Síða 1 af 1

Álkassar vs kopar

Posted: 21.sep 2012, 19:30
frá Eli
Jæja nú virðast vera skiptar skoðanir um hvor kassinn kælir betur, þ.e álvatsnkassar eða þessir hefðbundnu gömlu góðu kopar/messing kassar. Nú er ég með 3raða kopar kassa en mér býðst 2 raða álvatnskassa - hvor kassinn ætli kæli betur?

.Eli

Re: Álkassar vs kopar

Posted: 21.sep 2012, 21:27
frá Startarinn
Mér þykir ólíklegt að 2 ál raðir vinni betur en 3 úr kopar þó álið kæli betur

Re: Álkassar vs kopar

Posted: 22.sep 2012, 02:57
frá Stjáni
segir sig sjálft.. Álið hleypir hita hraðar gegnum sig, þannig hraðari og betri kæling

Re: Álkassar vs kopar

Posted: 22.sep 2012, 04:53
frá Eli
En nú eiga ál elementin að vera sverari en kopar elementin sagði einhver mér....svo að 2 raða álkassi ætti að kæla svipað og fjagra raða kopar kassi. Eitthvað til í því ?

Re: Álkassar vs kopar

Posted: 22.sep 2012, 08:00
frá cameldýr
Kopar leiðir hita betur en ál, bara dýrari, ég myni velja þriggja raða koparkassann ef báðir eru nýir.

Re: Álkassar vs kopar

Posted: 22.sep 2012, 10:02
frá Haukur litli
Kopar er betri leiðari. Ál er ódýrara or léttara en kopar. Ég myndi velja kopar.

Re: Álkassar vs kopar

Posted: 22.sep 2012, 10:36
frá Eli
Nú jæja þannig að gömlu góðu kassarnir eru ekkert síðri en þessir álkassar...

Re: Álkassar vs kopar

Posted: 22.sep 2012, 16:13
frá Stjáni Blái
Ertu búinn að vera í hitavandamálum ? Ertu með rafmagnsviftu, spaða eða bæði ?
Sé kopar kassinn í góðu lagi sé ég ekkert að því að nota hann, nema hvað að hann er kannski svolítið þungur. Er ekki rétt munað hjá mér að þetta sé kassi úr gömlum Bronco. Ég veit amk. Til þess að menn hafa notað þá með góðum árangri.

Kv.

Re: Álkassar vs kopar

Posted: 22.sep 2012, 16:40
frá Cruser
Jæja.Ál versus kopar? Held að það sé ansi margt sem spilar inn í þetta, eins og efnisþykkt og annað, koparinn er miklu sterkari en álið og fyrir vikið er hægt að hafa efni í pípum og milliverki þynnra heldur enn í áli. Tvær raðir eða þrjár raðir? Fer það ekki líka eftir hversu stórar pípurnar eru? Held að það sé ansi margt sem spilar inn í þetta, en er á því að koparinn sé ekki verri kostur.
Kv Bjarki