Síða 1 af 1

Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 24.sep 2012, 23:08
frá StefánDal
Þetta hefur örugglega verið rætt hérna oft áður.

Hvernig hefur það reynst mönnum að nota 12" breiðar felgur fyrir 38" dekk? Er það alveg ömurlegt?

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 24.sep 2012, 23:11
frá kjartanbj
mér fannst það ekki gott á hilux sem ég átti, hefði verið mun skárra að vera með 14" breiðar felgur, munar alveg á floti

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 25.sep 2012, 00:46
frá Gunnar
ég var með 12" undir mínum hilux 2,4 bensín og mér líkaði það vel, sá aldrei hilux á 14" breiðum felgum drífa eitthvað meira

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 25.sep 2012, 07:57
frá sukkaturbo
Sælir prufaði þetta í gamladaga og var þá með jeepster 1967 bíll um 2 tonn. Var með möddera á 12" og svo líka á 14" mér fannst bíllinn fara hærra í brekkunni á 12". en fann ekki mun á jafnsléttu í snjó. En radial dekk vinna á sporlengdinni sólinn er um 14" á muddernum. og hann breikkar ekki við breiðari felgur. Þetta er bara min reynsla en hún er ekki mikil. kveðja guðni á sigló

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 25.sep 2012, 08:20
frá smaris
Sælir.

Mér finnst mikill munur á 12" og 14"( er sjálfur með 15"). Mesti munurinn er að dekkið stendur svo mikið betur í hliðarhalla og auðveldara er að stjórna bílnum á breiðari felgunum. Á 12" hefur dekkið viljað leggjast út af í hliðarhalla og erfiðara er að stjórna bílnum og hætta á affelgun eykst. Í beinum snjóakstri er kanski ekki mikill munur þó ég telji breiðari felgurnar gefa meira flot í þungu færi.

Kv. Smári.

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 25.sep 2012, 11:40
frá Gunnar
í dag er ég á 15" og er að spá í að fara í mjórri felgur því mér líkaði mun betur við 12", fannst dekkin bælast allt öðruvísi og betur á 12"

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 25.sep 2012, 15:12
frá Dodge
Ég er á wrangler á 38" mudder á 12" felgum.. hann flítur eins og korktappi og drífur flott.

Nú hef ég alltaf staðið í þeirri meiningu að 14" sé það eina sem á að nota í 38" dekk.. en nú er ég ekki viss um að það skifti neinu máli.

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 25.sep 2012, 19:34
frá Gunnar
já ég er einmitt á wranlger á 38" mudder og á 15 til 16" breiðum felgum og mér finnst hann fljóta álíka vel og öflug sakka!

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 25.sep 2012, 19:37
frá jeepson
ég er með 12" breiðar felgur undir pattanum mínum á 38" GH. Það hefur komið vel út en ég er að fara að setja dekkin á 16" breiðar felgur núna fljótlega. Ætla að prufa það þennan vetur :)

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 25.sep 2012, 19:41
frá Heiðar Brodda
er með 4runner 38'' á 14'' br felgum en átti hilux á 12''br felgum og fór á 14'' br og fann verulegan mun á floti og þá bjó ég á suðurlandinu annars höfum við hérna fyrir austan verið á 38'' prufað 17'' br felgur en barðinn er 15,5'' breiður þannig að 15-16'' breiðar felgur eru í góðu lagi er sjálfur á léttum jeppa þannig að 14'' er fínt kv Heiðar Brodda

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 25.sep 2012, 21:47
frá Izan
Sælir.

Svarið mitt er bara hreint og beint já. 12" felgur eiga ágætlega við 35" dekk en ekkert stærra.

