan ekki hægra meginn á mmc

Re: MMC framhásingar??

Posted: 19.okt 2012, 19:36
frá HaffiTopp
Kúlan er vinstra megin, hlutfallið er örugglega 4:88 sé þetta díselbíll.

Re: MMC framhásingar??

Posted: 20.okt 2012, 08:56
frá sonur
Nei ég er með 4.625 og kúluna vinstramegin semsagt bilstjóramegin

hvernig er það hafa menn ekki lækkað klafa system undir Hilux og MMC áður tilþess að hækka bilinn??

p.s. hvaða hlutföll komu Galloper diesel með?? er þetta ekki bara MMC?

Never mind, fann þetta
Common relation(final gear ratio) are: 4.625:1 for 2 doors
4.875:1 for 2.5 turbo (without intercooler) and 235/75x15 tires
5.285:1 for 2.5 TCI(intercooler) and 265/75x15 tires

Re: MMC framhásingar??

Posted: 23.okt 2012, 23:31
frá grimur
Ég er eiginlega 100% viss um að Galloper diesel beinskiptur sé með 1:5.29 hlutföllum.
Veit ekki með framdrifið, en afturdrifið er mjög liklega það sama og í Mitsubishi.

kv
Grímur

Re: MMC framhásingar??

Posted: 24.okt 2012, 06:58
frá helgiaxel
Galloper er með 4,88 hlutföll, 8" drif að aftan, diskalás og skálarbremsum,, 7,5 low pinjon að framan,

Pajero eftir 92" er með 4,88 og sumar típur með 5,29, 9" drif að aftan, loftlás og diskabremsum, 8" high pinjon að framan

2,8tdi beinskiptur og V6-3500, eru með 9,5" afturdrif með 4,88

Ég setti 9" 5,29 hásingu að aftan undir Galloperinn minn, smíðaði svo upp framhásingu upp úr eins afturhásingu og er þar af leiðandi með 5,29 9" drif að framan og aftan og loftlæsingar framan og aftan.

Kv
Helgi

Re: MMC framhásingar??

Posted: 24.okt 2012, 10:11
frá sonur
Flott svör stákar bara Hale lúja að þetta spjall af fundið upp :D

Haffi snillingur upplýsti mig um að ég er vist með 5.285:1 í hlutföllum undir L300 hjá mér
ég vissi að ég væri með diskalæsingu sem eru stórhættulegar í þessum bílum í hálku hehe

En Helgi Axel hvaða nöf notaðistu þá við á smíðuðu hásingunni? hilux bara?

Ég á auka afturhásingu úr L300 með diskalæsingu gæti vel verið að þetta væri bara mjög sniðug leið
að smíða bara úr henni framhásingu held að hún sé 8"

Re: MMC framhásingar??

Posted: 24.okt 2012, 12:42
frá helgiaxel
sæll Elías

Ég notaði Patrol framhásingu í þetta, skar köggulinn úr og sauð Pajero köggulinn í, svo vöru öxlarnir rillaðir upp til að passa inní Pajeroinn,

viewtopic.php?f=9&t=11405

Kv
helgi

Re: MMC framhásingar??

Posted: 24.okt 2012, 20:56
frá Stebbi
helgiaxel wrote:Galloper er með 4,88 hlutföll, 8" drif að aftan, diskalás og skálarbremsum,, 7,5 low pinjon að framan,

Pajero eftir 92" er með 4,88 og sumar típur með 5,29, 9" drif að aftan, loftlás og diskabremsum, 8" high pinjon að framan

Kv
Helgi


2.5 pajero er með 7.25" framdrif eins og Galloper og 5.29 hlutfallið er bara til í litla framdrifið og 9" afturdrifið og þá bara í beinskiptum 2.5 bíl.

Re: MMC framhásingar??

Posted: 24.okt 2012, 22:48
frá HaffiTopp
Stebbi wrote:
helgiaxel wrote:Galloper er með 4,88 hlutföll, 8" drif að aftan, diskalás og skálarbremsum,, 7,5 low pinjon að framan,

Pajero eftir 92" er með 4,88 og sumar típur með 5,29, 9" drif að aftan, loftlás og diskabremsum, 8" high pinjon að framan

Kv
Helgi


2.5 pajero er með 7.25" framdrif eins og Galloper og 5.29 hlutfallið er bara til í litla framdrifið og 9" afturdrifið og þá bara í beinskiptum 2.5 bíl.


Sjálfskiptu 2.5 bílarnir eru líka með 5.29:1

Re: MMC framhásingar??

Posted: 24.okt 2012, 23:08
frá grimur
Eins og ég sagði, þá er ég nánast 100% viss um að beinskipti Galloperinn minn, með 2,5 diesel, sé með 1:5.29.
Ef ekki, þá er fjórði gírinn ekki beint í gegn, niðurgírun í millikassa eða ég kann ekki á málband, GPS og reiknivél.

Það er ekkert líklegra en að sjálfskipti bíllinn sé með hærri hlutföll, sennilega 1:4.88
:-)

Re: MMC framhásingar??

Posted: 24.okt 2012, 23:40
frá HaffiTopp
Er þinn Galloper á (nánast) orginal dekkjastæð Grímur? Ef svo er hvað snýst hann þá á 90 miðað við GPS?

MMC L300

Posted: 20.nóv 2012, 18:06
frá sonur
Strákar, er eðlilegt að samstlátturinn að framan sé bara 3cm?
Var úti í dag að tjakka bílinn upp og niður og ég næ ekki fjöðruninni meira saman en 2.5 - 3cm (er að mæla samsláttarpúðann)

virðist vera nóg sundursláttur, var að mæla allan bilinn til fyrir 38", meira en nóg pláss að aftan
annað mál að framan þarf að skera duglega úr hurðinni en brettið að innan virðist sleppa ef
þessi samsláttur er ekki meira en 3cm :D

?

Re: MMC framhásingar??

Posted: 20.nóv 2012, 18:29
frá StefánDal
Þetta verður eflaust frábær jeppi

Re: MMC framhásingar??

Posted: 20.nóv 2012, 18:58
frá sonur
StefánDal wrote:Þetta verður eflaust frábær jeppi



Þetta er eflaust eitthvernvegin svona, fannst þetta bara vera svo litill samsláttur

Image

En þá er það bara til hins betra, þá þarf ég ekki að skera eins mikið úr eins og ég hélt