Síða 1 af 1

lc 80 upphækunn

Posted: 26.sep 2012, 18:37
frá Sveinn.r.þ
Hæ er að fara setja hann á 38".Búið að hækka hann að framann og lækka stýfu um 65mm og að aftann um 80mm en ekki stýfu,
spurninginn er hvað eru menn að hækka þá mikkið,og færa stýfufestingar jafnmikkið.

Svör óskast fyrir föstdag.
Kv
Sveinn

Re: lc 80 upphækunn

Posted: 26.sep 2012, 20:19
frá Freyr
Síkkaðu framstýfurnar jafn mikið og þú hækkar hann upp. Hækkaði svona bíl á 35" sem áður var hækkaður um 65mm og með 65 mm stýfusíkkun um 40 mm í viðbót og hann varð hundleiðinlegur í akstri og fjaðraði mun verr, síkkaði svo stýfuturnana um 40 mm í viðbót og bíllinn varð allt annar og betri eftirá. Hef nákvæmlega sömu sögu að segja um 46" F350 Ford sem ég breytti. Síkkaðu þverstýfuturnana og framstýfuturnana jafn mikið og þú hækkar bílinn. Það skiptir minna máli að aftan, þó verður bíllinn rásfastari/stöðugri á vegi ef afturstýfurnar eru síkkaðar líka.

Kv. Freyr