Sverrara púst

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Styrmir
Innlegg: 164
Skráður: 08.mar 2010, 16:48
Fullt nafn: Styrmir Frostason

Sverrara púst

Postfrá Styrmir » 19.sep 2012, 19:13

Hverjir eru kostir og gallar þess að setja sverara rör í turbo disel jeppa?



User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Sverrara púst

Postfrá ellisnorra » 19.sep 2012, 19:40

Töluvert mikill munur á því. Mun meiri snerpa og tog og ekki ólíklegt að minni eyðsla sé mælanleg líka
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
Styrmir
Innlegg: 164
Skráður: 08.mar 2010, 16:48
Fullt nafn: Styrmir Frostason

Re: Sverrara púst

Postfrá Styrmir » 19.sep 2012, 22:27

Já en geturu útskýrt af hverju togið og snerpan eykst?


Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: Sverrara púst

Postfrá Aparass » 19.sep 2012, 22:50

Styrmir wrote:Já en geturu útskýrt af hverju togið og snerpan eykst?


Vegna þess að mótorinn þarf ekki lengur að eyða jafn mikilli orku í að ýta út afgasinu í gegnum langt og þröngt rör.
þess vegna getur hann frekar notað þau hestöfl í að knýja bílinn þinn.


Höfundur þráðar
Styrmir
Innlegg: 164
Skráður: 08.mar 2010, 16:48
Fullt nafn: Styrmir Frostason

Re: Sverrara púst

Postfrá Styrmir » 20.sep 2012, 07:34

Já en síðan hef ég heyrt að ef það er enginn bakkþrýstingur þá sé snúningurinn á túrbínunni töluvert á flökkti

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Sverrara púst

Postfrá HaffiTopp » 20.sep 2012, 07:46

Túrbína (sem er í lagi) snýst jöfnum hraða sé jafn hrað og þrýstingur á afgasinu sem flæðir í gegnum hana.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Sverrara púst

Postfrá sukkaturbo » 20.sep 2012, 07:55

Sælir félagar í gegnum árinn hefur verið mikið pælt í sverara pústi undir jeppann. Menn hafa farið td. með Patrol í dynotest og var útkoman ekki sérstök að mig minnir. Ég hef oft velt því fyrir mér að ef það munar svona mikið í togi og hestöflum að fara með þetta rör úr 1,5" í 3" því hafa mennirnir í hvítu sloppunum ekki notað sér þessa ódýru hestafla aukningu þegar þeir hanna og smíða td. Patrol 2,8 eða Toyota 2,4 disel eða aðra bíla. Þetta eru örugglega mjög ódýr hestöfl ef það er nóg að svera pústið ??.Mundi vilja sjá alvöru Dinotest mælingar fyrir og eftir sverun á pústi finn ekki það sem ég vitna í hér að framan.kveðja að norðan guðni


spámaður
Innlegg: 291
Skráður: 19.des 2010, 09:51
Fullt nafn: hlynur þór birgisson

Re: Sverrara púst

Postfrá spámaður » 20.sep 2012, 11:28

það sem ég hef lesið um þetta,þá er púst á verksmiðjuframleiddum bílum alltaf málamiðlun.það er semsagt alltaf þessi millivegur sem er farinn(afl vs hávaði)og svo kostnaður og mengun tekin inní það líka. margir held ég klikka á því að auka loftmagn inná vél líka þegar þeir svera út pústið hjá sér..nota bara orginal intaksystemið sem er aftur hannað kannski með orginal pústið í huga.
ég allavega mundi ég auka flæði að vél um leið og ég mundi svera pústið. annars fær maður ekki það sem maður vill útúr sverara pústi.
svo er eitt í þessu..of svert púst gerir hlutina verri,þá fer afgasið aftur að hægja á sér í gegnum kerfið,man ekki alllveg fræðina í því en mig minnir að það hafi verið út af því að afgasið má ekki kólna of hratt eftir að það kemur út úr vélinni.þessvegna hafa menn verið að vefja flækjurnar í keppnisgræjum til að halda hitanum í flækjunum.
svo eru tugir greina á netinu um þetta,hvet menn til að lesa lesa lesa um þetta og margt annað.minnir að ég hafi lesið mikið um þetta hjá banks,magnaflow og flowmaster og einhverjum svoleiðis síðum
kv hlynur.
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"

User avatar

karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: Sverrara púst

Postfrá karig » 20.sep 2012, 12:17

Með styttra og sverara og kútlaust púst í mínum kraflitla hilux 2,4 TD, hækkaði það sem túrbínan blæs til muna, þess utan kemur hún inn á lægri snúning en hún gerði. Ég setti sverari lögn frá lofthreinsaranum að bínunni í leiðinni. Ókostirnir eru mun meiri hávaði, bæði í bínunni og frá mótor. Kv, kári.


