Síða 1 af 1

hitamælir á skiftingu

Posted: 11.sep 2012, 11:18
frá Eiður
sælir allir, ég er með afgashitamæli sem er svaka fansý smoke lens series frá auto gauge. mig langar í mæli á skiftinguna í eins looki en það virðist ekki vera til á ég ekki alveg að geta notað olíuhitamæli á skiftinguna? td.

http://autonewland.en.alibaba.com/produ ... gauge.html

eða

http://www.ebay.co.uk/itm/New-Auto-Gaug ... 2472wt_905

Þakka svörin:)

Re: hitamælir á skiftingu

Posted: 11.sep 2012, 11:20
frá Eiður
já og kannski hvar hafa menn verið að setja sensorinn?

Re: hitamælir á skiftingu

Posted: 12.sep 2012, 13:13
frá Eiður
er engin með þessi mál á hreinu?

Re: hitamælir á skiftingu

Posted: 12.sep 2012, 13:34
frá Polarbear
skelltu með bíltegund, árgerð og tegund skiptingar og sjáðu hvort svörin skáni eitthvað...

Re: hitamælir á skiftingu

Posted: 12.sep 2012, 14:48
frá Eiður
2000 árgerð af patrol 3.0l sjálfskiptur

Re: hitamælir á skiftingu

Posted: 12.sep 2012, 17:09
frá Þorri
Ég get ekki séð að það skipti neinu máli hvort þú notar þennan olíuhitamælir eða sjálfskiptiolíuhitamælir. Ég er sjálfur með B&M sjálfskiptingarhitamæli í mínum og er með hitaneman í pönnunni. Mér var ráðlagt að setja hann þar þegar ég spurðist fyrir um þetta á Ljónstöðum fyrir einhverjum árum síðan. B&M mælinum fylgir T-stykki til að setja á rörið sem liggur að kæli og ég setti svoleiðis í cherokee hjá mér en ég er viss um að þú fáir nákvæmari tölu með hitaneman í pönnunni. Minn mælir sýnir gult í 220 F (104.5 C) og rautt í 260 F (126,5 C).

Re: hitamælir á skiftingu

Posted: 13.sep 2012, 11:43
frá JHG
B&M mæla reyndar með því að þetta sé sett á lögnina sem liggur frá kæli því það er sú olía sem smyr skiptinguna. Ég held samt að flestir séu á því að það að hafa skynjarann í pönnunni. Ég er með tvo mæla, annan á lögnini og hinn í pönnu (bíllinn í uppgerð þannig að ég hef ekki raun tölur á mismun þar á milli, var alltaf bara með einn en fékk annan fyrir ekki neitt og bætti honum við :) ).

Ég veit til að menn hafa samnýtt einn mæli og tvo eða þrjá skynjara, verið með rofa á vírnum frá skynjaranum og flett á milli. Ef ég ætti að velja einn stað þá myndi ég velja pönnuna.

Re: hitamælir á skiftingu

Posted: 13.sep 2012, 16:07
frá Eiður
takk fyrir það

Re: hitamælir á skiftingu

Posted: 13.sep 2012, 20:13
frá birgthor
Ég er með autogauge smokey lens úber túper mæli sem ég get selt þér. Var notaður í 6 mánuði en sensorinn er nýr. Mælirinn vælir við visst hitastig.

8665960