Síða 1 af 1

Milligír í 80 cruiser

Posted: 18.sep 2012, 23:44
frá Gummi Ola
Sælir

Er með sjálfskiptan 80 Cruiser og er í miklum milligírs pælingum. Væri gaman að heyra hvernig menn hafa verið að leysa þetta.

Er einhver að smíða svona á Íslandi eða er hægt að kaupa þetta klárt að utan? Verðhugmyndir?

kv. Gummi

Re: Milligír í 80 cruiser

Posted: 19.sep 2012, 00:25
frá kjartanbj
eru Ljónstaðabræður ekki í svona

en er bíllinn hjá þér boddýhækkaður? minn er ekki boddýhækkaður og að koma milligír fyrir þannig er vesen, olíutankur fyrir og svona

Re: Milligír í 80 cruiser

Posted: 19.sep 2012, 18:07
frá Gummi Ola
Bíllinn hjá mér er hækkaður á boddý.
Hef ekki athugað með þetta á Ljónsstöðum. Væri gaman að heyra hvernig menn hafa verið að leysa þetta og hvort menn mæla með einhverju umfram annað.

Re: Milligír í 80 cruiser

Posted: 19.sep 2012, 20:28
frá Gudnyjon
Smári í skerpu http://www.4x4.is/skerpa/ . Svo er spurning með þessa http://www.marlincrawler.com/ annars var k2 eða hvað sem hún hét á Akureyri með eitthvað frá Ástralí held ég.

Re: Milligír í 80 cruiser

Posted: 20.sep 2012, 09:44
frá Finnur
Sæll

Ég tók hring á þessum málum í fyrra. Mín niðurstaða er sú að það séu þrír valkostir í stöðunni.
1. Kaupa þennan gír tilbúinn að utan frá Marks- http://www.marks4wd.com/products/gearma ... rawler.htm
2. Kaupa gírinn tilbúinn frá Ljónstöðum.
3. Smíða gírinn sjálfur.

Gírinn frá Marks er sniðugur að því leiti að hann boltast aftan á millikassann og því verða engar breytingar á staðsetningu millikassa og lengd á drifsköftum. Gallinn er samt sá að mér skilst að þetta sé ekki að endast vel hér á landi. Ég heyrði að 3 stk voru flutt inn og tveir af þeim biluðu eða hrundu. Sel það ekki dýrara en ég stal því. Kostnaður við þessa lausn er $ 2.750 eða rétt undir 500 þús með öllu hingað komið myndi ég halda.

Þessir kassar frá Ljónunum eru aftur á móti nokkuð skotheld smíði og veit ég ekki til þess að menn hafi lent í vandræðum með þá. Fyrir utan að Ljónin bakka upp sína framleiðslu og því auðvelt að ræða við þá hér heima. Gæti orðið erfiðara að að semja við Marks í Ástralíu. Ljónin eru að selja sína gíra á um 300 þús held ég.

Með allar þessar lausnir verða menn að gera einhverja aðlögun á gólfi og olíutank til þess að koma fyrir milligír.

kv
Kristján Finnur

Re: Milligír í 80 cruiser

Posted: 20.sep 2012, 21:05
frá Gummi Ola
Sælir
Takk fyrir flott svör. Þarf að heyra í þeim á Ljónsstöðum.
kv. Gummi

Re: Milligír í 80 cruiser

Posted: 25.sep 2012, 20:23
frá Dúddi
Gummi, eg er með gír fra smára í skerpu, algjör snilld. kv dúddi