Tacoma eigendur athugið

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Tacoma eigendur athugið

Postfrá Hjörturinn » 20.aug 2012, 18:05

Daginn.

Gerði við Tacomu um daginn og langaði að pósta því hérna inn því þetta ku vera galli í Tacoma frá 2005-2006.
Málið er að festingarnar fyrir mótorpúðana eiga það til að rífa grindina þar sem þeir eru festir (sjá mynd) og það er töluvert skemtilegra að gera við þetta áður en allt fer í hund og kött.

Image
Hérna sést brotið (bílstjóramegin), vélinn var farin að halla töluvert og slóst í framdrifið.

Image
Svona var þetta farþegamegin, ég hreinsaði þetta upp og setti svo styrkingu

Image
Svo soðið í ræmur

Image
Image
Þurfti svo að tjakka vélina upp og sauð í sárið, eins og sést var þetta orðin myndarlegasta sprunga.

Image
Image
Svo samskonar styrking.

Svo annað, ef menn ákveða að gera þetta er lang best að taka framdrifið undan og fyrst menn eru að því er annar galli í þessum bílum sem má laga í leiðinni, en það er í A.D.D. búnaðnum á framdrifinu sem tengir og aftengir öxulinn við drifið.
Rafmótirinn sem snýr gúanóinu er bara "pressfittaður" við pólana frá tenginu, en svo missa pólarnir stífnina með aldrinum og þá hættir þetta að virka (svona tæki kostar $300
) en það er lítið mál þarna að lóða pólana á mótornum við vírapólana.
Image
Pólarnir eru þarna aftast á mótornum.

Vona þetta komi einhverjum að gangi :)


Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Tacoma eigendur athugið

Postfrá Hjörturinn » 20.aug 2012, 18:08

önnur mynd af brotinu

Image
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Tacoma eigendur athugið

Postfrá Startarinn » 21.aug 2012, 14:22

Mér þykir þetta slöpp hönnun hjá toyota að láta mótorfestingar ekki ná alveg niður á neðri brún grindar.

En flott hjá þér að deila þessu með okkur, þetta kemur eflaust einhverjum að gagni, ég á ekki tacoma sjálfur en myndi tvímælalaust kíkja á þetta ef svo væri
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Tacoma eigendur athugið

Postfrá Hjörturinn » 21.aug 2012, 15:54

Já þetta er lélegt, sérstaklega þar sem þetta er lagað í 2007 bílnum en þeir viðurkenna samt ekki gallann...

En ef þetta er í lagi ætti að vera nóg að setja 2 hyrnur sem ná niður að neðri brúninni, það ætti að vera hægt að koma því í án þess að rífa framdrifið undan, en það verður að gera ef þetta er brotið svona illa.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Tacoma eigendur athugið

Postfrá Járni » 21.aug 2012, 17:15

Stórfínt að fá svona upplýsingar hingað.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Tacoma eigendur athugið

Postfrá ellisnorra » 21.aug 2012, 21:10

Mjög flottur þráður. Takk fyrir þetta. Ég hringdi í dag í sveitunga minn sem á 2005 tacomu og hann var mjög glaður að fá þessar upplýsingar áður en illa færi.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Tacoma eigendur athugið

Postfrá Hjörturinn » 22.aug 2012, 14:48

Alltaf gott að verða að liði.

En hérna sést hvernig Toyota reddaði þessu í 2007+ bílnum
Image

Þetta ku einnig vera galli í FJ cruiser
Dents are like tattoos but with better stories.


kallimur
Innlegg: 14
Skráður: 30.okt 2012, 20:54
Fullt nafn: Karl Haraldsson
Bíltegund: Tacoma

Re: Tacoma eigendur athugið

Postfrá kallimur » 03.aug 2020, 19:07

Lenti í þessu með 2005 Tacomu og kostaði mig 2 altanatora og slatta af vondu skapi.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma eigendur athugið

Postfrá jongud » 05.aug 2020, 08:09

Fínt að vara við þessu.
Mín Tacoma er í grindartékki frá A-Ö hjá Classic Garage og ég bað Nuno sértaklega um að athuga mótorfestingarnar.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 16 gestir