Síða 1 af 1

hvín hljóð í turbínu í 2,8 patrol

Posted: 22.júl 2012, 16:44
frá Bjarkilu
Sælir

Ég er að vandræðast með turbínuna í patrolinum hjá mér og langaði að vita hvort
einhver hér kannaðist við þetta vandamál.

Þetta hvín hljóð kemur um leið og turbínan kemur inn. Ég er búinn að fá ýmsar hugmyndir hvað þetta
getur verið og ein þeirra er að það sé fóðring farinn milli turbínu og pústgreinar og önnur að það sé
einhver loka í turbínuni sem kann að standa á sér og þriðja að túbinan sé að fara og að hun þarfnist
uppgerðar.

Þetta varð mjög fljótt áberandi og svo lagaðist þetta en kom aftur núna um helgina eftir að hafa
dregið fellhýsið um strandir og frá Akureyri.

Kannast einhver hér við þetta vandamál og getur upplýst mig um hvað sé í gangi?

Kv. Bjarki

Re: hvín hljóð í turbínu í 2,8 patrol

Posted: 22.júl 2012, 17:05
frá villi58
Ég mundi skoða allar pakkningar, ekkert óalgengt að stálþéttingin undir túrbínuni gefi sig.

Re: hvín hljóð í turbínu í 2,8 patrol

Posted: 22.júl 2012, 17:54
frá jeepson
Ertu ekki bara að heyra flautið í bínuni??

Re: hvín hljóð í turbínu í 2,8 patrol

Posted: 22.júl 2012, 18:18
frá Bjarkilu
Takk fyrir skjót svör

Eru margar pakningar í túrbínuni?
þarf ekki að taka túrbínuna úr bílnum til að komast í pakningarnar?
Er ekki best að taka túrbínuna undan bílnum frekar en ofan úr honum?

Hver er að selja pakningar í þessar túrbínur?

–Bjarki

Re: hvín hljóð í turbínu í 2,8 patrol

Posted: 22.júl 2012, 18:20
frá Bjarkilu
jú og var kominn með hausverk eftir 4 tíma akstur með stanslausa flautu frá bínuni...

Re: hvín hljóð í turbínu í 2,8 patrol

Posted: 22.júl 2012, 19:13
frá Hagalín
Ég lenti í þessu reyndar með 3.0 bílinn.
Þá hafði pústgreinin undið aðeins upp á sig og slitið einn bolta. Hún var rifin úr plönuð og nýjar pakkningar og málið leyst.

Re: hvín hljóð í turbínu í 2,8 patrol

Posted: 22.júl 2012, 21:34
frá Freyr
veðja á ónýta hosu eða soggreinapakkningu. Ef bíllinn er ekki með cooler þá er lang líklegast að þetta sé hosustubburinn milli bínu og soggreinar, hosan er beint undir miðri greinini.

Re: hvín hljóð í turbínu í 2,8 patrol

Posted: 23.júl 2012, 00:02
frá Bjarkilu
Ég ætla að skoða þessar ábendingar á morgun.

Þetta er 2000 árgerð af patrol með 2,8 vélinni.

Kv Bjarki

Re: hvín hljóð í turbínu í 2,8 patrol

Posted: 23.júl 2012, 00:38
frá Izan
Sælir

Alveg sammála Frey, það er hosuklemma með stálplötu (sem er hitavörn) og ef hún er ekki á réttum stað getur hosan gefið sig. Vel þess virði að skoða allar túrbínuhosur vel og vandlega því að ef þær leka flauta þær alveg ógurlega.

Kv Jón Garðar