Álkassar vs kopar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Eli
Innlegg: 107
Skráður: 10.mar 2010, 01:36
Fullt nafn: Jón Ársælsson

Álkassar vs kopar

Postfrá Eli » 21.sep 2012, 19:30

Jæja nú virðast vera skiptar skoðanir um hvor kassinn kælir betur, þ.e álvatsnkassar eða þessir hefðbundnu gömlu góðu kopar/messing kassar. Nú er ég með 3raða kopar kassa en mér býðst 2 raða álvatnskassa - hvor kassinn ætli kæli betur?

.Eli



User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Álkassar vs kopar

Postfrá Startarinn » 21.sep 2012, 21:27

Mér þykir ólíklegt að 2 ál raðir vinni betur en 3 úr kopar þó álið kæli betur
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Álkassar vs kopar

Postfrá Stjáni » 22.sep 2012, 02:57

segir sig sjálft.. Álið hleypir hita hraðar gegnum sig, þannig hraðari og betri kæling


Höfundur þráðar
Eli
Innlegg: 107
Skráður: 10.mar 2010, 01:36
Fullt nafn: Jón Ársælsson

Re: Álkassar vs kopar

Postfrá Eli » 22.sep 2012, 04:53

En nú eiga ál elementin að vera sverari en kopar elementin sagði einhver mér....svo að 2 raða álkassi ætti að kæla svipað og fjagra raða kopar kassi. Eitthvað til í því ?


cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: Álkassar vs kopar

Postfrá cameldýr » 22.sep 2012, 08:00

Kopar leiðir hita betur en ál, bara dýrari, ég myni velja þriggja raða koparkassann ef báðir eru nýir.
Nissan Patrol Y60 TD2.8


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Álkassar vs kopar

Postfrá Haukur litli » 22.sep 2012, 10:02

Kopar er betri leiðari. Ál er ódýrara or léttara en kopar. Ég myndi velja kopar.


Höfundur þráðar
Eli
Innlegg: 107
Skráður: 10.mar 2010, 01:36
Fullt nafn: Jón Ársælsson

Re: Álkassar vs kopar

Postfrá Eli » 22.sep 2012, 10:36

Nú jæja þannig að gömlu góðu kassarnir eru ekkert síðri en þessir álkassar...


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Álkassar vs kopar

Postfrá Stjáni Blái » 22.sep 2012, 16:13

Ertu búinn að vera í hitavandamálum ? Ertu með rafmagnsviftu, spaða eða bæði ?
Sé kopar kassinn í góðu lagi sé ég ekkert að því að nota hann, nema hvað að hann er kannski svolítið þungur. Er ekki rétt munað hjá mér að þetta sé kassi úr gömlum Bronco. Ég veit amk. Til þess að menn hafa notað þá með góðum árangri.

Kv.


Cruser
Innlegg: 156
Skráður: 29.mar 2010, 17:05
Fullt nafn: Bjarki Logason

Re: Álkassar vs kopar

Postfrá Cruser » 22.sep 2012, 16:40

Jæja.Ál versus kopar? Held að það sé ansi margt sem spilar inn í þetta, eins og efnisþykkt og annað, koparinn er miklu sterkari en álið og fyrir vikið er hægt að hafa efni í pípum og milliverki þynnra heldur enn í áli. Tvær raðir eða þrjár raðir? Fer það ekki líka eftir hversu stórar pípurnar eru? Held að það sé ansi margt sem spilar inn í þetta, en er á því að koparinn sé ekki verri kostur.
Kv Bjarki
Kv
Bjarki


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 50 gestir