Síða 1 af 1

Picup rör

Posted: 14.aug 2012, 16:22
frá Eggert
Er mikil aðgerð að skipta um picup rör á Trooper ?
Nú er ég ekki svo mikil viðgera serfræingur enn vill helst gera þetta sjálfur.
Hvar situr þetta rör ?

Re: Picup rör

Posted: 14.aug 2012, 16:39
frá Haukur litli
Smurolíu pickup-rör? Það myndi vera í olíupönnunni.

Re: Picup rör

Posted: 14.aug 2012, 16:39
frá ellisnorra
Þú ert nú búinn að gera þónokkuð marga þræði um þetta vandamál þitt :)

Þú ert væntanlega að meina pickup rörið sem fæðir smurolíudæluna. Það liggur í pönnunni, frá netasíu í botninum í pönnunni og upp í olíudæluna. Ef pickuprörið væri brotið hjá þér þá fengi smurdælan litla/enga olíu og þá væri lítill/enginn smurþrýstingur.

Mér finnst ólíklegt að þetta sé málið, þar sem trooper er þannig útbúinn að hann fer ekki í gang fyrr en hann er kominn með fullan smurþrýsting. Þessvegna er trooperinn oft svona lengi í gang.

Svo er almenna reglan á þessu spjalli að hafa ekki marga þræði um sama málefnið, en endilega spurðu og spurðu í þeim þráðum sem fyrir eru.

Re: Picup rör

Posted: 14.aug 2012, 16:56
frá Polarbear
ef þú ert að meina pickup rörið fyrir díselolíu úr dísel tankinum þá er það ekkert ofsaleg vinna.

oft ryðgar rörið í beygjuni frá slönguni og ofaní tank ofaná tankinum.... það er stundum hægt að skipta um þetta í gegnum gat á gólfinu í skottinu, en stundum er þægilegra að losa tankinn og gera þetta útá gólfi. ég myndi hreinsa tankinn í leiðinni og athuga hvort hann sé nokkuð ryðgaður, sé þetta það sem þú ert að tala um á annað borð.

Re: Picup rör

Posted: 14.aug 2012, 18:04
frá Eggert
Èg veit ekki hvar þetta pickup röt er staðsett.
Talaði við Bjössa Trooper og hann sagði mér að það gæti verið vandamál.
Sagði honum að hann væri kraftlaus og reykti mikið og hann spáði að picuprör gæti verið farið og hugsanléga turbína aftur.

Re: Picup rör

Posted: 14.aug 2012, 18:10
frá Eggert
Ég er nú ekki mjög klár á þennan vef
Og biðst ég afsökunar á þvi að vera að búað til nýjan þrá hvert skipti.

Enn maður lærir meira og meira og hefur þetta spjall hjálpa mér mikið og spara fyrir mig peninga. Enn ég vona að èg er ekki að geta alla vitlausa af þessum spurningum .

Re: Picup rör

Posted: 14.aug 2012, 18:16
frá hobo
Skoðaðu hosurnar frá túrbínu í intercooler og frá cooler að vél.
Ef það er rifa, getur það komið fram í kraftleysi og meiri reyk.

Re: Picup rör

Posted: 14.aug 2012, 18:52
frá Eggert
Ég er búinn að fara yfir alla hosur og nánast allt sem ég get skoða.
Ég er ekki að skilja þetta er hræddur um að það er eitthvað mikið.
Hedd eða eitthvað þannig.
Lýsing á þvi sem er að :
Byrjaði að þvi að það kom eitthvað hljóð eins og einhver útblástur. ( eins og eitthvað klofnaði )
Siðan kom eftir smá akstur bara hljóð eins og eitthvað er að slást í tikk tikk hljóð. Hljóði kemur vinstrameginn í vél. Þar sem túrbína situr.
Eftir það kom mjög mikil reykur og allur kraftur datt úr honum.
Ekki var hægt að keyra upp á kerruna sem ég var með þar sem hann var of máttlaus.