Kv Jón Garðar

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 25.sep 2012, 22:00
frá Cruser
Hæ hæ

Er búinn að vera með 12" breiðar felgur á 38" í ansi mörg ár og bara allt í þessu fína, Þeir eru vígalegri á 14" en annan mun hef ég ekki séð.
Kv Bjarki

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 25.sep 2012, 22:41
frá Freyr
Ég notaði 38" mudder og ground hawk á 12" og líkaði mjög vel. Var einnig með super swamper tsl á 12" og líkaði mjög vel. Síðan hef ég verið með MTZ á 14" og DC-mud country (sama dekk, bara mismunandi mynstur) á 13" og geri ekki upp á milli 13 og 14". Þetta er allt saman undir sitthvorum jeppanum svo samanburðurinn er ekki sem bestur. Svo er annað sem þú þarft að hafa í huga. Breiðari felgur virka alla jafna betur í hliðarhalla og gefa hugsanlega meira flot í lausamjöll (er ekki sannfærður sjálfur en margir vilja meina það). Á móti kemur að mjórri felgur setja mun minna álag á allann hjólabúnaðinn, bíllinn eltir síður rásir á vegum, minni líkur á jeppaveiki, minni líkur á affelgun, auðveldara að koma dekki á felgu eftir affelgun, minni mótstaða í snjó sem getur skipt miklu máli á afllitlum bílum, dekkin rekast síður í að framan ef úrklipping/pláss er tæpt.

Að öllu ofansögðu ættir þú e.t.v. að íhuga breiðari felgur ef þú fókusar 100% á drifgetu í þungu færi en fyrir alla venjulega ferðamennsku hvort sem er í snjó eða ekki þá mæli ég frekar með 12".

Kv. Freyr

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 26.sep 2012, 00:11
frá Hfsd037
Ég á 38" 99 Hilux og vinur minn á 38" 08 Hilux, við erum með alveg eins felgur sem eru 13" breiðar
við förum allt sem við viljum á þessari breidd og höfum aldrei farið minna en þeir sem eru með breiðari breidd.
En ég hef tekið eftir því að dekkin böglist svoldið asnalega í miklum hliðarhalla, en mér finnst samt skárra að lenda í því í staðin fyrir að eiga hættu á að affelga í mjög miklum hliðarhalla á breiðari felgum.

Ég finn líka minna til með hljólabúnaðinum á 13" í staðinn fyrir 14-15"

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 26.sep 2012, 01:16
frá -Hjalti-
Ég átti jeppa á 38" dekkjum og hann komst bara ekki neitt..!

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 26.sep 2012, 01:36
frá Freyr
-Hjalti- wrote:Ég átti jeppa á 38" dekkjum og hann komst bara ekki neitt..!


Svakalega ertu þá lélegur driver....... ;-) hehe

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 26.sep 2012, 01:45
frá -Hjalti-
Freyr wrote:
-Hjalti- wrote:Ég átti jeppa á 38" dekkjum og hann komst bara ekki neitt..!


Svakalega ertu þá lélegur driver....... ;-) hehe


Já ætli það sé ekki bara málið :)

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 26.sep 2012, 08:20
frá Hfsd037
-Hjalti- wrote:Ég átti jeppa á 38" dekkjum og hann komst bara ekki neitt..!


Já ég varð all oft vitni af því haha :) en má ekki rekja það til dekkjana því þau voru handónýt?;)

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 26.sep 2012, 08:58
frá Brjótur
Jæja þið ætlið semsagt að halda þvi fram herna að það seu allir að breikka felgur til einskis eða bara upp a lukkið ?? humm :)
eg held ekki strakar þetta er klarlega að virka i floti :)

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 26.sep 2012, 09:01
frá -Hjalti-
Hfsd037 wrote:
-Hjalti- wrote:Ég átti jeppa á 38" dekkjum og hann komst bara ekki neitt..!


Já ég varð all oft vitni af því haha :) en má ekki rekja það til dekkjana því þau voru handónýt?;)


já það sem ég sagði..