Aron Fridrik
Innlegg: 15
Skráður: 20.sep 2012, 09:18
Fullt nafn: Aron Friðrik Georgsson

Re: Sverrara púst

Postfrá Aron Fridrik » 20.sep 2012, 12:49

http://youtu.be/zbmG2YiyqSk

Þetta er nokkuð gott myndband um stærra púst og tölvu breytingar

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Sverrara púst

Postfrá íbbi » 20.sep 2012, 16:00

mun meiri vísindi að fá meiri orku með pústi á N/A bíl. þetta er nokkuð straigth forward á túrbó bílum
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


bragig
Innlegg: 102
Skráður: 28.maí 2010, 19:21
Fullt nafn: Bragi Guðnason
Bíltegund: LC 80, Hilux xc

Re: Sverrara púst

Postfrá bragig » 20.sep 2012, 18:34

Ef maður er að endurnýja ónýtt upprunalegt púst á annað borð er kanski ekkert verra að svera upp um 1/2 tommu. En ef þú ert með 2 til 3 lítra vél þá er í rauninni ekkert að gera með stærra púst en 2.5 tommu.

Gamli krúser 4.2 TDI er með 2.5 tommu upprunalega. Það þarf enginn að segja mér það að 3 lítra vél þurfi meira flæði en það. Allavega díselvélar til almenns brúks.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Sverrara púst

Postfrá Sævar Örn » 20.sep 2012, 18:40

Sælir

í mínum huga er púst aldrei sverara en þar sem það er grennst




vissulega hjálpar það að pústið sé sem beinast og sverast svo hitinn komist sem hraðast út frá vélinni, á móti kemur að túrbínan hitnar ekki jafn hratt, en maður endar sennilega á núlli þar sem viðnám í útblæstri minnkar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Sverrara púst

Postfrá Kiddi » 20.sep 2012, 20:01

Af hverju viltu að túrbínan hitni Sævar?

Eitt enn, þegar þið talið um hvort 3ja lítra vél þurfi jafn svert púst og 4.2ja lítra o.s.frv.... það þarf að taka með í reikninginn að 3ja lítra vél sem er að fá fullt af lofti inn í gegnum túrbínuna þarf sverara púst en 3ja lítra vél sem er bara að fá svona la-la mikið loft.
Ágætt að horfa þá t.d. á tork og hestöfl í því samhengi. 3ja lítra D4D Toyota mótor sem er að skila 170 hestöflum og 400Nm, sem er alls ekkert langt frá því sem 4.2 Cruiser mótor er að skila, gæti líklega haft gott af sverara pústi heldur en gamli 125 hestafla 3ja lítra mótorinn... semsagt horfa á aflið en ekki bara vélarstærð.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Sverrara púst

Postfrá StefánDal » 20.sep 2012, 20:14

Nú ætla ég að vera djarfur og halda því fram að meira en 50% af aflaukningu við opið púst sé sálfræðileg. Það heyrist meira, maður gefur meira í og finnst þar af leiðandi krafturinn vera meiri:)

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Sverrara púst

Postfrá Kiddi » 20.sep 2012, 20:34

StefánDal wrote:Nú ætla ég að vera djarfur og halda því fram að meira en 50% af aflaukningu við opið púst sé sálfræðileg. Það heyrist meira, maður gefur meira í og finnst þar af leiðandi krafturinn vera meiri:)

Held ég verði að vera sammála... en ég tek þann pól í hæðina að pústið verður að vera viðeigandi miðað við hvaða afli mótorinn skilar, sama svo hvernig það er búið til en það eru hreinar línur að aflið er ekki búið til í pústinu. Hins vegar getur afl tapast í of þröngu pústi.


