Síða 1 af 1

Benz gírkassi

Posted: 25.aug 2012, 20:03
frá Sævar Páll
Sælir, er með gírkassa úr o309d rútu í bíl hjá mér og var að spá í hversu mikið þessir gírkassar þola? Er með ramcharger á 44 sem ég var að spá í að græja hann í, er með milda small block mopar í honum, um 230-250 hö. Hef grun um að þessir séu nefnilega mjög skemmtilegur kassi fyrir svona bíl, með góðann skriðgír, en ég veit ekki alveg hversu mikið tog þeir þola.
Allar ábendingar vel þegnar, kv Sævar P

Re: Benz gírkassi

Posted: 06.sep 2012, 22:32
frá tommi3520
Ég hef bara heyrt góða hluti um benz kassa í þessum kálfum, hvort það sé einhver tegund af þessum benz bílum sem komu með slæmum kassa veit ég ekki. En miðað við það sem ég hef lesið og heyrt er þetta hálfgert gull.

Re: Benz gírkassi

Posted: 06.sep 2012, 22:46
frá jeepcj7
Þetta er einn af fáum góðum hlutum sem koma frá bens og þola allann fjandann,þú ert alveg safe með svona kassa fyrir aftan flestar áttur þó þær séu slatta tjúnaðar.

Re: Benz gírkassi

Posted: 06.sep 2012, 23:38
frá Elmar Þór
Sæll, þetta er gull :) mjög lár fyrsti gír í þessum kassa. Hef keyrt Ford Ecoliner mikið með svona kassa, mjög fínt að skipta þessum og fín í alla staði, maður notaði aldrei fyrsta á þeim bíl og eiginlega andrei annan heldur :) Einnig er ég með svona kassa í willys en hef þó aldrei keyrt hann ennþá :) Hef heyrt að neðri hlutinn í þeim sé veikasti hlutinn. En ekkert til þess að hafa áhyggjur af.

Re: Benz gírkassi

Posted: 07.sep 2012, 21:26
frá Sævar Páll
Er einmitt með annan svona kassa í econoline hjá mér með damler fjarka, á 40 tommum og hann er að gera gott þar, var bara að spá hvað hann myndi þola þegar að maður er kominn með mótor með, tja meiri hjartslátt... :)