Síða 1 af 1
Afgas mælar
Posted: 30.sep 2012, 10:47
frá Styrmir
Til hvers þarf maður afgasmæli og hvaða mælar eru bestir?
Re: Afgas mælar
Posted: 30.sep 2012, 10:51
frá HaffiTopp
Ef þú ert með farþega í bílnum og einhver þeirra rekur við þá er þessir mælar fínir til að komast að því hver það var.
Re: Afgas mælar
Posted: 30.sep 2012, 11:17
frá ivar
Styrmir ef þér finnst bíllinn fara of hratt yfir og of kraftmikill geturðu sett afgashitamæli til að draga úr ákafa bílstjórans.
Myndi sjálfur íhuga að vera með svona mæli og hef einusinni haft en hann var ekki skemmtilegur. Gerði ekkert annað en að draga úr manni. Hinsvegar ef ég ætlaði að kaupa svona myndi ég fá mér ódýran mæli frá kína og setja hann eftir túrbínu svo mælirinn get ekki með nokkru móti skemmt túrbínuna.
Re: Afgas mælar
Posted: 30.sep 2012, 11:33
frá Izan
Sæll
Afgashitamælir er eins og nafnið gefur til kynna hitamælir sem getur mælt afgashita. Ef afgashitinn fer upp fyrir t.d. 700 gráður ertu að sjá hversu mikill hiti verður til í brunahólfinu og fer um heddið sem er úr áli. Hreint ál hefur bræðslumark um 900° svo að á nýtísku bílum getur verið nauðsynlegt að fylgjast með þessu hitastigi. Flestir sem ég hef spjallað við miða við að afgashitinn fari ekki uppfyrir 700°C.
Þetta getur gerst á mikið breyttum bílum því að álagið breytist tölvert þegar dekkin eru stækkuð og þetta gerist pottþétt ef þú eykur við olíuna eða ef loftsían stíflast.
Kv Jón Garðar
P.s. settu þessa mæla s.s. afgashita og boost mæli ef þú ætlar að auka vélaraflið einhvernveginn t.d. með tölvukubb eða með því að auka við oliuverkið.