Síða 1 af 1
Sjálfstæður millikassi?
Posted: 06.okt 2012, 21:06
frá RúnarA
Ég á Econoline 2005 árg. með 4,6 lítra vél sem mig langar að koma framdrifi undir. Til að þurfa ekki að láta rífa skiptinguna í spað til að setja við hana millikassa fór ég að spá hvort það væri vitlaust eða ekki að setja í bílinn sjálfstæðan millikassa. Hvað finnst mönnum um þetta, kostir gallar, og hvaða dót væri hægt að nota í þetta.
Tek fram að ég er ekki að spá í að breyta bílnum til vetrarferða, er að spá í ca. 35" dekk
Allur vísdómur vel þeginn.
Kv. Rúnar
Re: Sjálfstæður millikassi?
Posted: 06.okt 2012, 21:24
frá ellisnorra
Ég sé ekkert að því, ég setti volvo vél í torfærugrind sem ég á og notaði sjálfstæðan millikassa úr súkku til að fá framdrif og það hefur ekki klikkað nokkurn hlut, reyndar langt því frá að vera daily driver en vel tekið á því oft samt.
Re: Sjálfstæður millikassi?
Posted: 06.okt 2012, 21:48
frá Þorri
Econolineinn sem ég átti var með sjálfstæðan millikassa hann kom að ég held úr dodge weapon. það þarf að passa að krossarnir í skaftinu frá skiptingu að milli kassa séu með sama broti helst alveg beinir til að forðast titring annað held ég að sé ekki vandamál.
Re: Sjálfstæður millikassi?
Posted: 06.okt 2012, 21:51
frá Kiddi
Ég var með puttana í breytingu á E-350 2004 módelinu, að vísu var það díselbíll. Ég þori ekki alveg að fara með það en ég er svo gott sem viss um að það var bara boltaður endinn aftan af skiptingunni, og boltað á millistykki fyrir millikassa... millistykkið var frekar langt.
Ég myndi í það minnsta kanna málið með þessa skiptingu sem þú ert með, hvort það sé sama saga með hana.
Re: Sjálfstæður millikassi?
Posted: 06.okt 2012, 22:19
frá Freyr
Bens G jepparnir eru með sjálfstæðan millikassa sem myndi hugsanlega henta í þetta, ath samt vel að mig minnir að hugsanlega séu þeir þannig að þeir snúast öfugt m.v. aðra millikassa, bíllinn myndi s.s. hafa 4 þrep aftur á bak og eitt áfram, er samt ekki viss...
Re: Sjálfstæður millikassi?
Posted: 06.okt 2012, 23:13
frá RúnarA
Skiptingin í mínum bíl heitir 4R70E og það þarf að rífa hana til grunna til að skipta um output öxulinn. Það væri auðveld leið að finna skiptingu úr F150 4x4 bíl en þar sem þetta er rafmagnsstýrð skipting, 4R70"E" þá veit ég ekki í hvaða hremmingum maður lendir ef maður byrjar að fikta.
Varðandi Bens millikassann þá held ég að fram og afturskaft snúist í gagnstæðar áttir.
Kv. Rúnar
Re: Sjálfstæður millikassi?
Posted: 06.okt 2012, 23:37
frá Kiddi
Ég heyrði eitt sinn af manni sem setti ameríska framhásingu undir Benz, með benz millikassa. Það gekk allt svona líka glimrandi vel þar til hann ætlaði að bakka út úr skúrnum, lyfti kúplingunni og bíllinn bara drap á sér....
Re: Sjálfstæður millikassi?
Posted: 07.okt 2012, 00:45
frá Þorri
Þú þarft ekki að skipta um output öxulinn. Það er sett millistykki í staðinn fyrir enda stútinn sem er hægt að skrúfa af þá kemur millikassinn þar aftaná. Þetta er í lengri kanntinum en það er í lagi á þessum bílum.
Re: Sjálfstæður millikassi?
Posted: 17.okt 2012, 19:23
frá Grímur Gísla
Held að það sé örugglega rétt hjá mér að eftir 91 sé G-lander millikassinn orðinn með rétta snúningsátt á .
Re: Sjálfstæður millikassi?
Posted: 17.okt 2012, 20:21
frá Stebbi
Ef að sögusagnir eru sannar þá er þetta bara uppfærð og tölvustýrð AOD-E skipting og þá á alveg að vera hægt að losa aftanaf henni og setja millikassa adapter á hana.
Advance Adapters eiga til sett til að koma 4 millikössum aftaná AOD-E.
Re: Sjálfstæður millikassi?
Posted: 17.okt 2012, 22:27
frá juddi
Þetta er uppfærð E4OD skipting
Re: Sjálfstæður millikassi?
Posted: 18.okt 2012, 18:01
frá Stebbi
E4od er heavy duty skipting sem kemur í staðin fyrir C6, finnst aðalega aftaná 7.3 og 460. Þætti skrýtið að sjá svoleiðis verkfæri í 150 bíl enda sú skipting sem skiptir henni út heitir 5R eitthvað og er aftaná 6.0 PowerStroke
Re: Sjálfstæður millikassi?
Posted: 18.okt 2012, 18:53
frá RúnarA
Þorri wrote:Þú þarft ekki að skipta um output öxulinn. Það er sett millistykki í staðinn fyrir enda stútinn sem er hægt að skrúfa af þá kemur millikassinn þar aftaná. Þetta er í lengri kanntinum en það er í lagi á þessum bílum.
Getið þið sagt mér meira um þennan möguleika? Allt sem ég hef fundið um að setja millikassa aftan á 2wd 4R70E eða 4R70W sem er sama skiptingin nema ekki tölvustýrð krefst þess að skipt sé um output öxulinn, sjá td. Advance adapters.
Kv. Rúnar
Re: Sjálfstæður millikassi?
Posted: 18.okt 2012, 19:33
frá Gísli Þór
Eins og komið hefur fram þarf að skipta um útöxul skiptingarinnar ef setja á orginal millistykki aftaná en ljónsstaðir hafa átt eða smíðað millistykki aftaná þessar skiptingar þar sem orginal eða langi öxullinn er notaður og þá er það bara boltað aftaná skiptinguna í bílnum og millikassinn á það en þá þarf að minnka eldsneytistankinn aðeins meira en ef orginal stutti endinn er notaður en það þarf alltaf að stytta tankinn enda lítið mál að bæta öðrum tanki aftast í bílinn. Svo rabbaðu við strákana á Ljónsstöðum þeir eru miklir snillingar og viljugir að hjálpa og ráðleggja.
kv Gísli
Re: Sjálfstæður millikassi?
Posted: 20.okt 2012, 10:42
frá juddi
Einfaldast að nota orginal millistikkið og setja framlengingu á það
Re: Sjálfstæður millikassi?
Posted: 09.maí 2016, 13:08
frá brunki
sælir félagar ég á til millistykki fyrir sem kemur aftan á c6 og 205 millikassann
Re: Sjálfstæður millikassi?
Posted: 09.maí 2016, 14:48
frá Brjotur
Millistykkið er málíð búin að framkvæma svona sjálfur einu sinni einfalt og fljótlegt :)