Síða 1 af 1

Vantar ráð vegna olíu leka

Posted: 23.aug 2012, 06:23
frá Árni Braga
Góðan daginn .
það byrjaði að leka hjá mér olía að framan
reif allt í sundur og skipti um sveifar og knastás pakkdósir
setti svo allt saman og það lak enn arg arg arg.
Getur þetta lekið á mörgum stöðum?
Eða hvað getur þetta verið.
þetta er Patrol 2.8 árgerð 99

Re: Vantar ráð vegna olíu leka

Posted: 23.aug 2012, 09:08
frá Startarinn
var nokkuð far erftir pakkdósina á öðrum hvorum ásnum?

Það eru til slífar hjá fálkanum til að reka uppá slitna ása til að búa til sléttan þéttiflöt

Re: Vantar ráð vegna olíu leka

Posted: 23.aug 2012, 09:46
frá harnarson
Fáðu þér bara land rover :)

Re: Vantar ráð vegna olíu leka

Posted: 23.aug 2012, 18:13
frá Árni Braga
Startarinn wrote:var nokkuð far erftir pakkdósina á öðrum hvorum ásnum?

Það eru til slífar hjá fálkanum til að reka uppá slitna ása til að búa til sléttan þéttiflöt

þetta var allt slétt og fínt .
getur þetta verið pakkningin á olíudælunni.

Re: Vantar ráð vegna olíu leka

Posted: 23.aug 2012, 18:14
frá Árni Braga
harnarson wrote:Fáðu þér bara land rover :)

frekar fæ ég mér hest. ha ha ha .

Re: Vantar ráð vegna olíu leka

Posted: 23.aug 2012, 18:47
frá HaffiTopp
Ventlalokspakkning? :D

Re: Vantar ráð vegna olíu leka

Posted: 23.aug 2012, 18:49
frá cameldýr
Árni Braga wrote:
harnarson wrote:Fáðu þér bara land rover :)

frekar fæ ég mér hest. ha ha ha .


Þeir fá drullu :-)

Re: Vantar ráð vegna olíu leka

Posted: 24.aug 2012, 23:25
frá Járni
Ef ég man rétt þá byrjar að leka undan smurolíudælunni sjálfri, man það einhver?

Re: Vantar ráð vegna olíu leka

Posted: 24.aug 2012, 23:40
frá Sævar Örn
Er ekki ráð að olíuhreinsa framhlutann af vélinni og fylgjast með hvaðan lekinn kemur í stað þess að giska á hvað er "algengt í svona bílum".

Re: Vantar ráð vegna olíu leka

Posted: 25.aug 2012, 00:15
frá -Hjalti-
Var hjá Árna áðan , þetta var pakkningin bakvið olíudæluna ;)

Re: Vantar ráð vegna olíu leka

Posted: 25.aug 2012, 00:19
frá Þorri
Fáðu þér bara land rover :)

þar er olíuleki staðalbúnaður.

Re: Vantar ráð vegna olíu leka

Posted: 25.aug 2012, 14:29
frá jongunnar
Þorri wrote:
Fáðu þér bara land rover :)

þar er olíuleki staðalbúnaður.

Eins og Krókur segir í Cars 2 " Ef það er ekki olía undir breskum bílum þá er ekki olía á þeim"

Re: Vantar ráð vegna olíu leka

Posted: 25.aug 2012, 14:40
frá Hagalín
jongunnar wrote:
Þorri wrote:
Fáðu þér bara land rover :)

þar er olíuleki staðalbúnaður.

Eins og Krókur segir í Cars 2 " Ef það er ekki olía undir breskum bílum þá er ekki olía á þeim"


Haha..... NR 1 er einmitt í imbanum hjá mér núna.......

Re: Vantar ráð vegna olíu leka

Posted: 26.aug 2012, 19:21
frá Árni Braga
þetta er komið strákar og takk fyrir spjallið....