Síða 1 af 1
bremsuvandamál Terrano
Posted: 03.okt 2012, 20:30
frá pattigamli
Terrano 2 96
hvernig er það með vacuum dælu og power kút er það að bila mikið svo vitað sé eða þekkt vandamál? eða hvað getur verið að bremsunum?
bíllinn er frekar þungur í bremsu og snarhemlar ekki heldur hægir bara þétt niður dregur ekki hjól.
Ér ekki með abs.
Búið að renna diska að framan nýir klossar lausar Dælur og stýringar
nýir borðar skálar góðar og dælur lausar aftan, handbremsa góð.
Re: bremsuvandamál
Posted: 04.okt 2012, 22:50
frá pattigamli
hefur enginn lent í svona á terrano
Re: bremsuvandamál Terrano
Posted: 05.okt 2012, 11:53
frá olei
Prófaðu að smella vakúmmæli á lögnina í kútinn. Sogið á að vera: 93.3 kPa (933 mbar, 700 mmHg, 27.56 inHg) eða meira. Þessar tölur eru reyndar fyrir yngri bíl með 2.7 tdi.
Re: bremsuvandamál Terrano
Posted: 05.okt 2012, 12:26
frá pattigamli
þessi er 2.7 tdi líka ætla að versla mér mælir í dag og mæla þetta .mér fynst vera lítið sog svona með putanum sem mæli
Re: bremsuvandamál Terrano
Posted: 18.okt 2012, 18:54
frá pattigamli
olei wrote:Prófaðu að smella vakúmmæli á lögnina í kútinn. Sogið á að vera: 93.3 kPa (933 mbar, 700 mmHg, 27.56 inHg) eða meira. Þessar tölur eru reyndar fyrir yngri bíl með 2.7 tdi.
Jæja hafði það logsins af að út vega mér vacum mæli og er búin að mæla í bak og fyrir.
sogið er 94.0 kPa og helst þó að það sé búið að drepa á sem sagt legur ekki í lægi
þegar stígið er á bremsuna fellur ekki sogið en um leið og bremsunni er slept fellur sogið
í 60.0 kPa og byrjar strax að sjúga sig í 94.0 kPa.þetta er bara í lægi.
En hvað er þá næst . skipta um allan bremsuvökva ?
hvernig er ónítur bremsuvökvi að virka
Re: bremsuvandamál Terrano
Posted: 18.okt 2012, 19:55
frá Guðmundur Ingvar
Ég myndi giska á að þetta væri "hjálparlofts kúturinn" man ekki í augnablikinu hvað han heitir, en ég er að tala um kútin sem höfuðdælan boltast á.
hef lent í því að það bili á terrano 2,7tdi sá var líklega í kringum '95 árgerð
kv
Guðmundur
Re: bremsuvandamál Terrano
Posted: 18.okt 2012, 20:15
frá gassi84
eg á altt í þetta úr terrano 99 bensín 6968599
Re: bremsuvandamál Terrano
Posted: 21.okt 2012, 14:39
frá pattigamli
veit enginn hvernig ónítur bremsuvökvi aktar.
Re: bremsuvandamál Terrano
Posted: 21.okt 2012, 21:10
frá thor_man
Búinn að tékka á að ekki sé loft á bremsunum? Lenti í ekki ósvipuðu á Grand Vitara foreldranna..