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 26.sep 2012, 11:28
frá Gunnar
er það ekki einmitt málið að sporlengdin lengist á mjórri felgum og þar af leiðandi styttist á breiðari felgum? held að flöturinn sem snertir snjóinn sé mjög svipaður, held að 12 til 14 sé toppurinn fyrir 38, er sjálfur á breiðara. á eftir að sjá það almennilega hvernig það virkar en hingað til hefur mér ekki fundist það vera að gera sig

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 26.sep 2012, 18:17
frá jeepson
Eftir því sem að ég hef frá einum hér fyrir austan. Þá á 38" að tolla mun betur á í hliðar halla og líkurnar eru minni á affelgun á breiðari felgu. Ég ælta allavega að prufa að henda 38" dekkjunum mínum á 16" breiðar felgur. og ef að það virkar vel verður stefnan tekin á 20" breiðar felgur fyrir 44"

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 26.sep 2012, 18:29
frá Hfsd037
[quote="jeepson"]Eftir því sem að ég hef frá einum hér fyrir austan. Þá á 38" að tolla mun betur á í hliðar halla og líkurnar eru minni á affelgun á breiðari felgu. Ég ælta allavega að prufa að henda 38" dekkjunum mínum á 16" breiðar felgur. og ef að það virkar vel verður stefnan tekin á 20" breiðar felgur fyrir 44"[/quote]

Ég hef einmitt heyrt að það sé öfugt

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 26.sep 2012, 21:37
frá Stebbi
Ég er búin að prufa bæði 12 og 14 tommu felgur með sömu dekkjunum, á sama týpíska 2 tonna japanska jeppanum. Þegar ég fór á 14 tommuna þá dreif hann meira og átti betur með að halda floti, eins þá hurfu þessar "nú affelga ég" hugsanir þegar maður þurfti að beygja á vel úrhleyptu.
Breiðari felgur fara líka betur með hliðarnar á dekkjunum þegar maður hleypir úr, brotið hverfur nánast alveg á 14 tommu breiðum felgum í 2 pundum.

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 26.sep 2012, 22:21
frá -Hjalti-
Hfsd037 wrote:
jeepson wrote:Eftir því sem að ég hef frá einum hér fyrir austan. Þá á 38" að tolla mun betur á í hliðar halla og líkurnar eru minni á affelgun á breiðari felgu. Ég ælta allavega að prufa að henda 38" dekkjunum mínum á 16" breiðar felgur. og ef að það virkar vel verður stefnan tekin á 20" breiðar felgur fyrir 44"


Ég hef einmitt heyrt að það sé öfugt


Hvaða sérfræðingar héldu því framm ??

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 26.sep 2012, 22:59
frá Hfsd037
-Hjalti- wrote:
Hfsd037 wrote:
jeepson wrote:Eftir því sem að ég hef frá einum hér fyrir austan. Þá á 38" að tolla mun betur á í hliðar halla og líkurnar eru minni á affelgun á breiðari felgu. Ég ælta allavega að prufa að henda 38" dekkjunum mínum á 16" breiðar felgur. og ef að það virkar vel verður stefnan tekin á 20" breiðar felgur fyrir 44"


Ég hef einmitt heyrt að það sé öfugt


Hvaða sérfræðingar héldu því framm ??


það var allavega ekki sérfræðingurinn þú

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 26.sep 2012, 23:14
frá -Hjalti-
nei enda segði ég ekki svona bull :)

