Síða 1 af 1

Naf á Patrol

Posted: 17.júl 2012, 21:28
frá björnin
er með 38" Patrol 1993 sem er að fara naf. Það sem ég er að spá í er er mikið mál að skipta um þetta og er allti lagi að keyra á þessu svona.

Re: Naf á Patrol

Posted: 17.júl 2012, 21:38
frá olei
Hvað áttu við með því að "það sé að fara naf"?

Ef þú átt við að það sé slag í framhjóli þá eru það væntanlega hjóllegur og það er aldrei eftir neinu að bíða ef maður verður var við slag í þeim. Bæði út frá öryggissjónarmiði en líka að því fyrr sem gripið er inn í - því minna er tjónið. Í besta falli sleppur þú með að herða upp á legunum. Ef þú keyrir þar til legurnar hrynja þá geta; nafið, nafstúturinn, driflokan, öxullinn, og jafnvel bremsudiskurinn eyðilagst.

Re: Naf á Patrol

Posted: 17.júl 2012, 22:43
frá björnin
það eru nýar hjólalegur og nýbúið að herða upp á þeim.
karlinn sem herti upp á þeim sagði að nafið væri að gefa sig

Re: Naf á Patrol

Posted: 17.júl 2012, 23:05
frá eythor6
Blessaður vertu það er ekkert mál, dekkjið af, lokan af legurnar úr og halda áfram að skrúfa þanngað til þú sérð hvað er ónýtt. Ferð svo á partasölu og leitar að því sem vantar.

Gangi þér vel