Sælir
Er einhver sem getur ráðlagt mér með þetta vandamál?
Undanfarið hef ég lent í því að Patrolinn (2,8td) snuði. Þegar þetta gerðist fyrst var ég að keyra upp í móti í 3ja gír og fannst mér þá snúningshraðamælirinn lyftast meira en ég átti von á og lyfti því löppinni ósjálfrátt. Snúningshraðamælirinn datt þá aðeins niður. Ég prófaði þá að setja bílinn í fimmta gír og botna en hann tók því bara og snuðaði ekkert, hann mallaði bara í rúmum 1000 snúningum. Þetta gerðist nokkrum sinnum og ég hélt ég væri að bilast. Eftir margar tilraunir á mörgum dögum hef ég komist að því að bíllinn snuðar bara þegar túrbínan er farin að snúast, þ.e.a.s. nokkuð yfir 2000 snúningum og bara þegar bíllinn er orðinn heitur, þ.e.a.s. ef ég er búinn að' keyra í 20-30 mínútur. Ég hef samt ekki séð snúninginn fara meira en 500 snúninga niður þegar ég lyfti löppinni af gjöfinni. Á tímabili vonaði ég að snúningsmælirinn væri að hrekkja mig en maður heyrir bæði á vél og túrbínu að snúningurinn eykst. Stundum, þegar ég lyfti löppinni af gjöfinni, finnst mér eins og bíllinn taki kipp, eins og kúplingin grípi allt í einu.
Ég hef svo sem ekki mikla reynslu af jeppum en ég hef aldrei vitað að kúpling hagi sér svona. Þegar kúpling hefur farið hjá mér þá hefur snúnigurinn bara rokið upp, sérstaklega þegar maður pínir bílinn í hæðsta gír. Gæti eitthvað annað verið í gangi?
Kúpling í Patrol
Re: Kúpling í Patrol
Gæti verið svinghjólið ef það er tvöfalt svinghjól þá er bara að láta sjóða það fast
Re: Kúpling í Patrol
Sæll
Kúplingin er trúlegast farin hann bara kraftar ekki að snuða fyrr en túrbínan er farin að vinna.
Kv Jón Garðar
Kúplingin er trúlegast farin hann bara kraftar ekki að snuða fyrr en túrbínan er farin að vinna.
Kv Jón Garðar
Re: Kúpling í Patrol
Álag eða áraun á kúplingar kallast snúningsvægi. Flestir kannast við fyrirbærið þegar þeir eru að herða eða losa bolta. Mæling á snúningsvægi byggir alltaf á því sama; kraftur x armur. (kraftur margfaldaður með lengd arms) Krafturinn getur verið táknaður í t.d. kílóum, Newton eða pundum. Armurinn í metrum, fetum, tommum eða hvaða lengdareiningu sem vera skal. Þannig er snúningsvægið táknað Kílógramm á meters skaft - [Kgm], eða Newton á meters skaft- [Nm], eða Pund á fet - [lbsf]. (pund eru skammstöfuð sem; lbs)
Snúningsvægið inn á kúplinguna kemur augljóslega frá vélinni í bílnum. Og snúningsvægi frá bílvélum er ansi misjafnt eftir því hvaða snúning þær eru á, kúrfur yfir snúningsvægi sem fall af snúningshraða kallast gjarnan togkúrfur. Einhverra hluta vegna er algengt að kalla snúningsvægi ,,tog" á íslensku. Hér er ein slík, reyndar yfir 4.2 Td nissan af því að ég fann enga í fljótheitum yfir 2.8 - skiptir ekki máli hvor er.

Þessi mynd er frá einhverju tjúndæmi þar sem verið er að bera saman mismunandi mikið græjaða vél, en allar eiga kúrfurnar það sameiginlegt að ná hámarki rétt yfir 2000 snúningum. Þetta þýðir að vélin, (þ.e 4,2) pumpar út mesta snúningsvægi á bilinu 2000-2500 snúningar. Og því má slá því föstu að mesta álag á kúplinguna sé einmitt þar. Mjög líklega gildir það sama um 2.8 vélina frá Nissan þar sem þessi kúrfa er nokkuð dæmigerð fyrir túrbó diesel af þessu caliberi úr sömu sveit.
