Síða 1 af 1
LC 80 tengja aukarafmagn
Posted: 28.júl 2012, 10:40
frá Polarbear
sælir félagar
er með 80 krúser og langar að koma í hann aukarafkerfi. þessi bíll er með 24volt starti en er annars 12 volt þess utan.
hvar hafa menn verið að taka + og - fyrir aukarafkerfi án þess að rugla eitthvað í þessu 24 volt start dæmi?
myndir og/eða góð lýsing vel þegin!
lalli
Re: LC 80 tengja aukarafmagn
Posted: 28.júl 2012, 11:45
frá Izan
Sæll
Rafkerfið virkar nokkurnveginn þannig að geymarnir eru hliðtengdir alla að jöfnu og þegar þú startar er relaybúnaður sem breytir hliðtengingunni í raðtengingu. Það þýðir að annar geymirinn er alltaf með spennuna 0-12V en hinn getur verið 0-12V eða 12-24V og inn á þann geymi máttu ekki undir neinum kringumstæðum tengja. Þú getur ekki hringlað neinum 24V búnaði inn á þetta nema það dugi að hann virki þegar þú startar bílnum.
0-12V geyminn ættirðu að þekkja þannig að mínuspóllinn er klárlega tengdur í stell, grind eða blokkina á mótornum. Það ættu líka að vera tengdir fleiri vírar inn á þann geymi.
Kv Jón Garðar
Re: LC 80 tengja aukarafmagn
Posted: 28.júl 2012, 14:29
frá ellisnorra
Lalli ef þig vantar aukarafkerfi hafðu þá samband. Smelli link á mynd hérna
http://elliofur.123.is/FS/8911a269-1848 ... 785514.jpg
Re: LC 80 tengja aukarafmagn
Posted: 28.júl 2012, 19:08
frá olei
Var aðeins undir húddinu á LC80 í síðustu viku og sá að það voru engar aukatengingar í rafgeyminn bílstjóramegin. Allt "aukaraf" var sótt í geyminn farþegameginn. Ástæðuna má lesa í pósti Jóns Garðars hér að ofan - sá geymir er alltaf með mínus í stell og þar af leiðandi hægt að tengja inn á hann eins og í hefðbundnu 12 v kerfi.
Re: LC 80 tengja aukarafmagn
Posted: 29.júl 2012, 10:08
frá Polarbear
eðal. takk fyrir svörin, tengi í "farþegann" :)
elli, þetta kerfi er of stórt fyrir mig :) en mig langar að sjá íhlutina í því... væri til í að smíða mér minna kerfi sem lítur eins út.
Re: LC 80 tengja aukarafmagn
Posted: 29.júl 2012, 10:19
frá villi58
Elli þú ert í ljótum skóm. Takk fyrir hanskana :)
Re: LC 80 tengja aukarafmagn
Posted: 29.júl 2012, 12:18
frá Stebbi
Hvernig gengur að vera með Finder rafliða í jeppa? Eru þeir ekkert að hrista sig lausa úr sökklinum með tímanum?
Re: LC 80 tengja aukarafmagn
Posted: 29.júl 2012, 14:18
frá Polarbear
ég var að fjarlægja gamalt aukaraf úr bílnum, þetta helvíti var tengt hist og her útum allt og vírar í allar áttir, stundum inn í hvalbak farþegamegin og út aftur bílstjóramegin. alger steypa... ætla að leggja nýtt kerfi sem er ekki svona della.

- vírar úr gömlu aukarafkerfi...
Re: LC 80 tengja aukarafmagn
Posted: 29.júl 2012, 16:33
frá ellisnorra
Stebbi wrote:Hvernig gengur að vera með Finder rafliða í jeppa? Eru þeir ekkert að hrista sig lausa úr sökklinum með tímanum?
Þeir voru allavega allir fastir og á sínum stað í þessum bíl.
Re: LC 80 tengja aukarafmagn
Posted: 30.júl 2012, 01:50
frá Hfsd037
elliofur wrote:Stebbi wrote:Hvernig gengur að vera með Finder rafliða í jeppa? Eru þeir ekkert að hrista sig lausa úr sökklinum með tímanum?
Þeir voru allavega allir fastir og á sínum stað í þessum bíl.
Er þetta box falt? ef svo er hvað viltu fá fyrir þetta box án takkaborðsins?