Síða 1 af 1

Celinder í Trooper

Posted: 18.sep 2012, 15:40
frá Eggert
Er hægt að skipta út Celinder í Trooper vél ?
Hvað er þetta mikil kostnaður ?

Ef einhver hefur einhverjar hugmyndir

Re: Celinder í Trooper

Posted: 18.sep 2012, 20:55
frá hrappatappi
Ertu semsagt búin að taka mótorinn uppúr bílnum? sendiru ekki inn hérna um daginn að han væri ekki að þjappa á öllum?

Þú getur alveg skift um cilender í gegnum pönnuna ef hún er enþá í en þá þarftu sennilega að slíta frammdrifið úr honum og taka gírkassan frá og allskonar leiðindar vesen þannig að einfaldast er að kippa mótornum uppúr og skifta um hann.

og fyrst þú ert að skifta um einn geturu alveg eins skift um þá alla og svo notar maður nú yfirleitt ekki höfuð og stangarlegur 2svar þannig að þú ættir að skifta um það líka.

þú getur gert þetta án þess að taka heddið af og sparað þér pakkninguna en fyrst þú ert með vélina á borðinu þá nyndi ég nú taka það frá og athuga hvort það sé nokkuð sprungin blokkin fyrst upprunalega vandamálið var þjappan. Var hann að brenna einhverri olíu hjá þér?

Ef þú tekur heddið af þá gæti líka borgað sig að láta bora blokkina fyrir yfirstærð af cilendrum ef slífarnar eru slitnar og gætu verið að orsaka þetta þjöppuvandamál.

allt kostar þetta frekar mikið þannig að ég held að skynsamlegast væri að leita bara að bíl sem verið er að rífa og fá aðra vél þar.

Re: Celinder í Trooper

Posted: 18.sep 2012, 21:29
frá Sævar Örn
halló er ekki verið að tala um cylinder, eg man ekki til þess að trooper sé með lausar slífar og ef svo er þá eru þær að ég best veit alltaf teknar upp úr en ekki niðurúr

Re: Celinder í Trooper

Posted: 18.sep 2012, 22:36
frá halendingurinn
Talaðu við vélaland hvort að það sé hægt að bora út cylenderinn og setja þurrslíf í staðinn ég veit að að þeir gera þetta við sumar vélar.

Re: Celinder í Trooper

Posted: 18.sep 2012, 23:07
frá Aparass
hrappatappi wrote:Ertu semsagt búin að taka mótorinn uppúr bílnum? sendiru ekki inn hérna um daginn að han væri ekki að þjappa á öllum?

Þú getur alveg skift um cilender í gegnum pönnuna ef hún er enþá í en þá þarftu sennilega að slíta frammdrifið úr honum og taka gírkassan frá og allskonar leiðindar vesen þannig að einfaldast er að kippa mótornum uppúr og skifta um hann.

og fyrst þú ert að skifta um einn geturu alveg eins skift um þá alla og svo notar maður nú yfirleitt ekki höfuð og stangarlegur 2svar þannig að þú ættir að skifta um það líka.

þú getur gert þetta án þess að taka heddið af og sparað þér pakkninguna en fyrst þú ert með vélina á borðinu þá nyndi ég nú taka það frá og athuga hvort það sé nokkuð sprungin blokkin fyrst upprunalega vandamálið var þjappan. Var hann að brenna einhverri olíu hjá þér?

Ef þú tekur heddið af þá gæti líka borgað sig að láta bora blokkina fyrir yfirstærð af cilendrum ef slífarnar eru slitnar og gætu verið að orsaka þetta þjöppuvandamál.

allt kostar þetta frekar mikið þannig að ég held að skynsamlegast væri að leita bara að bíl sem verið er að rífa og fá aðra vél þar.

Mig langar að sjá vél þar sem ég get tekið cylendrana niður úr vélinni.
Hvaða vél er það ?
:P

Re: Celinder í Trooper

Posted: 19.sep 2012, 00:49
frá hrappatappi
nú þekki ég ekki trooper af reynslu og veit einmitt ekki hvort trooper sé með lausar slífar.. það var bara gisk. en það hefur alveg verið gert á hinum og þessum fólksbílum að taka sveifarásin niður og skifta um cilendra þannig til þess að spara sér pakningar og bolta. Ég gerði þetta t.d. í östru sem ég átti til þess að skifta um hringi og veit til þess að þetta hafi verið gert á pæjero.

Re: Celinder í Trooper

Posted: 19.sep 2012, 08:29
frá Þorri
nú þekki ég ekki trooper af reynslu og veit einmitt ekki hvort trooper sé með lausar slífar.. það var bara gisk. en það hefur alveg verið gert á hinum og þessum fólksbílum að taka sveifarásin niður og skifta um cilendra þannig til þess að spara sér pakningar og bolta. Ég gerði þetta t.d. í östru sem ég átti til þess að skifta um hringi og veit til þess að þetta hafi verið gert á pæjero.