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 26.sep 2012, 23:24
frá jeepson
svopni wrote:Þó að 14 sé betra en 12 þá er ekki þarmeð sagt að 16 sé betra en 14 :) Ef að þetta væri raunin væru sennilega fleiri á 16" á 38 og 20+ á 44". Fyrir utan það Gísli að á 20" (rúml 50cm) breiðum felgum með 100mm bakspace þá máttu búast við því að vera með draslið í lúkonum oft á ári og þú skalt kaupa legur í magninnkaupum! Ég held að 13-15 sé best fyrir 38. Misjafnt eftir dekkjum. Ég hef bara reynslu af 18" á 44" dc og var reglulega ánægður með það. Ekki mikið brot í dekkinu úrhleyptu. Svo er annar vinkill á þessu. Ef að felgan er mikið mjórri en sólinn á dekkinu þá myndast vinkill á banann við úrhleypingu sem er mjög krappur. Ef að hún er afturámóti of breið þá getur sólinn bælst uppávið í miðjunni og þá missir maður væntanlega grip er það ekki? Miðað við það þá ætti að vera best að vera á felgu sem er sem næst breidd sólanns, eða hvað? En með valsaðann og helst soðinn kant þá ættu menn að vera nokkuð lausir við affelganir. Þær eru oft aksturslagi okkar að kenna.


Ég verð með backspace uppá 13cm. bíllinn verður eingöngu á 44" í ferðum. Mér skylst að 16" breiðar felgur hafi bara komið vel út á 38" hvort að það séu bara austfirðingar sem séu svo öfgakentir eða hvað það veit ég ekki. Ég fór í ferð síðasta vetur með einum á Y60 patrol. hann var á 44" DC og 21" breiðum felgum. Hann notaði loloið sára lítið miðað við hina og sagði þetta alveg svín virka í snjónum. Þar að auki hef ég ekki miklar áhyggjur af legum að framan þar sem að þær hafa ekkert verið til vandræða enþá. Hinsvegar var mér sagt að fyrst að ég væri með bíl sem er orginal 4,2 þá ættu hjólalegurnar að vera sterkari en í orginal 2,8 patrol. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. En það stendur til ða forvitnast betur um það á næstu dögum.

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 28.sep 2012, 12:58
frá jeepson
svopni wrote:Já þó að legurnar séu ekki að fara á 38" og 12" felgum þá er 44" á 20" svona c.a allt annað dæmi. Það er nú svolítið augljóst. Ég man ekki til þess að hafa heyrt að 4,2 bíllinn hafi verið með öðruvísi legur. En ég hef nú heldur ekki heyrt allt ennþá :) Og það er svo gríðarlega misjafnt hvað er að virka í hverri ferð. Bara munurinn á bílstjórum getur verið nægur til að annar sé alltaf að nota milligírinn en næsti aldrei. Aðal ástæðan fyrir því að menn eru ekki að breikka meira en þarf er sennilega viðhald á hjólabúnaði og akstureiginleikar.


Það má heldur ekki gleyma því að snjóalög eru ekki eins á öllu landinu. t.d er snjórinn alt öðruvísi fyrir vestan heldur en fyrir sunnan. Svo er mér sagt af mönnum.

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 28.sep 2012, 22:16
frá MIJ
höfum verið að notast við 14" breiðar felgur fyrir 38" og finnst það bara fínt undir patrolum, svo er ég nú bara með 16" breiðar felgur fyrir 44" undir Y60 patrol og það hefur bara komið vel út hjá mér

Re: Ofsalega týpísk felguspurning.

Posted: 28.sep 2012, 23:01
frá Hilmar Örn
var á Hilux á 38 mudder og 12" breyðum felgum. Setti síðan sömu dekkin á 15" breyðar felgur undir sama bíl og þvílikur munur á drifgetu í erfiðu færi það var bara eins og maður hefði farið í stærri dekk. Bíllinn var líka ekki alltaf á felgunni eins og á 12" felgunum. Fann engan mun á að legur væru að eitthvað fara oftar enda er það frekar vatn og raki sem drepur hjólalegur í Toyota heldur 3" tommu munur á felgum.

Gallinn hins vegar við svona breyðar felgur er að dekkin misslitna mjög mikið, Dekkin slitna mjög mikið á köntunum en miðjan nær ekki að slitna nema brot af því spænist upp af köntunum. Lausnin væri kannski að setja dekkin á mjóar felgur þegar þau eru orðin rúmlega hálfslitin og harðpumpa til að ná að slíta miðjunni.