En nú er það þannig að Newton gamli, einn mesti hugsuður síðari tíma, - Isaac Newton http://en.wikipedia.org/wiki/Isaac_Newton - komst að því fyrir margt löngu að kraftur er jafn gagnkrafti. Í tilfelli gamallar kúplingar í Patrol má umorða þetta lögmál eitthvað á þessa leið: Ekki nægir að horfa á hversu miklu snúningsvægi vélin getur skilað það verður ekki til nema álagið bjóði upp á það. Þ.e.a.s þú verður að vera í nægilega háum gír til þess að drifrásin veiti kúplingunni nægilegt mótvægi þannig að vélin sjái fullt álag og skili fullu snúningsvægi og valdi þannig fullu álagi á kúplinguna. Einfalt ekki satt? :)
Af ofansögðu má (vonandi) ráða að þegar kúplingin í 2.8 Patrol fer að gefa sig, verður þess fyrst vart þegar vélin er orðin heit og er á fullri gjöf á bilinu 2000-2500 snúningar og bíllinn er í nægilega háum gír (jafnvel í brekku) til þess að hámarkstog myndist yfir kúplinguna. Ef skipt er í hærri gír við þessar aðstæður lækkar snúningshraðinn og vélin fer niðurfyrir hámarkið á togkúrfunni sem skilar minna álagi á kúplinguna sem snuðar þá ekki.
Góðu fréttirnar eru því þær að þú ert alls ekki að bilast Frank, slæmu fréttirnar eru þær að þú þarft að fara að kíkja á kúplinguna í Patrolnum.
Samanlagt - nokkuð gott og gæti verið mun verra! ;)
Ps;
Rétt er að taka fram að ekki var slegið úr neinni 2.8 Nissan við gerð þessa innleggs, Chevrolettarnir möluðu eins og kettir og Fordarnir voru hvort sem er allir ónýtir. Engar Toyotur voru sjáanlegar fremur en vanalega en langt í fjarska mátti sjá reykjarbólstra í baksýnisspeglunum.
Snúningsvægið inn á kúplinguna kemur augljóslega frá vélinni í bílnum. Og snúningsvægi frá bílvélum er ansi misjafnt eftir því hvaða snúning þær eru á, kúrfur yfir snúningsvægi sem fall af snúningshraða kallast gjarnan togkúrfur. Einhverra hluta vegna er algengt að kalla snúningsvægi ,,tog" á íslensku. Hér er ein slík, reyndar yfir 4.2 Td nissan af því að ég fann enga í fljótheitum yfir 2.8 - skiptir ekki máli hvor er.

Þessi mynd er frá einhverju tjúndæmi þar sem verið er að bera saman mismunandi mikið græjaða vél, en allar eiga kúrfurnar það sameiginlegt að ná hámarki rétt yfir 2000 snúningum. Þetta þýðir að vélin, (þ.e 4,2) pumpar út mesta snúningsvægi á bilinu 2000-2500 snúningar. Og því má slá því föstu að mesta álag á kúplinguna sé einmitt þar. Mjög líklega gildir það sama um 2.8 vélina frá Nissan þar sem þessi kúrfa er nokkuð dæmigerð fyrir túrbó diesel af þessu caliberi úr sömu sveit.
En nú er það þannig að Newton gamli, einn mesti hugsuður síðari tíma, - Isaac Newton http://en.wikipedia.org/wiki/Isaac_Newton - komst að því fyrir margt löngu að kraftur er jafn gagnkrafti. Í tilfelli gamallar kúplingar í Patrol má umorða þetta lögmál eitthvað á þessa leið: Ekki nægir að horfa á hversu miklu snúningsvægi vélin getur skilað það verður ekki til nema álagið bjóði upp á það. Þ.e.a.s þú verður að vera í nægilega háum gír til þess að drifrásin veiti kúplingunni nægilegt mótvægi þannig að vélin sjái fullt álag og skili fullu snúningsvægi og valdi þannig fullu álagi á kúplinguna. Einfalt ekki satt? :)
Af ofansögðu má (vonandi) ráða að þegar kúplingin í 2.8 Patrol fer að gefa sig, verður þess fyrst vart þegar vélin er orðin heit og er á fullri gjöf á bilinu 2000-2500 snúningar og bíllinn er í nægilega háum gír (jafnvel í brekku) til þess að hámarkstog myndist yfir kúplinguna. Ef skipt er í hærri gír við þessar aðstæður lækkar snúningshraðinn og vélin fer niðurfyrir hámarkið á togkúrfunni sem skilar minna álagi á kúplinguna sem snuðar þá ekki.
Góðu fréttirnar eru því þær að þú ert alls ekki að bilast Frank, slæmu fréttirnar eru þær að þú þarft að fara að kíkja á kúplinguna í Patrolnum.
Samanlagt - nokkuð gott og gæti verið mun verra! ;)
Ps;
Rétt er að taka fram að ekki var slegið úr neinni 2.8 Nissan við gerð þessa innleggs, Chevrolettarnir möluðu eins og kettir og Fordarnir voru hvort sem er allir ónýtir. Engar Toyotur voru sjáanlegar fremur en vanalega en langt í fjarska mátti sjá reykjarbólstra í baksýnisspeglunum.
Re: Kúpling í Patrol
Frábær samantekt Ólafur, takk fyrir þetta.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur