Kúpling í Patrol
Posted: 24.júl 2012, 22:28
Sælir
Er einhver sem getur ráðlagt mér með þetta vandamál?
Undanfarið hef ég lent í því að Patrolinn (2,8td) snuði. Þegar þetta gerðist fyrst var ég að keyra upp í móti í 3ja gír og fannst mér þá snúningshraðamælirinn lyftast meira en ég átti von á og lyfti því löppinni ósjálfrátt. Snúningshraðamælirinn datt þá aðeins niður. Ég prófaði þá að setja bílinn í fimmta gír og botna en hann tók því bara og snuðaði ekkert, hann mallaði bara í rúmum 1000 snúningum. Þetta gerðist nokkrum sinnum og ég hélt ég væri að bilast. Eftir margar tilraunir á mörgum dögum hef ég komist að því að bíllinn snuðar bara þegar túrbínan er farin að snúast, þ.e.a.s. nokkuð yfir 2000 snúningum og bara þegar bíllinn er orðinn heitur, þ.e.a.s. ef ég er búinn að' keyra í 20-30 mínútur. Ég hef samt ekki séð snúninginn fara meira en 500 snúninga niður þegar ég lyfti löppinni af gjöfinni. Á tímabili vonaði ég að snúningsmælirinn væri að hrekkja mig en maður heyrir bæði á vél og túrbínu að snúningurinn eykst. Stundum, þegar ég lyfti löppinni af gjöfinni, finnst mér eins og bíllinn taki kipp, eins og kúplingin grípi allt í einu.
Ég hef svo sem ekki mikla reynslu af jeppum en ég hef aldrei vitað að kúpling hagi sér svona. Þegar kúpling hefur farið hjá mér þá hefur snúnigurinn bara rokið upp, sérstaklega þegar maður pínir bílinn í hæðsta gír. Gæti eitthvað annað verið í gangi?
Er einhver sem getur ráðlagt mér með þetta vandamál?
Undanfarið hef ég lent í því að Patrolinn (2,8td) snuði. Þegar þetta gerðist fyrst var ég að keyra upp í móti í 3ja gír og fannst mér þá snúningshraðamælirinn lyftast meira en ég átti von á og lyfti því löppinni ósjálfrátt. Snúningshraðamælirinn datt þá aðeins niður. Ég prófaði þá að setja bílinn í fimmta gír og botna en hann tók því bara og snuðaði ekkert, hann mallaði bara í rúmum 1000 snúningum. Þetta gerðist nokkrum sinnum og ég hélt ég væri að bilast. Eftir margar tilraunir á mörgum dögum hef ég komist að því að bíllinn snuðar bara þegar túrbínan er farin að snúast, þ.e.a.s. nokkuð yfir 2000 snúningum og bara þegar bíllinn er orðinn heitur, þ.e.a.s. ef ég er búinn að' keyra í 20-30 mínútur. Ég hef samt ekki séð snúninginn fara meira en 500 snúninga niður þegar ég lyfti löppinni af gjöfinni. Á tímabili vonaði ég að snúningsmælirinn væri að hrekkja mig en maður heyrir bæði á vél og túrbínu að snúningurinn eykst. Stundum, þegar ég lyfti löppinni af gjöfinni, finnst mér eins og bíllinn taki kipp, eins og kúplingin grípi allt í einu.
Ég hef svo sem ekki mikla reynslu af jeppum en ég hef aldrei vitað að kúpling hagi sér svona. Þegar kúpling hefur farið hjá mér þá hefur snúnigurinn bara rokið upp, sérstaklega þegar maður pínir bílinn í hæðsta gír. Gæti eitthvað annað verið í gangi?