Sælir.
Er með 2001 árg. af Pajero sem ég þarf að láta líta á. Hann brennir olíu í of miklu mæli og er mér sagt að þetta gæti mögulega verið ventlaþéttingar eða stimpilhringir. Nú spyr ég, hver er öflugur og góður í að greina og taka upp 3.2 did vél og er með sanngjarnt verð?
Kv. Sveinn
Taka upp vél á Pajero 3.2 DID
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Taka upp vél á Pajero 3.2 DID
Það er verkstæði í Borgarnesi, sem ég veit því miður ekki hvað heitir (get komist að því) sem eru víst mjög færir í þessum vélum, það var raunasaga um svona bíl í blaði FÍB fyrir nokkrum mánuðum, ég veit að þetta verkstæði bjargaði málunum fyrir hann, þar á meðal því sem umboðið var búið að klúðra og fann ekki út úr.
Svo er líka Pajero sérfræðingur hjá Bílaverkstæði KS á Sauðárkróki
Miðað við það sem ég hef heyrt þá er vinnustundin á verkstæði talsvert ódýrari um leið og maður er kominn út fyrir höfuðborgarsvæðið
Svo er líka Pajero sérfræðingur hjá Bílaverkstæði KS á Sauðárkróki
Miðað við það sem ég hef heyrt þá er vinnustundin á verkstæði talsvert ódýrari um leið og maður er kominn út fyrir höfuðborgarsvæðið
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Taka upp vél á Pajero 3.2 DID
Allveg rétt. Mig rámar i þessa grein í FÍB blaðinu. Ef einhver er með nafnið á verkstæðinu má það endilega koma fram.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Taka upp vél á Pajero 3.2 DID
geirsi23 wrote:Bílabær
Það passar, miðað við sögu Stefáns sem birtist í FÍB blaðinu og vantar u.þ.b. 20% í, sem ég hef frá fyrstu hendi, þá virðast þeir frá Bílabæ vera mjög góðir í þessu, ég held að mér sé alveg óhætt að mæla með þeim þó ég hafi ekki persónulega reynslu af þeim
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur