Síða 1 af 1
					
				að fá nýjann lykil fyrir cherokee ´06
				Posted: 24.júl 2012, 21:57
				frá Stjáni
				nú eru góð ráð dýr! íþróttatösku var stolið með einu lyklunum af bílnum og þar af leiðandi
þarf að láta græja nýjann lykil en skilst að það sé um 140.000 hjá umboði
er hvergi hægt að fá þetta ódýrara? Finnst þetta ansi blóðugt :-/
kv. Kristján
			 
			
					
				Re: að fá nýjann lykil fyrir cherokee ´06
				Posted: 24.júl 2012, 22:32
				frá Sævar Örn
				http://lasathjonustan.is/Við sérpöntum lykla í nær alla bíla og forritum þá við sömuleiðis, hvort sem lykill er til fyrir eða ekki. 
 
			 
			
					
				Re: að fá nýjann lykil fyrir cherokee ´06
				Posted: 24.júl 2012, 22:44
				frá Stjáni
				Sævar Örn wrote:http://lasathjonustan.is/
Við sérpöntum lykla í nær alla bíla og forritum þá við sömuleiðis, hvort sem lykill er til fyrir eða ekki. 
 
hvað tekur það langann tíma :P
 
			
					
				Re: að fá nýjann lykil fyrir cherokee ´06
				Posted: 25.júl 2012, 07:25
				frá Hagalín
				Svo er spurning hversu mikið þér liggur á.
Getur fengið fjarstýringu að utan fyrir 5000kr.
Ég var a panta í Fordinn hjá mér og fékk tvær hingað komnar fyrir 5000kr og 
maður kóðar þær sjálfur. 
En það er náttúrulega háð því að þú hafi lykil fyrir.
			 
			
					
				Re: að fá nýjann lykil fyrir cherokee ´06
				Posted: 25.júl 2012, 17:32
				frá H D McKinstry
				Getur fengið nýjan lykil hjá Bíljöfur. Veit ekki hvað hann kostar, en allavega töluvert ódýrari en það verð sem þú fékkst.
Það þarf svo að kóða lykilinn við bílinn með Chrysler tölvu sem Lyklasmiðir eiga sennilega ekki. Það þarf að flytja bílinn að tölvu eða fá mann með tölvu að bílnum, því lykill sem er ekki búið að kóða virkar ekki.
			 
			
					
				Re: að fá nýjann lykil fyrir cherokee ´06
				Posted: 02.aug 2012, 14:21
				frá Stjáni
				okei ég ætla að spjalla við þá hjá bíljöfri til að byrja með, takk fyrir þetta :)
kv. Kristján
			 
			
					
				Re: að fá nýjann lykil fyrir cherokee ´06
				Posted: 02.aug 2012, 22:58
				frá Freyr
				Þessir lyklar sem t.d. lásaþjónustan og neyðarþjónustan bjóða upp á virka í svona 50% tilfella. Gjarnan enda þeir lyklar eingöngu sem  ofaná orginal lykla. SJálfur myndi ég aldrei versla lykil annarsstaðar en í umboði nema tæknimaður í viðkomandi bíltegund staðfesti að lykill annarsstaðar frá virki. Að vísu benti Hrólfur hér að ofan á leið sem mætti athuga í sumum tilfellum, að því gefnu að um sé að ræða orginal lykla.