Síða 1 af 1

Subaru dælur á 9" gamla bronco

Posted: 25.sep 2012, 21:39
frá eythor6
Er eitthver hérna sem getur frætt mig um þetta setup. Þarf að fara kíkja í bremsur að aftan. Er bremsu braketið smíðað eða fittar það af eitthverju öðru á 9"

Eyþór

Re: Subaru dælur á 9" gamla bronco

Posted: 25.sep 2012, 22:31
frá Freyr
Ég er með subaru 1800 dælur að aftan á minni 9". Eyrun á hásingunni sem klossa/dæluhaldarinn boltast í eru sérsmíðuð-soðin á hásinguna. Annars mæli ég með því að þú notir ekki subaru dælurnar heldur finnir þér sambærilegar dælur úr yngri bíl, t.d. mazda 626 eða mazda eða mitsubishi galant. Þessar subaru dælur eru orðnar svo gamlar að það er orðið svolítið vesen að halda þessu við (aðgengi að varahlutum).

Re: Subaru dælur á 9" gamla bronco

Posted: 26.sep 2012, 01:11
frá Braskar
svo er líka hægt að velja einföldu leiðina panta svona http://www.ebay.com/itm/9-FORD-REAR-DIS ... es&vxp=mtr nýtt og setja svo hendbremsuna á millikassann :)

Re: Subaru dælur á 9" gamla bronco

Posted: 26.sep 2012, 01:35
frá Freyr
Hvernig í ósköpunum er það einfalda leiðin? Sama vinna að koma dótinu á hásinguna og þá er samt handbremsan eftir???????

Re: Subaru dælur á 9" gamla bronco

Posted: 26.sep 2012, 01:57
frá Oskar K
Freyr wrote:Ég er með subaru 1800 dælur að aftan á minni 9". Eyrun á hásingunni sem klossa/dæluhaldarinn boltast í eru sérsmíðuð-soðin á hásinguna. Annars mæli ég með því að þú notir ekki subaru dælurnar heldur finnir þér sambærilegar dælur úr yngri bíl, t.d. mazda 626 eða mazda eða mitsubishi galant. Þessar subaru dælur eru orðnar svo gamlar að það er orðið svolítið vesen að halda þessu við (aðgengi að varahlutum).


ætlaði akkúrat að fara að segja að meira að segja fyrir okkur subaru strákana er orðið erfitt að finna þessar dælur í lagi :)

nota bara einhverjar dælur úr yngri bíl á diskum að aftan, lang flestir með handbremsuna í dælunum

Re: Subaru dælur á 9" gamla bronco

Posted: 26.sep 2012, 02:00
frá Freyr
Ég hef einmitt íhugað að uppfæra hjá mér. Allt í kringum þær er orðið mjög slitið, s.s. færslupinnarnir og m.a.s. svolítið slit í augunum á sjálfum dælunum, a.m.k. geri ég ekki ráð fyrir að ég nenni að standa í að gera þær upp ef þær bila.

Re: Subaru dælur á 9" gamla bronco

Posted: 26.sep 2012, 18:39
frá Sævar Örn
Gömlu subaru 1800 og saab900 eru einu dælurnar sem endast eitthvað, hver sem skýringin er annað er sífellt að festast bæði nissan, mmc, mazda og vw og þetta sull

Re: Subaru dælur á 9" gamla bronco

Posted: 03.okt 2012, 16:08
frá paa
Hvaða bremsudiska eru menn að nota með subaru dælunum að aftan?

Re: Subaru dælur á 9" gamla bronco

Posted: 04.okt 2012, 09:51
frá Dodge
Það er rík hefð fyrir lödu sport diskum, eru á réttu deilingunni ef menn eru á stóru 5 gata.
En ég held það þurfi að renna utan af öxulflansinum til að koma þeim uppá.

Re: Subaru dælur á 9" gamla bronco

Posted: 04.okt 2012, 11:03
frá paa
Ég er með Dana 44 hásingu með litlu 5 gata deilingunni sem er undir Cherokee.

Re: Subaru dælur á 9" gamla bronco

Posted: 04.okt 2012, 11:25
frá Þorri
Notaru þá ekki bara bremsur af grand cherokee? Allavega diskana að aftan.

Re: Subaru dælur á 9" gamla bronco

Posted: 04.okt 2012, 16:23
frá eythor6
Búinn að vera googla þetta allveg í botn og komst að því að cj7 diskar og dælur ættu að virka ef maður tekur aðeins af öxulinum þar sem eg á það hugsa eg noti það bara, spurning með höfuðdælu hvort hún nái að bremsa þeim saman

Re: Subaru dælur á 9" gamla bronco

Posted: 04.okt 2012, 19:38
frá Svenni Devil Racing
Getur notað líka dælur af camaro frá árgeð 93 til 97 V8 Bíllnum , handbremsan er inní dælunum og er rosalegaeinfallt og festast aldrei stimplarnir í þessum dælum, enda frá U.S.A , Ekkert helvítis japanskt drasl :P