Síða 1 af 1

Hilux 2,4 bensín ´92

Posted: 23.sep 2012, 14:09
frá JóiE
Var að fá mér eitt svona "verkefni".. en það kemur ekki neisti í kveikjuna. Einhverjar hugmyndir? Kannski bara fá mér nýja kveikju?

Re: Hilux 2,4 bensín ´92

Posted: 23.sep 2012, 14:26
frá hobo
Kemur neisti frá háspennukeflinu?

Re: Hilux 2,4 bensín ´92

Posted: 23.sep 2012, 21:23
frá JóiE
Nei og ég er búinn að prufa annað háspennukefli.

Re: Hilux 2,4 bensín ´92

Posted: 23.sep 2012, 21:46
frá olei
2.4 efi var í einhverjum tilfellum með spjald við loftflæðiskynjarann. Bensíndælan fór ekki í gang fyrr en loftflæði hreyfði spjaldið. Það gat komið fyrir að spjaldið stæði á sér eftir langa stöðu og þá fór græjan vitaskuld alls ekki í gang. Veit ekki hvort að þessi öryggisfítus sló líka út kveikjunni.

Re: Hilux 2,4 bensín ´92

Posted: 23.sep 2012, 22:07
frá JóiE
Brillíant.. ekki hafði ég hugmynd um það. Ég kíki á þetta í fyrramálið. Þakka þér fyrir

Re: Hilux 2,4 bensín ´92

Posted: 04.okt 2012, 20:59
frá JóiE
olei wrote:2.4 efi var í einhverjum tilfellum með spjald við loftflæðiskynjarann. Bensíndælan fór ekki í gang fyrr en loftflæði hreyfði spjaldið. Það gat komið fyrir að spjaldið stæði á sér eftir langa stöðu og þá fór græjan vitaskuld alls ekki í gang. Veit ekki hvort að þessi öryggisfítus sló líka út kveikjunni.


Veit einhver hvort þetta slær út kveikjunni?

Re: Hilux 2,4 bensín ´92

Posted: 08.okt 2012, 22:51
frá JóiE
JóiE wrote:
olei wrote:2.4 efi var í einhverjum tilfellum með spjald við loftflæðiskynjarann. Bensíndælan fór ekki í gang fyrr en loftflæði hreyfði spjaldið. Það gat komið fyrir að spjaldið stæði á sér eftir langa stöðu og þá fór græjan vitaskuld alls ekki í gang. Veit ekki hvort að þessi öryggisfítus sló líka út kveikjunni.


Veit einhver hvort þetta slær út kveikjunni?


Enginn sem veit um þetta?
Enginn neisti frá frá kveikjunni..

Re: Hilux 2,4 bensín ´92

Posted: 09.okt 2012, 00:33
frá Hlynurh
Snýst kveikjan þegar þú startar ? eru jarðsambandið og plúsinn fyrir háspennukeflið ekki örugglega að leiða ? kemur signal frá kveikjuni ? er kveikjuhamarinn í lagi ?

enn nei kveikjan á ekki að slá út þó svo loftflæðispjaldið standi á sér