Síða 1 af 1
Upptekt á olíuverki í LandCruiser 80
Posted: 09.sep 2012, 20:03
frá Polarbear
Ég var svona að spá í að fá einhverja til að taka upp olíuverkið í bílnum hjá mér, eða fá skiptiverk í hann en hef ekki hugmynd um hvert sé best að snúa sér í þeim efnum. Menn hafa sagt mér misjafnar sögur af Framtak/Blossi, sem ég ætlaði að fá í þetta svo nú er maður tvístígandi. Ég get rifið verkið úr sjálfur og sett það í, en viðgerðin á því sjálfu myndi ég vilja að yrði gerð af sérfræðingum.
hafa menn eitthvað verið í því að láta fikta í verkunum hjá sér? mér skillst á sérfræðingum að fæðidælan og innri flýtingin sé orðin slöpp hjá mér og það orsaki truntugang og súra afgas fýlu sem er af bílnum.
ég fékk Framtak til að taka upp fyrir mig spíssana og bíllinn hresstist mjög mikið við það, enda sögðu þeir að spíssarnir hefðu verið arfaslappir svo ekki sé meira sagt. það er allt annað að keyra bílinn og hann er aflmeiri en hann var.
svo nú er spurt... taka upp verkið eða fá skiptiverk?
ef ég læt taka það upp, hverjir eru bestir í því í þessum olíuverkum og hafa til þess tæki og verkfæri hér heima?
ef ég fer útí að redda mér skiptiverki, hvar á maður að byrja að leita að svoleiðis og hefur einhver hérna heima reynslu á því sviði?? (s.s. sent út verk og fengið uppgert sent til baka)
Re: Upptekt á olíuverki í LandCruiser 80
Posted: 09.sep 2012, 21:21
frá Sveinn.r.þ
Hæ,Steini Ford tók verkið úr mínum Lc80 92 módel,held það hafi örugglega farið til F-blossa,en allavega ég er að Keyra 100 km meira á tanknum reykir minna og gengur betur.fyrir utan minni eyðslu þá vinnur kvikindið svo miklu betur.
,minn var líka uppskrúfaður og vitlaus á tíma sem hefur ekki hjálpað til.
Kv Sveinn.
Re: Upptekt á olíuverki í LandCruiser 80
Posted: 09.sep 2012, 21:28
frá Polarbear
Hvað kostaði þessi aðgerð í heild sinni hjá þér? Er ekki skipt um kælivatn og tímareim og allessammen í leiðinni?
hvað meira borgar sig að laga um leið og maður fer í þetta? og þurfti Steini að stilla verkið eitthvað meira eftir að það kom úr Framtaki?
Re: Upptekt á olíuverki í LandCruiser 80
Posted: 17.sep 2012, 10:16
frá Polarbear
enginn annar sem hefur farið útí þessa aðgerð á 80 krúser?
Re: Upptekt á olíuverki í LandCruiser 80
Posted: 17.sep 2012, 11:29
frá peturin
Það er verið að taka minn akkúrat núna.
Hann er hjá Steina og er verkið sent í Blossa þar sem stílað er inn á einn sérstakan til að taka það upp.
KV Pétur.
Re: Upptekt á olíuverki í LandCruiser 80
Posted: 17.sep 2012, 15:02
frá Polarbear
ok snilld. ég ræði við manninn. þetta virðist vera það besta í stöðuni :) mættir gjarnan setja inn reynslusöguna hérna þegar þú færð bílinn í hendurnar aftur.
Re: Upptekt á olíuverki í LandCruiser 80
Posted: 17.sep 2012, 15:11
frá Gudnyjon
Lenti í því fyrir 10 árum að bíllinn hjá mér fór að ganga hæga gang mjög asnalega og var seinn að svara gjöf en fín á snúning. Prufaði allt sem mönnum gat dottið í hug til að reyna að laga hann en endaði á því að fara með hann í Toyota. Þar fundu þeir út að þetta væri olíuverkið sem væri orðið svo slitið. Þeir sendu það í Framtak í upptekningu og varð hann bara fín á eftir. Þetta var 1995 árg með 24 ventla vélinni. Hann var keyrðu undir 200þús þegar þetta var.
Re: Upptekt á olíuverki í LandCruiser 80
Posted: 21.nóv 2012, 10:58
frá peturin
Sæll
Bíllinn allt annar í keyrslu.
Eittkvað minnkað eyðsluna en kraftar miklu meira.
KV PI
Re: Upptekt á olíuverki í LandCruiser 80
Posted: 21.nóv 2012, 11:01
frá s.f
peturin wrote:Sæll
Bíllinn allt annar í keyrslu.
Eittkvað minnkað eyðsluna en kraftar miklu meira.
KV PI
hvað kostaði upptegtin
Re: Upptekt á olíuverki í LandCruiser 80
Posted: 22.nóv 2012, 10:50
frá peturin
Sæll
Bara varahlutir og viðgerð á olíuverki kostaði 200.000.
Taka það úr og setja í og skift um tímareim og annað smotterí var um 50.000.
kV PI
Re: Upptekt á olíuverki í LandCruiser 80
Posted: 22.nóv 2012, 12:12
frá s.f
peturin wrote:Sæll
Bara varahlutir og viðgerð á olíuverki kostaði 200.000.
Taka það úr og setja í og skift um tímareim og annað smotterí var um 50.000.
kV PI
var þá farið yfir alla slitfleti í verkinu eða var eikvað ákveðin bilun í verkinu hjá þér
Re: Upptekt á olíuverki í LandCruiser 80
Posted: 23.nóv 2012, 09:58
frá peturin
Sæll
Dælu húsið var ónýtt og verslað nýtt, það var svona stærsti liðurinn, annars var þetta bara eðlilegt slit.
KV PI