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Sverrara púst

Postfrá Oskar K » 20.sep 2012, 20:57

Tek það ekki sem gild rök að mennirnir ì hvìtu sloppunum viti alltaf best, þvì eru allir sammàla sem hafa sèð hvernig orginal pùsti ì v6 toyotu er hàttað.
Svo er èg handviss að þegar menn opna pùst à dìsel turbo er finnanlegur munur, ekku vegna flæðis eða bakþrýstings endilega svoleiðis, en aukið flæði og minni bakþrýstingur skilar sèr ì meira boosti þar sem orginal wastegate-ið er stillt fyrir orginal pùstið.
Meira boost = meira power svo lengi sem hann fær auka olìu lìka
1992 MMC Pajero SWB

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Sverrara púst

Postfrá Freyr » 20.sep 2012, 21:34

Sævar Örn wrote:Sælir

í mínum huga er púst aldrei sverara en þar sem það er grennst




vissulega hjálpar það að pústið sé sem beinast og sverast svo hitinn komist sem hraðast út frá vélinni, á móti kemur að túrbínan hitnar ekki jafn hratt, en maður endar sennilega á núlli þar sem viðnám í útblæstri minnkar


Þetta er ekki alveg svona einfalt, s.s. "í mínum huga er púst aldrei sverara en þar sem það er grennst". Ef þú ert með annarsvegar 3" rör alla leið nema með einni 2,5" þrengingu þá er samt mun minna viðnám í því en í röri sem er 2,5" alla leið. Þar munar fyrst og fremst um það hversu langt er frá miðju rörs út í veggina vegna viðnámsins sem veggirnir skapa.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Sverrara púst

Postfrá ellisnorra » 20.sep 2012, 22:19

Freyr wrote:
Sævar Örn wrote:Sælir

í mínum huga er púst aldrei sverara en þar sem það er grennst




vissulega hjálpar það að pústið sé sem beinast og sverast svo hitinn komist sem hraðast út frá vélinni, á móti kemur að túrbínan hitnar ekki jafn hratt, en maður endar sennilega á núlli þar sem viðnám í útblæstri minnkar


Þetta er ekki alveg svona einfalt, s.s. "í mínum huga er púst aldrei sverara en þar sem það er grennst". Ef þú ert með annarsvegar 3" rör alla leið nema með einni 2,5" þrengingu þá er samt mun minna viðnám í því en í röri sem er 2,5" alla leið. Þar munar fyrst og fremst um það hversu langt er frá miðju rörs út í veggina vegna viðnámsins sem veggirnir skapa.


Það hjálpar kannski örlítið að hafa rörið víðara sumstaðar, en bjórflaskan er aldrei sverari en hálsinn.
Þau púströr sem íslensk pústverkstæði selja sem td 3" er í raun bara 2.5" þó efnisvalið fyrir allan þennan aragrúa af beyjum sé 3". Þegar ég smíða púst þá nota ég prófílsög, saga 15°og er þá með 30° beyjur í fullum sverleika. Fleiri 30° beyjur ef þarf, en ekkert rör krumpað og dældað.

Sýnishorn
Image
http://www.jeppafelgur.is/


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Sverrara púst

Postfrá sukkaturbo » 21.sep 2012, 06:18

Sælir þessi umræða hefur farið fram svo lengi sem ég man og er ég búinn að vera á td.f4x4.is frá stofnun vefsins þó ég hafi gefist upp þar vegna tæknilegra örðugleika eða þannig. Ég sting upp á því að einhver sem er að fara í pústbreitingar fari með jeppann sinn með orginal pústið og láti dinotesta bílinn fyrir og eftir púst. Ekki skrúfa upp í olíuverki og túrbínu og setji síðan niðurstöður hér inn. Þetta væri vísindaleg rannsókn og hægt að vísa í hana síðar. kveðja guðni


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Sverrara púst

Postfrá Þorri » 21.sep 2012, 08:27

Ekki skrúfa upp í olíuverki og túrbínu og setji síðan niðurstöður hér inn. Þetta væri vísindaleg rannsókn og hægt að vísa í hana síðar

þetta er ein mitt ástæðan fyrir því að ég setti sverara púst hjá mér. er ég hefði verið sáttur við aflið þá hefði ég ekki gert neitt í málunum. Ég smíðaði 3" ryðfrítt og notaði suðubeyjur sem þrengja ekki beyjurnar. Svo til að losna við hávaða smíðaði ég mér ryðfrían kút. Þeir fást ekki hérlendis og kútar úr svörtu eru ekki gefins heldur.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 26 gestir