millikassi í pajero

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
fannar123
Innlegg: 47
Skráður: 21.jún 2012, 20:55
Fullt nafn: Fannar Magnússon

millikassi í pajero

Postfrá fannar123 » 13.aug 2012, 22:19

Ég er með pajero árgerð 98 með 2,8 lítra vélinni og beinskiptingu, millikassinn virkjar ekki fjórhjóladrifið, þegar ég set í sídrifið þá er eins og að hann snuði bara og fer ekkert afstað, en þegar ég læsi kassanum þá virkar bara afturhjóladrifið, ég á líka mjög erfitt með að láta hann haldast í lága drifinu.
Er einhver með hugmynd um hvað gæti verið að?
Ég er opinn fyrir öllum hugmyndum




Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: millikassi í pajero

Postfrá Aparass » 13.aug 2012, 22:26

Sennilega farið í sundur vacum leiðslan sem kúplar inn skaftinu við framdrifið. Síðan er mismunadrif í millikassanum svo þegar þú setur í fjórhjóladrifið þá fer allur krafturinn í framskaftið sem snýst bara á fullu og ekkert gerist. þess vegna virkar síðan bara afturdrifið þegar þú ert búinn að læsa millikassanum, þá er ekkert mismunadrif þar lengur sem snýr bara framskaftinu.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: millikassi í pajero

Postfrá HaffiTopp » 13.aug 2012, 23:31

Bilaður hjá þér millikassinn og sennilega hreinlega ónýtur. Ég var búinn að tékka á því hvort hann tengdi framdrifið við framdrifsskaftið, manstu Fannar, og það virkar alveg tengingin fyrir framdrifið. (vacuumslangan sem Aparass talar um) Allavega virtist það festast þegar millikassanum var læst. Sem sagt annað hvort að láta taka millikassann upp sem er örugglega fjandanum dýrara eða finna sér annann millikassa af svona beinskiftri vél.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur