Síða 1 af 1
hersla á heddboltum
Posted: 14.júl 2012, 23:34
frá LFS
sælir veit einhver hvernig er best að herða heddbolta i sd33t (gömlu 3.3l patrol) hvaða röð og er must að vera með herslumæli ?
Re: hersla á heddboltum
Posted: 15.júl 2012, 12:48
frá olei
Fann þessa mynd yfir sd33 veit ekki hvort að það séu aðrar tölur yfir túrbó útgáfuna.
Sjá hér:
http://www.justanswer.com/australia-car ... inder.htmlÞetta er tveggja þrepa hersluferli.
Og - já þú þarf að nota herslumæli sé áhugi fyrir því að pakningin þétti.
Re: hersla á heddboltum
Posted: 17.júl 2012, 19:57
frá LFS
snilld takk fyrir þettað :)
Re: hersla á heddboltum
Posted: 18.júl 2012, 13:26
frá OskarV
Býst við að þú hafir verið að skipta um heddpakkningu?
Það sem þarf einnig að passa sig á er að hreinsa vel úr götunum fyrir heddboltana (helst með snitti) og skella svo aðeins af vélaolíu á boltana þegar þú skellir þeim í svo þeir herðist rétt. Þarft einnig að skoða hvort blokkin og heddið sé ekki í plani (sérstaklega ef að heddpakkning hefur farið hjá þér).
Og svo að sjálfsögðu að vera með góðann herslumæli og herða boltana í 3 þrepum (eða 2 ef manual-inn fyrir þessa vél segir það)
T.d. er logey með þægilega digital herslumæla sem er hægt að skella uppá næsta átaksskaft og græja boltana þannig.
Vonandi gengur þetta vel hjá þér :)