Síða 1 af 1

Framhjólalega í Pajero

Posted: 21.júl 2012, 18:54
frá btg
Sælir,

er að rembast við að rífa úr framhjólalegur á Pajero (Hub dótið). Búinn að losa allt en þetta situr gróið fast. Á einhver töfraráð til að losa þetta eða verð ég vara að rífa allt úr og fara með þetta í skrúfstykki eða pressu? Gæti hitað þetta með logsuðu, það gæti kannski losað þetta.

Re: Framhjólalega í Pajero

Posted: 21.júl 2012, 19:14
frá Polarbear
ef þú ert að skipta um legu og legubakkinn (sem legan sjálf situr í) er föst þá hefur mér alltaf reynst best að sjóða hring í legubakkann og leyfa þessu svo að kólna svolítið. þá er bakkinn búinn að herpa sig saman í suðuni og ætti hreinlega að detta sjálfur úr. ef ekki þá þarf mjög lítil átök til að ná honum úr allavega.

svo er yfirleitt mjög þægilegt að klappa nýja legubakkann í með því að leggja þann gamla uppvið og klappa svo í.

pínu erfitt að útskýra þetta með orðum, þú getur bjallað í mig ef þetta er óljóst.

lalli, 8202053


p.s. er ég kanski að misskilja? nærðu ekki hjólnafinu af nafstútnum sjálfum?

Re: Framhjólalega í Pajero

Posted: 21.júl 2012, 19:51
frá btg
já þetta er allur 'hub-inn' með legunni, eins og þessi:

Image

Re: Framhjólalega í Pajero

Posted: 21.júl 2012, 21:19
frá Polarbear
ojbara. þvílíkur viðbjóðs búnaður.... selja ruslið og kaupa eldra, sterkara og viðhaldsfrírra dót :)

Re: Framhjólalega í Pajero

Posted: 21.júl 2012, 21:39
frá -Hjalti-
Þetta er ágætis búnaður á MMC fólksbílum allavega :)
geturu ekki lamið meitill eða flötu skrúfjárni á milli eða álíka áhaldi ?

Re: Framhjólalega í Pajero

Posted: 21.júl 2012, 22:06
frá nobrks
Það getur þurft hellings ofbeldi til að ná þessu úr, fór með mitt pajero naf í Stál og Stansa.

Re: Framhjólalega í Pajero

Posted: 21.júl 2012, 22:30
frá Stjáni Blái
Síðast þegar ég gerði þetta, þá reyndi ég ýmislegt án árangurs og náði ég þessu á endanum með því að fara með þetta í pressu.

Kv.

Re: Framhjólalega í Pajero

Posted: 22.júl 2012, 00:10
frá btg
Ætli ég rífi þetta ekki bara allt úr og fari með í pressu, er búinn að berja aðeina á þessu og sé þetta ekki bifast. Sem betur fer á ég leguna/hub-inn til.

kv, btg

Re: Framhjólalega í Pajero

Posted: 22.júl 2012, 10:44
frá Sævar Örn
Ég hef aldrei náð þessu öðruvísi en að pressa þetta, eins í LC90/120 og Tacoma, þvílík átök að pressa þetta úr minnir að pressan mín sýni 19 tonn áður en það kemur smellur og draslið flýgur í gólfið

Re: Framhjólalega í Pajero

Posted: 22.júl 2012, 12:15
frá Polarbear
þetta er örugglega límt í með legulími. þá borgar sig að hita þetta aðeins með kósanbrennara eða einhverju svipuðu til að mýkja límið aðeins áður en þetta er pressað úr.

muna svo bara að hreinsa þetta vel og líma nýja draslið í með legulími líka þegar það er pressað í.

Re: Framhjólalega í Pajero

Posted: 22.júl 2012, 12:28
frá Sævar Örn
Polarbear wrote:þetta er örugglega límt í með legulími. þá borgar sig að hita þetta aðeins með kósanbrennara eða einhverju svipuðu til að mýkja límið aðeins áður en þetta er pressað úr.

muna svo bara að hreinsa þetta vel og líma nýja draslið í með legulími líka þegar það er pressað í.


Já sennilega er það rétt, ég prufa að velgja þetta næst þegar ég lendi í þessu ;)

Re: Framhjólalega í Pajero

Posted: 22.júl 2012, 20:08
frá btg
jæja, er búinn að rífa draslið úr of fara með í pressu. Fórum upp í 50 tonn og það rétt hreyfðist. Þannig að ég pressaði draslið innan úr og sat þá hringurinn fastur, prufaði að sjóða í hann og leyfa honum að kólna. Ekki gekk að berja hann úr eftir það (var ekki lengur með aðgang að pressunni), þannig að ég logskar rönd í hann og náði að losa hann þannig.

Það sem mér finnst merkilegt við þetta, er að allt sem tengist þessu stykki og skrúfast beint í það er gróið fast. Allir boltar snérust í sundur, þrátt fyrir að rétt væri tekið á og svo baðað í wd40, reynt að skrúfa aftur inn og taka þetta rólega. ABS skynjarinn, hann fór líka í sundur og situr helmingurinn af honum fastur í þannig að ég þarf að ná mér í nýjan.

Datt í hug, hvort það væri tenging á milli þess þar sem hlutirnir eru að grafa sig svona fastir hvor við annan og það að í hvert skipti sem var farið úr bílnum (er eiginlega hætt að gerast), þá fékk maður alltaf straum.

Re: Framhjólalega í Pajero

Posted: 22.júl 2012, 21:38
frá Freyr
Straumurinn sem þú færð er oftast tengdur því hvaða efni er í sætisáklæðinu í bílnum og hvaða efni er í fötunum þínum, lopi og nylon sem nuddast saman getur t.d. framleitt töluvert stöðurafmagn.

Re: Framhjólalega í Pajero

Posted: 22.júl 2012, 23:54
frá btg
Það magnaða er, að félagi minn er með eins bíl, nokkrum mánuðum yngri og aldrei hef ég lent í þessu þar með stöðurafmagnið.

A.m.k, búinn að pússa og þrífa. Nýja legan (hubbinn) nánast kominn á sinn stað. Á bara eftir að ná upphækkunarklossanum af efri spindilkúlunni, sem er úr áli og er gróinn fastur svo ég geti fjarlægt boltana (sexkant bolta?) sem ég þurfti að taka með slípirokk þar sem ekki var hægt að losa þá með eðlilegum hætti.