Síða 1 af 1

pæling með 90 cruser?

Posted: 18.júl 2012, 14:25
frá Brynjarp
hvernig hefur klafa búnaður í 38 tommu 90 cruserum verið að endast?

Re: pæling með 90 cruser?

Posted: 18.júl 2012, 14:59
frá Polarbear
klafarnir endast svosem ekkert mikið, en það sem hefur verið að stúta þessum bílum er að eitthvða gefur sig í framdrifinu og það smallar millikassanum þegar framdekkin læsast.

ódýrasta "lausnin" á því vandamáli er að setja ARB loftlæsingu í framdrifið, en með því skiptirðu út þessum viðkvæma hluta sem oftast brotnar í þessum bílum.

mér hefur fundist á þeim sem ég þekki og eiga svona 36-8" breytta bíla að þeir misslíti alltaf framdekkjum og það sé bæði dýrt og mikið maus að skipta um fóðringarnar í klöfunum og að halda þessu til friðs.

Re: pæling með 90 cruser?

Posted: 18.júl 2012, 22:46
frá risinn
Sæl nú. Ég átti svona Lc 90 í 3 ár og reyndist mér mjög vel. Þegar ég kaupi bílinn þá er hann ekin um 220.000 km og þegar ég sel bílinn þá er hann ekinn um 330.000 km og þetta er árg. 1998.
Sjúkra saga bílsins er þannig.
Bremmsu klossar tvö sett að framan.
Bremmsu klossar eitt sett að aftan.
Hand bremsu borðar eitt sett.
Stimplar í bremsu dælur allir settir nýir einu sinni.
Innri stýrisendar 3 stk.
Einn innri öxull hægra megin.
Einn hjöruliðs kross í aftur skaft.
Hjóla stilling einu sinni á ári, vegna stýris enda skiptingar.
Það er ekkert meira sem að ég man eftir.

Þetta er bíll á 38" dekkjum og var alltaf keyrur á þannig hjólum loft læstur að framan og rafmagns lás að aftan ásamt mörgum öðrum góðum hlutum, þetta var vinnubíll við túrista keyrslu og fjölskyldubíll á sama tíma hjá mér og kom ALDREI heim í spotta af fjöllum, og var þar mikið.
Gallar.
Hann slítur framm hjólum að innan verðu, alltaf.
Í þungu færi þá safnast snjór við pönunna við klafana, en alltaf hægt að bakka.
Já þá eru gallarnir upp taldir sem að ég man eftir.

Þannig að ég get 100% mælt með þessum bílum miða við mína reynslu af þeim.

Kv. Ragnar Páll.

Re: pæling með 90 cruser?

Posted: 19.júl 2012, 22:58
frá íbbi
er með svona bíl á söluni hjá mér, 97árg 38" breyttur á AT dekkjum. kom mér virkilega á óvart hvað hann keyrir vel. engin jeppaveiki. virkilega fín vinsla og góður í stýri