Ertu ekki að rugla saman stimpli og cylinder? Í sumum vélum er hægt að ná þeim niður.

Re: Cylender í Trooper

Posted: 19.sep 2012, 12:51
frá Eggert
Sælir.

Ég er búinn að vera að skoða þetta aðeins og talaði við einn sem var að vinna á verkstæði Ingvar Helga.
Hann vill útiloka að Cylender er farinn. Hann sagðist vera búinn að sjá allt í þessu bilum enn aldrei var vesen af Cylendrum. Og Aldrei miða við 143.000,km akstur.
Hann vildi frekar meina að Railsensor gætið verið vandamálið ?
Ég veit að það er ekki búið að skipta út railsensor svo er það möguleiki ?

Lýsing :
Hann rýkur í gang, hægt að keyra hann og ekkert vandamál. Það eina sem er að hann er að missa kraft.
Stundum dettur út orkan og svo slær hún inn aftur. Svo talaði ég við Vélaland og þeir ætla að skoða þetta fyrir mig, þeir vildu nú ekki trúa því að það var farinn cylender.

Re: Celinder í Trooper

Posted: 19.sep 2012, 20:15
frá hrappatappi
Þorri wrote:
nú þekki ég ekki trooper af reynslu og veit einmitt ekki hvort trooper sé með lausar slífar.. það var bara gisk. en það hefur alveg verið gert á hinum og þessum fólksbílum að taka sveifarásin niður og skifta um cilendra þannig til þess að spara sér pakningar og bolta. Ég gerði þetta t.d. í östru sem ég átti til þess að skifta um hringi og veit til þess að þetta hafi verið gert á pæjero.

Ertu ekki að rugla saman stimpli og cylinder? Í sumum vélum er hægt að ná þeim niður.



Hehe... feil á mig.. jú ég er að meina stimpla.. hélt samt að það væru stimplar og slífar og að hann hefði skrifað þetta á enska heitinu eða piston og cilender....
my bad..

Re: Celinder í Trooper

Posted: 19.sep 2012, 21:48
frá Sævar Örn
bilaður skynjari á fæðirörinu að spíssunum gerir allskonar hrekki í gang og kraftleysi og reyk til skiptis

(Fuel rail pressure sensor sem kannski sumir kalla bara railsensor)


hef nokkrum sinnum skipt um þennan skynjara en minnir þá að alltaf hafi verið hægt að lesa af tölvu að hann hafi verið bilaður.



mbk. Sævar

Re: Celinder í Trooper

Posted: 20.sep 2012, 17:45
frá Eggert
Svo virðist sem hann er ekki að þjappa á fremsta cylender.
Enn verkstæði vill meina að cylender er ekki farinn heldur pakningar eða eitthvað þannig.

Hvað er mikil vinna að taka hedd af ?
Getur maður gert það sjálfur ?

Verð á þvi að taka af og á er 170þ á verkstæð veit einhver um einhvern sem gerir þetta og ég verð áfram með tvo handleggi ?

Re: Celinder í Trooper

Posted: 21.sep 2012, 12:29
frá ihþ
Veit um einn Trooper sem lét svipað um daginn. Það sem var að, að einhver þrýstirofi við túrbínuna fór og því kom hún ekki inn.

Re: Celinder í Trooper

Posted: 02.okt 2012, 16:22
frá íbbi
að taka heddið af/á er alltaf slatta vinna, hvort þú getur það sjálfur veltur algjörlega á þinni kunnáttu

Re: Celinder í Trooper

Posted: 20.okt 2012, 03:00
frá grimur
Kannski gat á stimpli...? Ef hann blæs óeðlilega út um öndunina á sveifarhúsinu(oftast tekið út um ventlalokið og tengt inná soggreinina milli síu og túrbínu) þá gæti það verið málið, sérílagi ef allt er löðrandi í mótorolíu þaðan og inn að túrbínu.

Lenti einusinni í að taka upp túrbínu í Hilux að óþörfu þar sem hann spúði rosalega, þá var olían að sullast um þessa lögn inná bínuna, olli allskyns ógangi og rykkjum þar sem bíllinn fór að ganga fyrir smurolíu. Orsökin var klofinn stimpill.

Bilaðir spíssar geta hæglega drepið stimpla, óháð hvort um Commonrail er að ræða eða ekki, en mig grunar að það sé jafnvel algengara í þeim vélum þar sem spíssarnir geta opnað hvenær sem er í þeim þannig séð. Í mekanískum olíuverkum er þó ekki þrýstingur á spíssinn nema á réttum tíma, þar er það úðinn sem getur klikkað og brennt gat á stimpilinn.

kv
Grímur