Síða 1 af 1

Jeep sérfræðingar

Posted: 26.júl 2012, 17:54
frá lettur
Er með Grand Cherokee árg. 94. Stöðuljós og mælaborðsljós eru skyndilega alveg dottin út. Bíllinn er með dagljósabúnaði og þegar kveikt er á ljósunum með rofanum inni í bíl koma aðalljósin inn. Annars eru engin ljós. Stefnu og bremsuljós virka eðlilega.
Ég er búinn að athuga öryggi bæði frammi í húddi og eins í mælaborðshliðinni og þar er allt í lagi.
Einhver sem veit um fleiri öryggi eða eitthvað sem hægt er að athuga.
Kv. Jói.

Re: Jeep sérfræðingar

Posted: 26.júl 2012, 19:42
frá olihelga
Varstu nokkuð að setja útvarp í bílinn?

Re: Jeep sérfræðingar

Posted: 26.júl 2012, 22:08
frá lettur
Ekkert verið átt við neitt. Allt virkaði fínt áður en þetta kom upp. Útvarpið virkar fullkomlega.

Re: Jeep sérfræðingar

Posted: 27.júl 2012, 12:26
frá JeepKing
Ertu að tala um þegar þú setur rofann á AUTO til vinstri þá geris ekki neitt..?
það er birtu skinjari undir lausu loft ristinni framm undir frammrúðinni... yfirleitt er bara teipað yfir hann svo að ljósinn virki á þessari stöðu þegar það er bjart en það gæti hafa farið af...

Re: Jeep sérfræðingar

Posted: 28.júl 2012, 13:21
frá lettur
Málið leyst. Fann farið öryggi í víraflækju undir mælaborðinu. Hlýtur að vera fyrir dagljósabúnaðinn. Allavega öll ljós komin.