Hikst við start í Pajero

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
khs
Innlegg: 150
Skráður: 06.feb 2010, 22:37
Fullt nafn: Kristinn Helgi Sveinsson

Hikst við start í Pajero

Postfrá khs » 29.júl 2012, 18:40

Er með 1998 Pajero Dísel. Alltaf þegar hann er kaldur(hefur staðið í nokkra tíma eða yfir nóttina) og settur í gang og látinn ganga í ca 10 sek að þá byrjar hann að hiksta aðeins. Svona er þetta þar til hann hefur gengið í góða stund eða er keyrður af stað en þá hverfur hikstið. Það er alveg sama hvort það er heitt eða kalt úti. Þegar hann er svo keyrður af stað að þá hikstar hann alltaf aðeins þegar hann kemst úr lægstu snúningum og reykir samkvæmt því en svo hverfur það.

Það sem er búið að athuga í sambandi við þetta er:
Búið að skipta um slöngu frá hráolíusíu og aftur í tank
Búið að prufa tvær nýjar hráolíusíur
Hráolíusíuhúsið þrifið
Hreinsiefni í tankinn
Skipt um membru á olíuverki. En við membru skiptin að þá batnaði þetta í nokkrar vikur en er komið í sama horf og áður.

Hafið þið hugmyndir?



User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Hikst við start í Pajero

Postfrá HaffiTopp » 29.júl 2012, 18:53

Þetta sama gerðist á 2.5 Pajero sem ég átti, 1999 árgerð. Það var þannig að ég startaði honum og gaf honum inn yfir 3000 sn/min og þá gekk hann lausaganginn eðlilega. En ég gerði aldrei neitt í þessu þótt hann skánaði hvað gangsetningu varðaði þegar ég skifti um kerti og setti orginal kerti í hann þótt hann gengi alltaf fyrsta lausaganginn truntulega eins og þú lýsir líka. Grunar að þetta hafi verið inngjafaraukninginn á olíuverkinu. Tengist kælivatninu á vélinni og eykur við olíuna á vélina þegar hún er köld/nýstörtuð og þá bætir vélin aðeins við hægaganginn þangað til kælivatnið hefur náð að hitna, en þá gengur þessi inngjafarauki til baka og vélin fer á venjulegann lausagang. Gæti verið að það sé einhver rafstýrð hægagansstýring á þessum 2,8 vélum.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hikst við start í Pajero

Postfrá Stebbi » 29.júl 2012, 20:59

HaffiTopp wrote:.......Grunar að þetta hafi verið inngjafaraukninginn á olíuverkinu. Tengist kælivatninu á vélinni og eykur við olíuna á vélina þegar hún er köld/nýstörtuð og þá bætir vélin aðeins við hægaganginn þangað til kælivatnið hefur náð að hitna, en þá gengur þessi inngjafarauki til baka og vélin fer á venjulegann lausagang. Gæti verið að það sé einhver rafstýrð hægagansstýring á þessum 2,8 vélum.


Þetta flýtir líka tímanum á olíuverkinu til að hann gangi betur kaldur. Ef þetta er ekki í lagi þá eru þeir einmitt ferlega truntulegir í gang í kulda.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
khs
Innlegg: 150
Skráður: 06.feb 2010, 22:37
Fullt nafn: Kristinn Helgi Sveinsson

Re: Hikst við start í Pajero

Postfrá khs » 29.júl 2012, 21:54

Bíllinn fýkur í gang á mettíma, það hefur aldrei verið vandamál. Gæti vandinn legið í olíuverkinu?


bragig
Innlegg: 102
Skráður: 28.maí 2010, 19:21
Fullt nafn: Bragi Guðnason
Bíltegund: LC 80, Hilux xc

Re: Hikst við start í Pajero

Postfrá bragig » 30.júl 2012, 00:11

khs wrote: Gæti vandinn legið í olíuverkinu?


Væri ráð að yfirfara spíssa og mæla þjöppu fyrst. Hvort tveggja getur orsakað þetta sem þú talar um.


opg
Innlegg: 24
Skráður: 01.okt 2011, 00:51
Fullt nafn: Oddur Pétur Guðmundsson

Re: Hikst við start í Pajero

Postfrá opg » 30.júl 2012, 21:12

Ath pickupinn i tanknum, stàllagnirnar undir bilnum gætu verið ryðgað og svo membran i handælunni a sìuhúsinu.

User avatar

Höfundur þráðar
khs
Innlegg: 150
Skráður: 06.feb 2010, 22:37
Fullt nafn: Kristinn Helgi Sveinsson

Re: Hikst við start í Pajero

Postfrá khs » 28.okt 2012, 22:55

Er einhver hér sem getur tekið að sér að skoða spíssana fyrir mig? Sendið mér ES.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Hikst við start í Pajero

Postfrá StefánDal » 28.okt 2012, 23:13

Er alveg útilokað að þetta séu glóðarkertin eða forhitunartölvan sem orsaka þessu?

User avatar

Höfundur þráðar
khs
Innlegg: 150
Skráður: 06.feb 2010, 22:37
Fullt nafn: Kristinn Helgi Sveinsson

Re: Hikst við start í Pajero

Postfrá khs » 28.okt 2012, 23:17

Nú er ég alveg grænn í bílamálum, keypti mér bara bílinn og borga öðrum að gera við hann :). Glóðarkertin eru frá haust 2010, orginal frá Heklu. Væri alveg til í að borga einhverjum sem kann að rannsaka þetta fyrir mig.


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Hikst við start í Pajero

Postfrá Navigatoramadeus » 08.nóv 2012, 13:10

StefánDal wrote:Er alveg útilokað að þetta séu glóðarkertin eða forhitunartölvan sem orsaka þessu?


ef vélin er komin í gang ætti ekki að breyta neinu hvort sé straumur/hiti á glóðarkertum nema að því leyti að þau munu brenna yfir fyrr eða síðar með tilheyrandi skemmdum (oddurinn af í brunaholið).

auðvelt er að athuga hvort kertin virki; kaldur bíll, svissað á (forhitari á að fara í gang, heyrist klikk í relay-inu og aftur þegar slokknar), getur séð á spennumæli falla spennu á geymi eða sett prufuljós á kerti og þá sérðu amk hvort þau séu að fá spennu sem gefur til kynna hvort relay-ið sé að gefa spennu á þau og ef svo er;

svissa á 2-3x og af, koma svo við kertið (varlega) og finnur hvort það sé heitt (hitabyssu ef nærð ekki með fingrum).

Annars hafa þessi kerti verið gjörn á að duga skemur en hitt.

kv. Jón Ingi


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir