Sjóða í pottstál eða hvað það heitir.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Sjóða í pottstál eða hvað það heitir.

Postfrá Jens Líndal » 04.feb 2010, 22:58

Er að mixa MMC dísel mótor í Range Rover og er í smá brasi með pústið. Þannig er mál með vöxtinn að kúplingshúsið á Reins Rover gírkassanum er talsvert stærra en MMC vélin er vön og pústið stefnir of mikið á milliplötuna.

Image

Ef vel er að gáð hér þá sést frekar illa en sést samt að það er pottstykki aftaná túrbínunni sem tekur við pústinu og beinir því niður í pústkerfið, tekur beyju neðst og stefnir nokkurn veginn á milliplötuna.

Image

Image

Image

Image

Stykkið sem sést hér á myndunum, mætti vera aðeins öðruvísi. Stúturinn sem pústkerfið boltast við mætti snúa beint niður í stað þess að hafa þessa beyju, svo ég er að spá hvort vit sé í að skera stykkið í tvennt og steikja það saman aftur, ég hef oft heyrt að ekki sé hægt að sjóða saman pottstál eins og til dæmis drifkúlur en á þessu er ekki sama álag og á drifkúlum nema þá kannski hitaálag.
Er þetta gerlegt fyrir mann sem kann lítið í suðu og gæti þetta enst eitthvað ef vel heppnaðist??



User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Sjóða í pottstál eða hvað það heitir.

Postfrá Kiddi » 05.feb 2010, 00:08

Ég myndi smíða þetta uppá nýtt. Það væri hægt að teikna upp flangsinn sem kemur á túrbínuna og láta skera út. Sjóða síðan á hann 2 rör sem sameinast síðan í eitt með flangs, þetta væri þá svona eitthvað í líkingu við flækjusmíði.

Annars getur svosem verið hægt að breyta þessu en ég ætla ekki að tjá mig um hvort það sé hægt eða ekki, þá er ég kominn langt út fyrir það sem ég veit :)

User avatar

Lindemann
Innlegg: 147
Skráður: 02.feb 2010, 17:24
Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
Bíltegund: Cherokee ZJ

Re: Sjóða í pottstál eða hvað það heitir.

Postfrá Lindemann » 05.feb 2010, 00:23

Það er eina vitið að smíða bara nýtt stykki.

það er hægt að sjóða í svona, en það er erfitt og verður aldrei jafn gott og nýtt stykki.

ég er alveg sammála því að láta skera nýja flangsa og svo rör á milli
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"


Höfundur þráðar
Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: Sjóða í pottstál eða hvað það heitir.

Postfrá Jens Líndal » 05.feb 2010, 10:25

Takk fyrir svörin :) ég veit þá að sjóða í pott er ekki gott. Ég á allt efni í að smíða nyjann flangs en ég var bara að spá hvort púströr endist ekki alltaf eitthvað styttra svona alveg uppvið túrbínu?

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Sjóða í pottstál eða hvað það heitir.

Postfrá Járni » 05.feb 2010, 10:48

Þú getur fengið pottvír fyrir pinnasuðu. Aðferðin miðast við að hita upp suðuflötinn fyrst og sjóða svo. Láta svo kólna rólega, t.d. í sandi eða steinull. Þessi aðferð hentar amk vel við viðgerðir á sprungum.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Sjóða í pottstál eða hvað það heitir.

Postfrá nobrks » 06.feb 2010, 15:05

Eitt sinn "rann" slípirokkurinn hjá mér inn í glænýja pústgrein (diesel), sauð í hana með fjölmálma-pinna. Þetta var til friðs alla 30þkm sem átti græjuna.


EinarR
Innlegg: 86
Skráður: 31.jan 2010, 17:30
Fullt nafn: Einar Sveinn Kristjánsson

Re: Sjóða í pottstál eða hvað það heitir.

Postfrá EinarR » 06.feb 2010, 21:40

Fá sér réttan vír og passa mjög vel að snöggkæla alveg örugglega ekki! Fasa vel uppúr og vera alveg viss á hvað er verið að gera annars geturu alveg notað kennaratiggjó.
Image
Suzuki LJ10-Suzuki Samurai-Honda Prelude-Subaru Justy-Suzuki SJ413
Sukka.is -:Sukkum Samann:-

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Sjóða í pottstál eða hvað það heitir.

Postfrá ellisnorra » 14.feb 2010, 10:06

Langbest að græja bara nýtt júnit og svera það upp í leiðinni. Ég gerði það hjá mér, þurfti ekkert að breyta neinu þannig lagað, sveraði hnéð bara upp þegar ég setti 2.5" púst hjá mér.
Image
http://www.jeppafelgur.is/


joias
Innlegg: 633
Skráður: 15.feb 2010, 21:15
Fullt nafn: Jóhann Lúðvíksson

Re: Sjóða í pottstál eða hvað það heitir.

Postfrá joias » 28.feb 2010, 15:58

Ég myndi gera þetta líka svona eins og á myndinni hér fyrir ofan, nota suðuhné með meiri efnisþykkt en púströr, þá endist þetta.
Prodject Toylett Hilux Longcap eða hvað á að kalla það...


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: Sjóða í pottstál eða hvað það heitir.

Postfrá s.f » 14.mar 2010, 21:13

er hægt að kaupa púst efni 3" rör og beijur sem eru 3" hjá n1 og hvaða efni notaru til að smíða flánsana

User avatar

oggi
Innlegg: 130
Skráður: 31.jan 2010, 22:35
Fullt nafn: johann oddgeir johannsson
Staðsetning: skagafjörður

Re: Sjóða í pottstál eða hvað það heitir.

Postfrá oggi » 14.mar 2010, 23:59

er það ekki bara 10-12mm þykkt flatjárn sem fer í flangsana sem þú þarf að smíða annars er hægt að kaupa líka flangsa í samsettnigar fyrir púst hjá Stuðlabergi á Hofsósi . Efni í púst færðu hjá öllum pústverkstæðum þar er best að fá svokölluð álseruð rör annars ef þú ætlar að eiga bílinn í nokkur ár þá er rústfrítt málið.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 54 gestir